Lengi býr að fyrstu gerð Hólmfríður Kristjánsdóttir skrifar 5. maí 2022 14:31 Nú styttist óðum í sveitarstjórnarkosningar 2022 og í tilefni þess langar mig að rita nokkur vel ígrunduð orð í ljósi einkennilegra hugmynda sem fram hafa komið frá ákveðnum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem virðist líta svo að leikskólar landsins séu þjónusta við foreldra, nokkurs konar geymsla. Ég sem foreldri og manneskja sem annt er um hag barna er orðin langþreytt á því að ekki sé hlustað. Þreytt á að ekki sé hlustað á raddir foreldra. Þreytt á að ekki sé hlustað á sérfræðinga í þessum málum, fólk og hagsmunasamtök sem raunverulega berjast fyrir betra samfélagi fyrir börnin okkar. Þreytt á að ekki sé hlustað á vísindalegar rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi öruggra geðtengsla fyrstu árin og bein áhrif þeirra á heilaþroska barna. Þreytt á að ekki sé hlustað á leikskólastarfsfólkið okkar. Þreytt á elítu sem ekki virðist hugsa um samfélagið út frá öðru en græðgi og peningum. Umfram allt er ég þreytt á að ekki sé hugsað um hag barnanna okkar. Ég velti því fyrir mér hvers vegna við erum að eignast börn ef okkur liggur svona mikið á? Hvað með að leyfa börnunum okkar að vera börn? Leyfa þeim að njóta leikskólans og kappkosta frekar við að gera hann að betri stað fremur en að fjölga ungbarnaleikskólum? Bjóða leikskólakennurum landsins mannsæmandi laun og fækka börnum á deildum sem eru flestar yfirfullar og undirmannaðar stóran hluta ársins? Hvað með að tryggja öllum börnum tíma með foreldrum sínum til tveggja ára aldurs og bjóða foreldrum barna sömuleiðis upp á sveigjanlegra vinnuhlutfall án þess að þurfa að standa á fátæktarmörkum? Bjóða foreldrum meiri tíma með börnunum sínum? Mér finnst það galin staðreynd að meginþorri foreldra fær ekki meiri samveru með börnunum sínum á virkum dögum en erfiðan úlfatíma eftir leikskóla, kvöldmat og háttatíma (úlfatíma sem oft er uppfullur af gráti, öskrum og tilfinningum sem barnið þarf að losa um eftir álagið sem fylgir því að vera 8 klst. á dag á leikskóla - og foreldrið sem þarf jú að elda, hugsa um heimilið og fleira hefur ekki einu sinni tíma eða orku til að vera að fullu til staðar fyrir barnið sitt). Mögulega er barnið sem er uppfullt af streitu eftir daginn (streita hefur áhrif á heilaþroska barna) bara látið horfa á sjónvarpið eða ipadinn sem virðist eiga að vera galdratæki nútímans til að þagga niður í börnunum okkar. Hvaða áhrif ætli það hafi á börnin okkar, allt þetta tímaleysi, þessi hraði? Hvaða áhrif ætli það hafi á sjálfsmyndina þeirra? Að finna að við höfum ekki tíma fyrir þau? Hvaða áhrif ætli það hafi á einstaklinga til frambúðar? Hvaða áhrif ætli það hafi á foreldra? Ekki furða að kulnun sé verulegt vandamál í samfélaginu okkar. Hvernig ætli kulnun foreldra fari með börnin okkar? Svo margar spurningar brenna á mér og ég er ekki hætt. Nei ég ætla að spyrja spurninga - fyrir börnin okkar - því ekki hafa þau neitt um þetta að segja. Hví fá foreldrar ekki fjármagn til að vera lengur með barnið sitt heima, sé það vilji foreldranna fremur en að senda barnið á leikskóla? Foreldrið fengi þá einfaldlega fjármagnið sem það annars myndi hvort sem er kosta borgina/sveitarfélagið að reka pláss barnsins á leikskólanum. Þetta er tillaga sem hefur komið frá fólki sem virkilega er annt um börnin okkar og þekkir vel til - hvers vegna er ekki hlustað? Ef þetta væri fyrirkomulagið, hversu mörg pláss ætli myndu þá losna fyrir börn þeirra foreldra sem kjósa að setja börnin sín á leikskóla fyrir tveggja ára aldur? Hversu mikið myndi það létta á leikskólum landsins? Hversu mikið myndi það létta á heilbrigðiskerfinu (í nútíð og framtíð)? Hversu mikið fjármagn ætli það myndi spara? Lausnirnar eru til og lausnirnar eiga fyrst og fremst að vera með börnin okkar í huga! Ég vona að við hugsum um hag barnanna okkar þegar við göngum til sveitarstjórnarkosninga innan skamms. Tengslamyndun í lífi barna er eitt það mikilvægasta sem samfélagið getur fjárfest í og áhrif þess á allt lífið eru raunverulegri en okkur grunar. Höfundur er grafískur hönnuður, ljósmyndari og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Nú styttist óðum í sveitarstjórnarkosningar 2022 og í tilefni þess langar mig að rita nokkur vel ígrunduð orð í ljósi einkennilegra hugmynda sem fram hafa komið frá ákveðnum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem virðist líta svo að leikskólar landsins séu þjónusta við foreldra, nokkurs konar geymsla. Ég sem foreldri og manneskja sem annt er um hag barna er orðin langþreytt á því að ekki sé hlustað. Þreytt á að ekki sé hlustað á raddir foreldra. Þreytt á að ekki sé hlustað á sérfræðinga í þessum málum, fólk og hagsmunasamtök sem raunverulega berjast fyrir betra samfélagi fyrir börnin okkar. Þreytt á að ekki sé hlustað á vísindalegar rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi öruggra geðtengsla fyrstu árin og bein áhrif þeirra á heilaþroska barna. Þreytt á að ekki sé hlustað á leikskólastarfsfólkið okkar. Þreytt á elítu sem ekki virðist hugsa um samfélagið út frá öðru en græðgi og peningum. Umfram allt er ég þreytt á að ekki sé hugsað um hag barnanna okkar. Ég velti því fyrir mér hvers vegna við erum að eignast börn ef okkur liggur svona mikið á? Hvað með að leyfa börnunum okkar að vera börn? Leyfa þeim að njóta leikskólans og kappkosta frekar við að gera hann að betri stað fremur en að fjölga ungbarnaleikskólum? Bjóða leikskólakennurum landsins mannsæmandi laun og fækka börnum á deildum sem eru flestar yfirfullar og undirmannaðar stóran hluta ársins? Hvað með að tryggja öllum börnum tíma með foreldrum sínum til tveggja ára aldurs og bjóða foreldrum barna sömuleiðis upp á sveigjanlegra vinnuhlutfall án þess að þurfa að standa á fátæktarmörkum? Bjóða foreldrum meiri tíma með börnunum sínum? Mér finnst það galin staðreynd að meginþorri foreldra fær ekki meiri samveru með börnunum sínum á virkum dögum en erfiðan úlfatíma eftir leikskóla, kvöldmat og háttatíma (úlfatíma sem oft er uppfullur af gráti, öskrum og tilfinningum sem barnið þarf að losa um eftir álagið sem fylgir því að vera 8 klst. á dag á leikskóla - og foreldrið sem þarf jú að elda, hugsa um heimilið og fleira hefur ekki einu sinni tíma eða orku til að vera að fullu til staðar fyrir barnið sitt). Mögulega er barnið sem er uppfullt af streitu eftir daginn (streita hefur áhrif á heilaþroska barna) bara látið horfa á sjónvarpið eða ipadinn sem virðist eiga að vera galdratæki nútímans til að þagga niður í börnunum okkar. Hvaða áhrif ætli það hafi á börnin okkar, allt þetta tímaleysi, þessi hraði? Hvaða áhrif ætli það hafi á sjálfsmyndina þeirra? Að finna að við höfum ekki tíma fyrir þau? Hvaða áhrif ætli það hafi á einstaklinga til frambúðar? Hvaða áhrif ætli það hafi á foreldra? Ekki furða að kulnun sé verulegt vandamál í samfélaginu okkar. Hvernig ætli kulnun foreldra fari með börnin okkar? Svo margar spurningar brenna á mér og ég er ekki hætt. Nei ég ætla að spyrja spurninga - fyrir börnin okkar - því ekki hafa þau neitt um þetta að segja. Hví fá foreldrar ekki fjármagn til að vera lengur með barnið sitt heima, sé það vilji foreldranna fremur en að senda barnið á leikskóla? Foreldrið fengi þá einfaldlega fjármagnið sem það annars myndi hvort sem er kosta borgina/sveitarfélagið að reka pláss barnsins á leikskólanum. Þetta er tillaga sem hefur komið frá fólki sem virkilega er annt um börnin okkar og þekkir vel til - hvers vegna er ekki hlustað? Ef þetta væri fyrirkomulagið, hversu mörg pláss ætli myndu þá losna fyrir börn þeirra foreldra sem kjósa að setja börnin sín á leikskóla fyrir tveggja ára aldur? Hversu mikið myndi það létta á leikskólum landsins? Hversu mikið myndi það létta á heilbrigðiskerfinu (í nútíð og framtíð)? Hversu mikið fjármagn ætli það myndi spara? Lausnirnar eru til og lausnirnar eiga fyrst og fremst að vera með börnin okkar í huga! Ég vona að við hugsum um hag barnanna okkar þegar við göngum til sveitarstjórnarkosninga innan skamms. Tengslamyndun í lífi barna er eitt það mikilvægasta sem samfélagið getur fjárfest í og áhrif þess á allt lífið eru raunverulegri en okkur grunar. Höfundur er grafískur hönnuður, ljósmyndari og móðir.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun