Náðir þú að pakka? Stella Samúelsdóttir skrifar 6. maí 2022 09:01 UN Women á Íslandi hrindir af stað neyðarsöfnuninni „Náðir þú pakka?“ fyrir konur í neyð og á flótta og biðlar til almennings að senda senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900kr.) og veita konum og stúlkum á flótta lífsbjargandi aðstoð. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum og í dag, en fleiri en 80 milljónir manns hafa flúið heimili sín. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa 8 milljónir flúið heimili sín, þar af eru 90% konur og börn. Þegar fólk flýr heimili sín, sama hvort það er vegna stríðsátaka, náttúruhamfara eða ofsókna, gefst sjaldan tími til að pakka, hvað þá að hugsa fyrir nauðsynjum. Á sama tíma er sjaldan hugað að sértækum þörfum kvenna og stúlkna og er átakinu Náðir þú að pakka? ætlað að upplýsa almenning um stöðu kvenna og stúlkna á flótta, mikilvægi þess að tekið sé mið af sértækum þörfum þeirra þegar neyðaraðstoð er veitt og hversu mikilvægt það er fyrir heilsu og líf kvenna á flótta að hafa aðgang að hreinlætisvörum, sálfræðiaðstoð, upplýsingum um réttindi sín, fjárhagsaðstoð og heilbrigðisþjónustu. Konur greiða fyrir nauðsynjar með líkama sínum Stríðsátök hafa ólík áhrif á líf fólks eftir stöðu þeirra og kyni. Á meðan karlmenn eru líklegri til að deyja í átökum þá eru konur og stúlkur líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, nauðgunum, mansali, nauðungarvinnu og búa við viðvarandi skort þegar stríðsátök geisa. Nú þegar eru farnar að berast fréttir af því að konur og börn á flótta frá Úkraínu hverfi í ringulreiðinni sem ríkir á lestastöðvum og móttökustöðum. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hefur það færst í aukana að konur á átakasvæðum og flótta séu þvingaðar til að „greiða“ fyrir húsaskjól, mat og vatn með líkama sínum. Nú þegar eru til rannsóknar 75 mál þar sem grunur liggur á að markvisst sé verið að beita kynferðisofbeldi sem stríðsvopni í Úkraínu. UN Women beitir sér af alefli fyrir því að raddir kvenna heyrist og að aðstæður séu viðunandi fyrir konur og börn þeirra á flótta. Tryggja verður öryggi þeirra og koma þannig í veg fyrir að einstaklingar og skipulagði hópar nýti sér neyð kvenna og stúlkna. Neyð kvenna og stúlkna er víða um þessar mundir, ekki bara í Úkraínu, heldur líka í Afganistan, Eþópíu, Jemen og Sýrlandi. Þú getur lagt þitt af mörkum Nú þegar flest okkar eru farin að hugsa til sumarsins og hlakka til ferðalaga og frábærra stunda með fjölskyldum og vinum sem við eigum svo sannarlega skilið eftir undanfarin COVID ár, verðum við á sama tíma að hugsa um þau sem hvorki hafa tök á að pakka í ferðatösku né velja sinn áfangastað. Við getum öll gert eitthvað og með því að senda senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) getur þú lagt þitt af mörkum og þannig veitt konum og stúlkum á flótta lífsbjargandi aðstoð. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Hjálparstarf Mest lesið Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Sjá meira
UN Women á Íslandi hrindir af stað neyðarsöfnuninni „Náðir þú pakka?“ fyrir konur í neyð og á flótta og biðlar til almennings að senda senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900kr.) og veita konum og stúlkum á flótta lífsbjargandi aðstoð. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum og í dag, en fleiri en 80 milljónir manns hafa flúið heimili sín. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa 8 milljónir flúið heimili sín, þar af eru 90% konur og börn. Þegar fólk flýr heimili sín, sama hvort það er vegna stríðsátaka, náttúruhamfara eða ofsókna, gefst sjaldan tími til að pakka, hvað þá að hugsa fyrir nauðsynjum. Á sama tíma er sjaldan hugað að sértækum þörfum kvenna og stúlkna og er átakinu Náðir þú að pakka? ætlað að upplýsa almenning um stöðu kvenna og stúlkna á flótta, mikilvægi þess að tekið sé mið af sértækum þörfum þeirra þegar neyðaraðstoð er veitt og hversu mikilvægt það er fyrir heilsu og líf kvenna á flótta að hafa aðgang að hreinlætisvörum, sálfræðiaðstoð, upplýsingum um réttindi sín, fjárhagsaðstoð og heilbrigðisþjónustu. Konur greiða fyrir nauðsynjar með líkama sínum Stríðsátök hafa ólík áhrif á líf fólks eftir stöðu þeirra og kyni. Á meðan karlmenn eru líklegri til að deyja í átökum þá eru konur og stúlkur líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, nauðgunum, mansali, nauðungarvinnu og búa við viðvarandi skort þegar stríðsátök geisa. Nú þegar eru farnar að berast fréttir af því að konur og börn á flótta frá Úkraínu hverfi í ringulreiðinni sem ríkir á lestastöðvum og móttökustöðum. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hefur það færst í aukana að konur á átakasvæðum og flótta séu þvingaðar til að „greiða“ fyrir húsaskjól, mat og vatn með líkama sínum. Nú þegar eru til rannsóknar 75 mál þar sem grunur liggur á að markvisst sé verið að beita kynferðisofbeldi sem stríðsvopni í Úkraínu. UN Women beitir sér af alefli fyrir því að raddir kvenna heyrist og að aðstæður séu viðunandi fyrir konur og börn þeirra á flótta. Tryggja verður öryggi þeirra og koma þannig í veg fyrir að einstaklingar og skipulagði hópar nýti sér neyð kvenna og stúlkna. Neyð kvenna og stúlkna er víða um þessar mundir, ekki bara í Úkraínu, heldur líka í Afganistan, Eþópíu, Jemen og Sýrlandi. Þú getur lagt þitt af mörkum Nú þegar flest okkar eru farin að hugsa til sumarsins og hlakka til ferðalaga og frábærra stunda með fjölskyldum og vinum sem við eigum svo sannarlega skilið eftir undanfarin COVID ár, verðum við á sama tíma að hugsa um þau sem hvorki hafa tök á að pakka í ferðatösku né velja sinn áfangastað. Við getum öll gert eitthvað og með því að senda senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) getur þú lagt þitt af mörkum og þannig veitt konum og stúlkum á flótta lífsbjargandi aðstoð. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun