Pavel leikur hundraðasta leikinn sinn í úrslitakeppni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 13:30 Pavel Ermolinskij í leik með Valsmönnum sem hafa ekki orðið Íslandmeistarar í 39 ár. Vísir/Vilhelm Valsmaðurinn Pavel Ermolinskij verður í kvöld aðeins tíundi leikmaðurinn í sögunni sem nær að spila hundrað leiki í úrslitakeppni karla í körfubolta. Hundraðasti leikur Pavels í úrslitakeppni verður jafnframt fyrsti leikur karlaliðs Vals í úrslitaeinvígi í þrjátíu ár. Leikur eitt í úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls í úrslitakeppni karla hefst klukkan 20.30 í Origo-höllinni en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 20.00 á sömu stöð og leikurinn verður síðan gerður upp að honum loknum. Pavel og félagar í Valsliðinu hafa unnið sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni sem er ekki algengt. Hundraðasti leikur hans hefði því að öllu eðlilegu átt að koma í undanúrslitunum en það hefur bara enginn ráðið við Valsliðið í þessari úrslitakeppni. Valsmenn sópuðu þannig Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn út úr undanúrslitunum með þremur sigrum með 11,3 stigum að meðaltali og það þrátt fyrir að leik tvo leikjanna á útivelli. Pavel lék sinn fyrsta leik í úrslitakeppni með ÍR-ingum vorið 2003 en þegar hann kom aftur heim eftir atvinnumennsku þá fór hann í KR. Hann lék í KR frá 2010 til 2011 og náði þar tveimur úrslitakeppnum og eftir tvö ár í Svíþjóð kom hann heim og var lykilmaður þegar KR varð Íslandsmeistari sex ár í röð frá 2014 til 2019. Pavel hefur síðan leikið með Val í þrjú tímabil. Á öðru árinu komst liðið í úrslitakeppni í fyrsta sinn í 29 ár og nú er liðið komið í lokaúrslit í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Pavel er kominn í lokaúrslitin í áttunda skipti en hann hefur aldrei tapað þar. Pavel varð Íslandsmeistari með KR 2011, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018 og 2019. Þetta þýðir um leið að Pavel hefur verið í sigurliði í 73 af 99 leikjum sínum í úrslitakeppni sem þýðir að sigurhlutfall liða með hann innanborðs er 74 prósent. Pavel er ekki sá eini í einvíginu sem nær væntanlega hundrað leikjum því Sigurður Gunnar Þorsteinsson leikur sinn 99. leik í úrslitakeppni í kvöld. Leikir Pavel Ermolinskij í úrslitakeppni: Átta liða úrslit 84% sigurhlutfall í 32 leikjum (27 sigurleikir - 5 tapleikir) 9 einvígi unnin 2 einvígi töpuð Undanúrslit 68% sigurhlutfall í 37 leikjum (25 sigurleikir - 12 tapleikir) 8 einvígi unnin 1 einvígi tapað Lokaúrslit 70% sigurhlutfall í 30 leikjum (21 sigurleikur - 9 tapleikir) 7 einvígi unnin 0 einvígi töpuð - Flestir leikir í úrslitakeppni karla 1. Gunnar Einarsson 149 leikir 2. Guðjón Skúlason 133 leikir 3. Brynjar Þór Björnsson 130 leikir 4. Teitur Örlygsson 115 leikir 5. Darri Hilmarsson 109 leikir 6. Páll Kristinsson 106 leikir 7. Páll Axel Vilbergsson 104 leikir 7. Magnús Þór Gunnarsson 104 leikir 9. Sigurður Á. Þorvaldsson 102 leikir 10. Pavel Ermolinskij 99 leikir 11. Sigurður Gunnar Þorsteinsson 98 leikir Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Hundraðasti leikur Pavels í úrslitakeppni verður jafnframt fyrsti leikur karlaliðs Vals í úrslitaeinvígi í þrjátíu ár. Leikur eitt í úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls í úrslitakeppni karla hefst klukkan 20.30 í Origo-höllinni en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 20.00 á sömu stöð og leikurinn verður síðan gerður upp að honum loknum. Pavel og félagar í Valsliðinu hafa unnið sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni sem er ekki algengt. Hundraðasti leikur hans hefði því að öllu eðlilegu átt að koma í undanúrslitunum en það hefur bara enginn ráðið við Valsliðið í þessari úrslitakeppni. Valsmenn sópuðu þannig Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn út úr undanúrslitunum með þremur sigrum með 11,3 stigum að meðaltali og það þrátt fyrir að leik tvo leikjanna á útivelli. Pavel lék sinn fyrsta leik í úrslitakeppni með ÍR-ingum vorið 2003 en þegar hann kom aftur heim eftir atvinnumennsku þá fór hann í KR. Hann lék í KR frá 2010 til 2011 og náði þar tveimur úrslitakeppnum og eftir tvö ár í Svíþjóð kom hann heim og var lykilmaður þegar KR varð Íslandsmeistari sex ár í röð frá 2014 til 2019. Pavel hefur síðan leikið með Val í þrjú tímabil. Á öðru árinu komst liðið í úrslitakeppni í fyrsta sinn í 29 ár og nú er liðið komið í lokaúrslit í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Pavel er kominn í lokaúrslitin í áttunda skipti en hann hefur aldrei tapað þar. Pavel varð Íslandsmeistari með KR 2011, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018 og 2019. Þetta þýðir um leið að Pavel hefur verið í sigurliði í 73 af 99 leikjum sínum í úrslitakeppni sem þýðir að sigurhlutfall liða með hann innanborðs er 74 prósent. Pavel er ekki sá eini í einvíginu sem nær væntanlega hundrað leikjum því Sigurður Gunnar Þorsteinsson leikur sinn 99. leik í úrslitakeppni í kvöld. Leikir Pavel Ermolinskij í úrslitakeppni: Átta liða úrslit 84% sigurhlutfall í 32 leikjum (27 sigurleikir - 5 tapleikir) 9 einvígi unnin 2 einvígi töpuð Undanúrslit 68% sigurhlutfall í 37 leikjum (25 sigurleikir - 12 tapleikir) 8 einvígi unnin 1 einvígi tapað Lokaúrslit 70% sigurhlutfall í 30 leikjum (21 sigurleikur - 9 tapleikir) 7 einvígi unnin 0 einvígi töpuð - Flestir leikir í úrslitakeppni karla 1. Gunnar Einarsson 149 leikir 2. Guðjón Skúlason 133 leikir 3. Brynjar Þór Björnsson 130 leikir 4. Teitur Örlygsson 115 leikir 5. Darri Hilmarsson 109 leikir 6. Páll Kristinsson 106 leikir 7. Páll Axel Vilbergsson 104 leikir 7. Magnús Þór Gunnarsson 104 leikir 9. Sigurður Á. Þorvaldsson 102 leikir 10. Pavel Ermolinskij 99 leikir 11. Sigurður Gunnar Þorsteinsson 98 leikir
Leikir Pavel Ermolinskij í úrslitakeppni: Átta liða úrslit 84% sigurhlutfall í 32 leikjum (27 sigurleikir - 5 tapleikir) 9 einvígi unnin 2 einvígi töpuð Undanúrslit 68% sigurhlutfall í 37 leikjum (25 sigurleikir - 12 tapleikir) 8 einvígi unnin 1 einvígi tapað Lokaúrslit 70% sigurhlutfall í 30 leikjum (21 sigurleikur - 9 tapleikir) 7 einvígi unnin 0 einvígi töpuð - Flestir leikir í úrslitakeppni karla 1. Gunnar Einarsson 149 leikir 2. Guðjón Skúlason 133 leikir 3. Brynjar Þór Björnsson 130 leikir 4. Teitur Örlygsson 115 leikir 5. Darri Hilmarsson 109 leikir 6. Páll Kristinsson 106 leikir 7. Páll Axel Vilbergsson 104 leikir 7. Magnús Þór Gunnarsson 104 leikir 9. Sigurður Á. Þorvaldsson 102 leikir 10. Pavel Ermolinskij 99 leikir 11. Sigurður Gunnar Þorsteinsson 98 leikir
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti