Lætur samanburðinn við pabba og afa ekki trufla sig Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2022 15:30 Sveinn Aron fagnar marki með Andra Lucasi bróður sínum gegn Liechtenstein í fyrra. vísir/vilhelm Sveinn Aron Guðjohnsen hefur farið vel af stað í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar og þegar skorað jafnmörg mörk og á síðustu leiktíð. Hann segir samanburðinn við föður sinn og afa ekki trufla sig. Sveinn, sem er 23 ára, hlaut fótboltauppeldi hjá Barcelona þar sem Eiður Smári pabbi hans spilaði. Í meistaraflokki hefur hann leikið á Íslandi, Ítalíu og í Danmörku áður en hann kom svo til Elfsborg í ágúst og náði að skora þrjú mörk í ellefu deildarleikjum. Sveinn hefur svo skorað þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum í ár, þrátt fyrir að hafa aðeins fengið einn leik í byrjunarliði. „Mér finnst hafa gengið vel. Ég hef komið inn af bekknum og staðið mig ágætlega,“ segir Sveinn í viðtali við Fotbollskanalen. Sveinn Aron Gudjohnsen (1998) scores every 48th minute for @IFElfsborg1904 in Allsvenskan. Goal machine pic.twitter.com/u7sM86Ciwn— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) May 5, 2022 „Ég er orðinn vanur þessu“ Sænski miðillinn minnir á að Sveinn sé sonur Eiðs sem og Arnórs Guðjohnsen sem lauk einmitt atvinnumannsferlinum með eftirminnilegum hætti í Svíþjóð. „Þetta hefur alltaf verið venjulegt fyrir mér. Ég þekki ekkert annað en að tilheyra þessari fjölskyldu svo að þetta er bara mjög eðlilegt fyrir mér,“ segir Sveinn. En er erfitt að lifa með samanburðinum við pabba og afa? „Ég hugsa ekkert um það. Þetta hefur alltaf verið svona og verður alltaf svona. Ég er orðinn vanur þessu,“ segir Sveinn sem lék sinn fyrsta A-landsleik í fyrra og hefur nú spilað tólf slíka. Aðspurður hvort að alltaf hafi verið gerðar miklar væntingar til hans á Íslandi svarar Sveinn: „Væntingarnar koma meira frá sjálfum mér en nokkrum öðrum, svo ég hef aðallega fundið fyrir þeim frá mér sjálfum.“ Næsti leikur Sveins og félaga er á heimavelli gegn Djurgården í dag. Sigur gæti fleytt Elfsborg upp í 4. sæti. Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Sveinn, sem er 23 ára, hlaut fótboltauppeldi hjá Barcelona þar sem Eiður Smári pabbi hans spilaði. Í meistaraflokki hefur hann leikið á Íslandi, Ítalíu og í Danmörku áður en hann kom svo til Elfsborg í ágúst og náði að skora þrjú mörk í ellefu deildarleikjum. Sveinn hefur svo skorað þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum í ár, þrátt fyrir að hafa aðeins fengið einn leik í byrjunarliði. „Mér finnst hafa gengið vel. Ég hef komið inn af bekknum og staðið mig ágætlega,“ segir Sveinn í viðtali við Fotbollskanalen. Sveinn Aron Gudjohnsen (1998) scores every 48th minute for @IFElfsborg1904 in Allsvenskan. Goal machine pic.twitter.com/u7sM86Ciwn— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) May 5, 2022 „Ég er orðinn vanur þessu“ Sænski miðillinn minnir á að Sveinn sé sonur Eiðs sem og Arnórs Guðjohnsen sem lauk einmitt atvinnumannsferlinum með eftirminnilegum hætti í Svíþjóð. „Þetta hefur alltaf verið venjulegt fyrir mér. Ég þekki ekkert annað en að tilheyra þessari fjölskyldu svo að þetta er bara mjög eðlilegt fyrir mér,“ segir Sveinn. En er erfitt að lifa með samanburðinum við pabba og afa? „Ég hugsa ekkert um það. Þetta hefur alltaf verið svona og verður alltaf svona. Ég er orðinn vanur þessu,“ segir Sveinn sem lék sinn fyrsta A-landsleik í fyrra og hefur nú spilað tólf slíka. Aðspurður hvort að alltaf hafi verið gerðar miklar væntingar til hans á Íslandi svarar Sveinn: „Væntingarnar koma meira frá sjálfum mér en nokkrum öðrum, svo ég hef aðallega fundið fyrir þeim frá mér sjálfum.“ Næsti leikur Sveins og félaga er á heimavelli gegn Djurgården í dag. Sigur gæti fleytt Elfsborg upp í 4. sæti.
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira