Júrógarðurinn var auðvitað á staðnum og síðar í dag mun birtast þáttur um viðburðinn með viðtölum við keppendur og skemmtilegum augnablikum frá túrkís dreglinum. Hér fyrir neðan má sjá nokkra keppendur sem vöktu mikla athygli fyrir utan Reggia di Venaria í gær.
Við ræddum við íslensku keppendurna á viðburðinum í gær og má horfa á viðtalið hér fyrir neðan. Síðar í dag birtist svo sérstakur þáttur af Júrógarðinum um þennan skrautlega viðburð.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum.
Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.