Lífið

Stóra stundin rennur upp hjá Sólveigu Birtu í kvöld

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sólveig Birta syngur á úrslitakvöldi The Voice Kids í kvöld.
Sólveig Birta syngur á úrslitakvöldi The Voice Kids í kvöld. Vísir

Í kvöld fara fram úrslit í söngvakeppninni The Voice Kids Germany. Sólveig Birta Hannesdóttir, 13 ára Íslendingur, er einn keppanda.

Sólveig hefur slegið rækilega í gegn í keppninni og hefur söngur henni skilað henni alla leið í úrslit. Þar keppir hún við átta aðra keppendur á aldrinum sjö til fimmtán ára. 

Það vildu allir dómarar fá Sólveigu í sitt teymi eftir fyrstu áheyrnarprufu hennar þar sem hún söng lagið California Dreamin‘ með hljómsveitinni The Mamas & The Papas. Hún söng lagið aftur í undanúrslitunum og hlaut sæti í úrslitunum fyrir. 

Sólveig býr í borginni Hard í Austurríki ásamt foreldrum sínum þeim Hörpu Jóhannsdóttur og Hannesi Jóni Jónssyni. Hannes er fyrrum landsliðsmaður í handbolta og þjálfar karlalið Apla Hard í efstu deild Austurríkis.

Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 18:15 á íslenskum tíma og er sýnd á sjónvarpsstöð ITV Studios Germany. Íslendingar geta tekið þátt í kosningunni á heimasíðu The Voice.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×