Uppgjör á fjórðu umferðinni í Bestu: „Bara búið að vera vitleysa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2022 11:01 Blikar skoruðu fimm mörk í fjórðu umferðinni og eiga líka flesta leikmenn í liði umferðarinn. Vísir/Hulda Margrét Fjórða umferð Bestu deildar karla í fótbolta kláraðist í gær og Stúkan gerði upp umferðina í gærkvöldi. Stúkumenn völdu lið umferðarinnar, leikmann umferðarinnar og mark umferðarinnar. Blikar og KA-menn eru áberandi í lið fjórðu umferðarinnar en fimm leikmenn Breiðabliks og þrír leikmenn KA komust í liðið. Þjálfari liðsins er síðan Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir 5-1 sigur Breiðabliks upp á Skaga. Besti leikmaðurinn í fjórðu umferðinni var heitasti maður Bestu deildarinnar. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö mörk í sigrinum á Skagamönnum og annað þeirra var líka valið mark umferðarinnar. „Hann er búinn að vera algjörlega stórkostlegur,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur í Stúkunni. „Þetta er bara búið að vera vitleysa svo að við orðum þetta eins og það er. Ég kann vel að meta að hann skuli ekki að vera fagna á móti Skaganum,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar. „Það var virðingarvert hjá honum að gera það ekki í ljósi þess að hann var búinn að birta af sér bumbumyndina og annað. Það er frábært að sjá að Óskar og Dóri hafi komið drengnum í stand,“ sagði Þorkell Máni. „Hann kom alltaf í fyrra í svona í einum og einum Skagaleik og þá sá maður gæðin. Hann er heldur betur búinn að sýna það í upphafi tímabilsins,“ sagði Þorkell Máni. Klippa: Stúkan: Uppgjör fjórðu umferðar Bestu deildar karla „Hann er skellihlæjandi eftir þessa fjórðu umferð, Ísak Snær Þorvaldsson,“ sagði Ríkharð Guðnason þegar hann tilkynnti að Ísak ætti einnig mark umferðarinnar. „Hann má vera það enda búinn að vera frábær. Hann er enn einn ungi leikmaðurinn sem er að stíga upp. Þakið hjá þessum dreng held ég að sé ansi hátt. Ef hann kemst í gott líkamlegt stand eins og hann er kominn í núna og hann er kominn með sjálfstraust. Hann gæti farið langt,“ sagði Reynir. „Maður sér heldur ekki hvernig menn ætla að reyna að ráða við hann. Hann er allt öðruvísi líkamlega sterkur með þyngdarpunkt öfugt við margir aðrir leikmenn í þessari deild,“ sagði Þorkell. Það má sjá val Stúkunnar hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má sjá markasyrpu umferðarinnar. Klippa: Stúkan: Markasyrpa fjórðu umferðar Bestu deildar karla Besta deild karla Stúkan Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Stúkumenn völdu lið umferðarinnar, leikmann umferðarinnar og mark umferðarinnar. Blikar og KA-menn eru áberandi í lið fjórðu umferðarinnar en fimm leikmenn Breiðabliks og þrír leikmenn KA komust í liðið. Þjálfari liðsins er síðan Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir 5-1 sigur Breiðabliks upp á Skaga. Besti leikmaðurinn í fjórðu umferðinni var heitasti maður Bestu deildarinnar. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö mörk í sigrinum á Skagamönnum og annað þeirra var líka valið mark umferðarinnar. „Hann er búinn að vera algjörlega stórkostlegur,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur í Stúkunni. „Þetta er bara búið að vera vitleysa svo að við orðum þetta eins og það er. Ég kann vel að meta að hann skuli ekki að vera fagna á móti Skaganum,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar. „Það var virðingarvert hjá honum að gera það ekki í ljósi þess að hann var búinn að birta af sér bumbumyndina og annað. Það er frábært að sjá að Óskar og Dóri hafi komið drengnum í stand,“ sagði Þorkell Máni. „Hann kom alltaf í fyrra í svona í einum og einum Skagaleik og þá sá maður gæðin. Hann er heldur betur búinn að sýna það í upphafi tímabilsins,“ sagði Þorkell Máni. Klippa: Stúkan: Uppgjör fjórðu umferðar Bestu deildar karla „Hann er skellihlæjandi eftir þessa fjórðu umferð, Ísak Snær Þorvaldsson,“ sagði Ríkharð Guðnason þegar hann tilkynnti að Ísak ætti einnig mark umferðarinnar. „Hann má vera það enda búinn að vera frábær. Hann er enn einn ungi leikmaðurinn sem er að stíga upp. Þakið hjá þessum dreng held ég að sé ansi hátt. Ef hann kemst í gott líkamlegt stand eins og hann er kominn í núna og hann er kominn með sjálfstraust. Hann gæti farið langt,“ sagði Reynir. „Maður sér heldur ekki hvernig menn ætla að reyna að ráða við hann. Hann er allt öðruvísi líkamlega sterkur með þyngdarpunkt öfugt við margir aðrir leikmenn í þessari deild,“ sagði Þorkell. Það má sjá val Stúkunnar hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má sjá markasyrpu umferðarinnar. Klippa: Stúkan: Markasyrpa fjórðu umferðar Bestu deildar karla
Besta deild karla Stúkan Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki