Íslenski boltinn

Sýndu á bak við tjöldin frá upp­tökum á Bestu deildar aug­lýsingunni frægu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óskar Örn Hauksson á hvíta hestinum fær fyrirmæli frá tökumanni.
Óskar Örn Hauksson á hvíta hestinum fær fyrirmæli frá tökumanni. Besta deildin

Auglýsingin fyrir Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta vakti mikla athygli á dögunum enda mikið lagt í hana og léttur og skemmtilegur húmor í fyrirrúmi.

Hannes Þór Halldórsson lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið en hann tók að sér að gera þessa auglýsingu fyrir Bestu deildirnar.

Nú er hægt að sjá svipmyndir frá tjaldabaki þegar auglýsingin var tekin upp.

Þar má sjá þekkt atriði í auglýsingunni frá nýju sjónarhorni en eins svipmyndir frá því hvernig leikarar og tökufólk hafði það á milli þess að verið var að taka upp þessi ógleymanlegu atriði.

Óskar Örn Hauksson mætti auðvitað á hvíta hestinum sem virtist kunna ágætlega við sig með leikjahæsta leikmann efstu deildar karla á bakinu.

Gerð auglýsingarinnar var mikið fyrirtæki eins og sjá má hér fyrir neðan.

Klippa: Gerð auglýsingarinnar fyrir Bestu deildirnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×