Repúblikanar ætla að glæpavæða þungunarrof í Lúisíana Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2022 09:19 Þungunarrof er hitamál í Bandaríkjunum. Hér takast á stuðningsmenn og andstæðingar fyrir utan hæstaréttarbygginguna í Washington-borg árið 2020. Vísir/EPA Þungunarrof verður skilgreint sem morð og saksóknarar fá leyfi til að sækja konur til saka verði frumvarp sem fulltrúadeild ríkisþings Lúisíana í Bandaríkjunum hefur til meðferðar að lögum. Repúblikanar víða um landið hyggjast nú ganga á lagið þegar stefnir í að Hæstiréttur Bandaríkjanna ætli að afnema rétt kvenna til þungunarrofs. Frumvarpið var afgreitt út úr þingnefnd á miðvikudag. Washington Post segir að sérfræðingar telji að frumvarpið gæti einnig sett skorður við tæknifrjóvgunum og neyðargetnaðarvörn þar sem það myndi veita frjóvguðu eggi konu réttindi manneskju. Andstæðingar þungunarrofs í Bandaríkjunum telja sig nú hafa himin höndum tekið eftir að drögum að meirihlutaáliti Hæstaréttar Bandaríkjanna í máli sem varðar strangar takmarkanir við þungunarrofi í Mississippi var lekið í vikunni. Með álitinu yrði dómafordæmi hæstaréttarins um að konur njóti stjórnarskrárvarins réttar til þungunarrofs snúið við. Einstökum ríkjum væri þá frjálst að takmarka eða þungunarrof enn frekar en þegar er orðið. „Við höfum beðið í fimmtíu ár eftir að komast á þennan stað,“ sagði Danny McCormick, ríkisþingmaður repúblikana og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Lúisíana er eitt þrettán ríkja sem eru þegar með lög sem gerðu þungunarrof sjálfkrafa ólögleg falli hæstaréttardómur á þennan veg. Líkt og flest ströng þungunarrofslög í Bandaríkjunum kveða þau á um sektir og refsingar fyrir þá sem framkvæma þungunarrof. Það er nýbreytni að ætla að refsa konum sem gangast undir slíka meðferð. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins. Hljóti frumvarpið náð fyrir augum beggja deilda færi það til ríkisstjórans Johns Bel Edwards til samþykkis. Hann er demókrati en hefur engu að síður stutt lög sem takmarka aðgengi að þungunarrofi í gegnum tíðina. Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01 Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Frumvarpið var afgreitt út úr þingnefnd á miðvikudag. Washington Post segir að sérfræðingar telji að frumvarpið gæti einnig sett skorður við tæknifrjóvgunum og neyðargetnaðarvörn þar sem það myndi veita frjóvguðu eggi konu réttindi manneskju. Andstæðingar þungunarrofs í Bandaríkjunum telja sig nú hafa himin höndum tekið eftir að drögum að meirihlutaáliti Hæstaréttar Bandaríkjanna í máli sem varðar strangar takmarkanir við þungunarrofi í Mississippi var lekið í vikunni. Með álitinu yrði dómafordæmi hæstaréttarins um að konur njóti stjórnarskrárvarins réttar til þungunarrofs snúið við. Einstökum ríkjum væri þá frjálst að takmarka eða þungunarrof enn frekar en þegar er orðið. „Við höfum beðið í fimmtíu ár eftir að komast á þennan stað,“ sagði Danny McCormick, ríkisþingmaður repúblikana og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Lúisíana er eitt þrettán ríkja sem eru þegar með lög sem gerðu þungunarrof sjálfkrafa ólögleg falli hæstaréttardómur á þennan veg. Líkt og flest ströng þungunarrofslög í Bandaríkjunum kveða þau á um sektir og refsingar fyrir þá sem framkvæma þungunarrof. Það er nýbreytni að ætla að refsa konum sem gangast undir slíka meðferð. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins. Hljóti frumvarpið náð fyrir augum beggja deilda færi það til ríkisstjórans Johns Bel Edwards til samþykkis. Hann er demókrati en hefur engu að síður stutt lög sem takmarka aðgengi að þungunarrofi í gegnum tíðina.
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01 Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24
Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01
Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37