Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 1-1 | Fram náði í stig í Garðabænum Sindri Már Fannarsson skrifar 7. maí 2022 18:37 vísir/Hulda margrét Það voru tvær ólíka leikmyndir í hálfleikjunum en Framarar yfirspiluðu Stjörnumenn allan fyrri hálfleikinn og gátu Stjörnumenn prísað sig sæla að vera einungis einu marki undir þegar flautað var til hálfleiks. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir en hann tók frákast frá skoti Alexs Freys Elíssonar sem Haraldur Björnsson varði. Á þeim tímapunkti hafði markið legið í loftinu í nokkurn tíma. Guðmundur að skora í öðrum leiknum í röð. Strax við upphaf seinni hálfleiks mátti sjá að Stjörnumenn voru talsvert sprækari en í þeim fyrri. Þeir tóku algjörlega yfir leikinn og á 69. mínútu skoraði Emil Atlason fallegt skallamark eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu frá Jóhanni Árna. Þetta var fimmta deildarmark Emils í sumar. Talsverður hiti var í leiknum í seinni hálfleik og Stjörnumenn stunduðu það að taka niður leikmenn Fram til þess að fyrirbyggja skyndisóknir en Stjörnumenn söfnuðu hvorki meira né minna en fimm gulum spjöldum. Einnig var Óli Valur Ómarsson, leikmaður Stjörnunnar, borinn útaf á sjúkrabekk í byrjun seinni hálfleik en ekki er ljóst enn hvort um alvarleg meiðsli sé að ræða. Í framlengingu hefði leikurinn svo geta dottið hvoru megin sem er. Fram áttu dauðafæri sem Stjörnumenn björguðu á línu, brunuðu framm og áttu sjálfir dauðafæri þar sem Framarar björguðu á línu. Ljóst er að bæði lið geta gengið af velli ánægð með stigið. Jón Þór: Frammistaðan hefur verið stigvaxandi „Frammistaðan hefur bara verið stigvaxandi hjá okkur finnst mér. Okkur vantar kannski smá sjálfstraust og þor til þess að klára leikina til að fá þrjú stig. Við höfum verið bara hægt og hljótt að koma okkur betur og betur inní þetta.“ Sagði Jón Þórir, þjálfari Fram í samtali við Vísi eftir leik. Hann segir mun á efstu og næstefstu deild en að þeir séu að komast á rétta braut. „...að höndla tempóið því að það er töluvert meira tempó og minni tími á boltann og annað slíkt í þessari deild heldur er í deildinni sem við vorum að klára í fyrra.“ Ágúst Þór: Við getum eiginlega talað um frammistöðu tveggja hálfleikja. „Við mættum í rauninni ekki í fyrri hálfleikinn fannst mér. Framararnir gengu á lagið og skoruðu mark á okkur og voru töluvert betri, bara í öllum návígjum og voru góðir á boltann. Það voru gæði í Fram liðinu sem við réðum ekki við og við vorum bara ekki mættir. Við fórum aðeins yfir hlutina í seinni hálfleik og það var allt annað að sjá liðið sem kom út í seinni og við herjuðum á þá á köflum og náðum að jafna. Svo síðustu fimm þá var þetta svona fram og til baka og hefði getað lent hvoru megin sem var.“ Sagði Ágúst Þór Gylfason í samtalið við Vísi eftir leik. Aðspurður hvort að komnar væru einhverjar fréttir af meiðslum Óla Vals sagði hann að það væri ekkert orðið ljóst strax. „Ég er ekki viss. Sjúkraþjálfarinn er með honum núna og er að skoða hann. Það kemur í ljós kannski á eftir eða á morgun.“ Af hverju varð jafntefli? Jafntefli verður að teljast sanngjörn niðurstaða í þessum leik. Framarar voru talsvert betri í fyrri hálfleik en Stjörnumenn í þeim seinni. Ef leikurinn hefði unnist hefði hann unnist í framlengingu öðru hvoru megin, en leikurinn var mjög jafn á heildina litið. Hverjir stóðu upp úr? Varnarmenn Fram áttu frábæran leik. Delphin Tshiembe átti góðan leik og sömuleiðis bakverðir fram, sem voru snöggir að breyta vörn í sókn. Leikurinn hefði farið á allt annan veg ef ekki hefði verið fyrir varnarmenn Fram. Hvað gerist næst? Liðin tvö munu mæta toppliðunum tveimur frá því í fyrra á útivelli, en Stjarnan heimsækir Breiðablik á Kópavogsvelli á miðvikudagskvöld og Fram kíkja á Víkinga í Víkinni á fimmtudagskvöld. Besta deild karla Stjarnan Fram
Það voru tvær ólíka leikmyndir í hálfleikjunum en Framarar yfirspiluðu Stjörnumenn allan fyrri hálfleikinn og gátu Stjörnumenn prísað sig sæla að vera einungis einu marki undir þegar flautað var til hálfleiks. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir en hann tók frákast frá skoti Alexs Freys Elíssonar sem Haraldur Björnsson varði. Á þeim tímapunkti hafði markið legið í loftinu í nokkurn tíma. Guðmundur að skora í öðrum leiknum í röð. Strax við upphaf seinni hálfleiks mátti sjá að Stjörnumenn voru talsvert sprækari en í þeim fyrri. Þeir tóku algjörlega yfir leikinn og á 69. mínútu skoraði Emil Atlason fallegt skallamark eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu frá Jóhanni Árna. Þetta var fimmta deildarmark Emils í sumar. Talsverður hiti var í leiknum í seinni hálfleik og Stjörnumenn stunduðu það að taka niður leikmenn Fram til þess að fyrirbyggja skyndisóknir en Stjörnumenn söfnuðu hvorki meira né minna en fimm gulum spjöldum. Einnig var Óli Valur Ómarsson, leikmaður Stjörnunnar, borinn útaf á sjúkrabekk í byrjun seinni hálfleik en ekki er ljóst enn hvort um alvarleg meiðsli sé að ræða. Í framlengingu hefði leikurinn svo geta dottið hvoru megin sem er. Fram áttu dauðafæri sem Stjörnumenn björguðu á línu, brunuðu framm og áttu sjálfir dauðafæri þar sem Framarar björguðu á línu. Ljóst er að bæði lið geta gengið af velli ánægð með stigið. Jón Þór: Frammistaðan hefur verið stigvaxandi „Frammistaðan hefur bara verið stigvaxandi hjá okkur finnst mér. Okkur vantar kannski smá sjálfstraust og þor til þess að klára leikina til að fá þrjú stig. Við höfum verið bara hægt og hljótt að koma okkur betur og betur inní þetta.“ Sagði Jón Þórir, þjálfari Fram í samtali við Vísi eftir leik. Hann segir mun á efstu og næstefstu deild en að þeir séu að komast á rétta braut. „...að höndla tempóið því að það er töluvert meira tempó og minni tími á boltann og annað slíkt í þessari deild heldur er í deildinni sem við vorum að klára í fyrra.“ Ágúst Þór: Við getum eiginlega talað um frammistöðu tveggja hálfleikja. „Við mættum í rauninni ekki í fyrri hálfleikinn fannst mér. Framararnir gengu á lagið og skoruðu mark á okkur og voru töluvert betri, bara í öllum návígjum og voru góðir á boltann. Það voru gæði í Fram liðinu sem við réðum ekki við og við vorum bara ekki mættir. Við fórum aðeins yfir hlutina í seinni hálfleik og það var allt annað að sjá liðið sem kom út í seinni og við herjuðum á þá á köflum og náðum að jafna. Svo síðustu fimm þá var þetta svona fram og til baka og hefði getað lent hvoru megin sem var.“ Sagði Ágúst Þór Gylfason í samtalið við Vísi eftir leik. Aðspurður hvort að komnar væru einhverjar fréttir af meiðslum Óla Vals sagði hann að það væri ekkert orðið ljóst strax. „Ég er ekki viss. Sjúkraþjálfarinn er með honum núna og er að skoða hann. Það kemur í ljós kannski á eftir eða á morgun.“ Af hverju varð jafntefli? Jafntefli verður að teljast sanngjörn niðurstaða í þessum leik. Framarar voru talsvert betri í fyrri hálfleik en Stjörnumenn í þeim seinni. Ef leikurinn hefði unnist hefði hann unnist í framlengingu öðru hvoru megin, en leikurinn var mjög jafn á heildina litið. Hverjir stóðu upp úr? Varnarmenn Fram áttu frábæran leik. Delphin Tshiembe átti góðan leik og sömuleiðis bakverðir fram, sem voru snöggir að breyta vörn í sókn. Leikurinn hefði farið á allt annan veg ef ekki hefði verið fyrir varnarmenn Fram. Hvað gerist næst? Liðin tvö munu mæta toppliðunum tveimur frá því í fyrra á útivelli, en Stjarnan heimsækir Breiðablik á Kópavogsvelli á miðvikudagskvöld og Fram kíkja á Víkinga í Víkinni á fimmtudagskvöld.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti