Valsmenn geta tekið met af Keflavík frá tíma Damons og Ed Saunders Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2022 13:01 Valsmenn fagna hér Pavel Ermolinskij, sem liggur á gólfinu, eftir að Stólarnir klikkuðu á lokaskotinu. Vísir/Bára Dröfn Körfuboltalið Valsmanna slógu met eitt met í leik eitt í úrslitaeinvígi Subway deildar karla og geta slegið annað met í leik tvö í kvöld. Valsmenn urðu nefnilega með sigri á Tindastól á föstudagskvöldið fyrsta liðið í sögu úrslitakeppni til að vinna sjö fyrstu leiki sína í einni úrslitakeppni. Í kvöld geta þeir orðið eina liðið til að vinna átta leiki í röð í sömu úrslitakeppni. Valsmenn sópuðu bikarmeisturum Stjörnunnar út úr átta liða úrslitunum og fylgdu því eftir með því að vinna 3-0 sigur í einvíginu á móti Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn. Valsmenn unnu síðan leik eitt í úrslitaeinvíginu á móti Tindastól en leikur tvö fer fram á Sauðárkróki klukkan 20.15 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.45. Með því að vinna sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni í ár þá sló Valsliðið met sem var áður í eigu þriggja liða. Snæfellingar voru fyrstir til að vinna sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni árið 2004, en KR-ingar léku það eftir 2009 sem og Keflvíkingar í fyrra. Annað met er í boði í kvöld en Valsmenn jöfnuðu met Keflvíkinga frá árinu 2003 með því að vinna sinn sjöunda leik í röð. Keflvíkingar töpuðu í leik tvö í átta liða úrslitum fyrir nítján árum síðan en unnu síðan rest, fyrst oddaleik á móti ÍR og svo 3-0 sigur á Njarðvík í undanúrslitum og 3-0 sigur á Grindavík í úrslitaeinvíginu. Í þessu Íslandsmeistaraliði Keflavíkur þá var Damon Johnson orðinn Íslendingur og bandaríski leikmaður liðsins var miðherjinn öflugi Edmund Saunders. Í úrslitakeppninni voru þeir með 27,6 stig og 8,1 stoðsending (Damon) og 25,4 stig og 12,1 frákast (Ed) að meðaltali í níu leikjum. Í þessu Keflavíkurliðið voru einnig menn eins og Magnús Þór Gunnarsson, Guðjón Skúlason, Falur Harðarson, Sverrir Þór Sverrisson og Gunnar Einarsson svo einhverjir séu nefndir. Þjálfari liðsins var Sigurður Ingimundarson. Valsliðið getur því í kvöld orðið fyrsta liðið í sögu úrslitakeppni karla í körfubolta til að vinna átta leiki í röð í sömu úrslitakeppni. Flestir sigurleikir í röð frá upphafi úrslitakeppni: 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Keflavík 2021 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 6 - KR 2009 (tap í öðrum leik í úrslitum) 6 - Snæfel 2004 (tap í öðrum leik í úrslitum) 5 - KR 2014 (tap í þriðja leik í undanúrsltuum) 5 - Grindavík 1997 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 5 - KR 1990 (tapaði ekki leik) - Flestir sigurleikir í röð í einni úrslitakeppni: 7 - Keflavík 2003 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Njarðvík 2001 6 - Snæfell 2004 6 - Keflavík 2008 6 - KR 2009 6 - Keflavík 2021 Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Enski boltinn Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Formúla 1 Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Valsmenn urðu nefnilega með sigri á Tindastól á föstudagskvöldið fyrsta liðið í sögu úrslitakeppni til að vinna sjö fyrstu leiki sína í einni úrslitakeppni. Í kvöld geta þeir orðið eina liðið til að vinna átta leiki í röð í sömu úrslitakeppni. Valsmenn sópuðu bikarmeisturum Stjörnunnar út úr átta liða úrslitunum og fylgdu því eftir með því að vinna 3-0 sigur í einvíginu á móti Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn. Valsmenn unnu síðan leik eitt í úrslitaeinvíginu á móti Tindastól en leikur tvö fer fram á Sauðárkróki klukkan 20.15 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.45. Með því að vinna sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni í ár þá sló Valsliðið met sem var áður í eigu þriggja liða. Snæfellingar voru fyrstir til að vinna sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni árið 2004, en KR-ingar léku það eftir 2009 sem og Keflvíkingar í fyrra. Annað met er í boði í kvöld en Valsmenn jöfnuðu met Keflvíkinga frá árinu 2003 með því að vinna sinn sjöunda leik í röð. Keflvíkingar töpuðu í leik tvö í átta liða úrslitum fyrir nítján árum síðan en unnu síðan rest, fyrst oddaleik á móti ÍR og svo 3-0 sigur á Njarðvík í undanúrslitum og 3-0 sigur á Grindavík í úrslitaeinvíginu. Í þessu Íslandsmeistaraliði Keflavíkur þá var Damon Johnson orðinn Íslendingur og bandaríski leikmaður liðsins var miðherjinn öflugi Edmund Saunders. Í úrslitakeppninni voru þeir með 27,6 stig og 8,1 stoðsending (Damon) og 25,4 stig og 12,1 frákast (Ed) að meðaltali í níu leikjum. Í þessu Keflavíkurliðið voru einnig menn eins og Magnús Þór Gunnarsson, Guðjón Skúlason, Falur Harðarson, Sverrir Þór Sverrisson og Gunnar Einarsson svo einhverjir séu nefndir. Þjálfari liðsins var Sigurður Ingimundarson. Valsliðið getur því í kvöld orðið fyrsta liðið í sögu úrslitakeppni karla í körfubolta til að vinna átta leiki í röð í sömu úrslitakeppni. Flestir sigurleikir í röð frá upphafi úrslitakeppni: 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Keflavík 2021 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 6 - KR 2009 (tap í öðrum leik í úrslitum) 6 - Snæfel 2004 (tap í öðrum leik í úrslitum) 5 - KR 2014 (tap í þriðja leik í undanúrsltuum) 5 - Grindavík 1997 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 5 - KR 1990 (tapaði ekki leik) - Flestir sigurleikir í röð í einni úrslitakeppni: 7 - Keflavík 2003 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Njarðvík 2001 6 - Snæfell 2004 6 - Keflavík 2008 6 - KR 2009 6 - Keflavík 2021
Flestir sigurleikir í röð frá upphafi úrslitakeppni: 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Keflavík 2021 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 6 - KR 2009 (tap í öðrum leik í úrslitum) 6 - Snæfel 2004 (tap í öðrum leik í úrslitum) 5 - KR 2014 (tap í þriðja leik í undanúrsltuum) 5 - Grindavík 1997 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 5 - KR 1990 (tapaði ekki leik) - Flestir sigurleikir í röð í einni úrslitakeppni: 7 - Keflavík 2003 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Njarðvík 2001 6 - Snæfell 2004 6 - Keflavík 2008 6 - KR 2009 6 - Keflavík 2021
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Enski boltinn Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Formúla 1 Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira