Íþróttakennari án aðstöðu Ómar Freyr Rafnsson skrifar 10. maí 2022 16:31 Ég tel mig nokkuð viss um að ég tali fyrir hönd flestra íþróttakennara þegar ég segi að eitt af því skemmtilegasta í lífi íþróttakennarans er tilhugsunin að fá að hitta nemendur skólans yfir kennsluvikuna. Það er svo skemmtilegt að hitta nemendur, kenna þeim og kynnast. Einn stærsti gallinn, eða mesta áskorunin, er örugglega eins og margir íþróttakennarar hér í Hafnarfirði þekkja; bág aðstaða til íþróttakennslu eins og staðan er í dag við Öldutúnsskóla, Hvaleyrarskóla og Áslandsskóla. Samkvæmt skipulagi var og er gert ráð fyrir íþróttahúsi við Öldutúnsskóla. Því miður hefur ekki tekist að koma því til framkvæmda og féll það niður eins og svo margt annað eftir að íslenska þjóðin gekk í gegnum hrunið sem hafði áhrif á allt samfélagið. Margt gott hefur áunnist fyrir íþróttahreyfinguna hér í Hafnarfirði. Knatthús í fullri stærð hefur risið í Kaplakrika fyrir bæði yngri og eldri iðkendur, körfuknattleikshús er komið upp hjá Haukum og nýlega var samþykkt að knatthús muni rísa á Ásvöllum svo fátt eitt sé nefnt. Skarðshlíðarskóli reis og með honum glæsileg aðstaða til íþróttakennslu fyrir nemendur, sama má segja um Lækjarskóla þar sem bæði er hægt að senda nemendur í sund og íþróttir á sama stað. Enn er þó staðan þannig að Öldutúnsskóli situr eftir og hefur ekki ennþá fengið íþróttahús fyrir sína nemendur og eru þeir þess í stað sendir með rútu í nálæg íþróttahús hér í bænum. Nú ætti að vera kominn tími á að við förum í þær framkvæmdir að byggja fyrir okkar nemendur íþróttahús. Ekki bara við Öldutúnsskóla, heldur líka Hvaleyraskóla og Áslandsskóla. Þessi hús er vel hægt að nýta t.d. fyrir eldra fólk í hverfum til frekari heilsueflingar eftir að skilgreindu skólastarfi lýkur, hægt að nýta fyrir íþróttahópa og fleira. Það var því ánægjulegt að sjá að Framsókn í Hafnarfirði er með það á sinni málefnaskrá að hefja undirbúning að byggingu íþróttahúsa við þessa skóla. Það er kominn tími til. Það er ljóst að framtíðin ræðst á miðjunni hér í Hafnarfirði. Ég mun setja x við B. Höfundur er íþróttakennari í Öldutúnsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Íþróttir barna Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ég tel mig nokkuð viss um að ég tali fyrir hönd flestra íþróttakennara þegar ég segi að eitt af því skemmtilegasta í lífi íþróttakennarans er tilhugsunin að fá að hitta nemendur skólans yfir kennsluvikuna. Það er svo skemmtilegt að hitta nemendur, kenna þeim og kynnast. Einn stærsti gallinn, eða mesta áskorunin, er örugglega eins og margir íþróttakennarar hér í Hafnarfirði þekkja; bág aðstaða til íþróttakennslu eins og staðan er í dag við Öldutúnsskóla, Hvaleyrarskóla og Áslandsskóla. Samkvæmt skipulagi var og er gert ráð fyrir íþróttahúsi við Öldutúnsskóla. Því miður hefur ekki tekist að koma því til framkvæmda og féll það niður eins og svo margt annað eftir að íslenska þjóðin gekk í gegnum hrunið sem hafði áhrif á allt samfélagið. Margt gott hefur áunnist fyrir íþróttahreyfinguna hér í Hafnarfirði. Knatthús í fullri stærð hefur risið í Kaplakrika fyrir bæði yngri og eldri iðkendur, körfuknattleikshús er komið upp hjá Haukum og nýlega var samþykkt að knatthús muni rísa á Ásvöllum svo fátt eitt sé nefnt. Skarðshlíðarskóli reis og með honum glæsileg aðstaða til íþróttakennslu fyrir nemendur, sama má segja um Lækjarskóla þar sem bæði er hægt að senda nemendur í sund og íþróttir á sama stað. Enn er þó staðan þannig að Öldutúnsskóli situr eftir og hefur ekki ennþá fengið íþróttahús fyrir sína nemendur og eru þeir þess í stað sendir með rútu í nálæg íþróttahús hér í bænum. Nú ætti að vera kominn tími á að við förum í þær framkvæmdir að byggja fyrir okkar nemendur íþróttahús. Ekki bara við Öldutúnsskóla, heldur líka Hvaleyraskóla og Áslandsskóla. Þessi hús er vel hægt að nýta t.d. fyrir eldra fólk í hverfum til frekari heilsueflingar eftir að skilgreindu skólastarfi lýkur, hægt að nýta fyrir íþróttahópa og fleira. Það var því ánægjulegt að sjá að Framsókn í Hafnarfirði er með það á sinni málefnaskrá að hefja undirbúning að byggingu íþróttahúsa við þessa skóla. Það er kominn tími til. Það er ljóst að framtíðin ræðst á miðjunni hér í Hafnarfirði. Ég mun setja x við B. Höfundur er íþróttakennari í Öldutúnsskóla.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun