Bestu mörkin ræddu samsæriskenningu Nik Þróttara um Ása dómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2022 10:31 Nik Anthony Chamberlain var ósáttur með jöfnunarmark Selfoss á móti Þrótti. Vísir/Vilhelm Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna, er ekki sáttur með dómarann Ásmund Þór Sveinsson sem hann sakar um að stunda það að gera mistök gegn hans liði. Bestu mörkin ræddu þessi nýjustu „mistök“ Ása dómara. Selfoss skoraði jöfnunarmark sitt á móti Þrótti í 3. umferð Bestu deildarinnar eftir að María Eva Eyjólfsdóttir, varnarmaður Þróttar, féll í grasið í undirbúningnum. Nik vildi aukaspyrnu en dómarinn dæmdi ekki neitt. Bestu mörkin sýndu viðtalið við þjálfara Þróttar eftir leikinn. „Einu sinni enn gerir þessi dómari, Ási, mistök. Þetta er framhaldssaga hjá honum í leikjum okkar. Á síðasta tímabili gerði hann tvö mistök, í útileik á móti Fylki og í útileik á móti Breiðabliki, sem kostaði okkur mörk. Þetta var það þriðja,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, í viðtalinu eftir leikinn. Klippa: Bestu mörk kvenna: Nik og Ási dómari Nik heldur því fram að þetta sé staðreynd því hann hafi komist yfir matið á frammistöðu dómaranna. „Ég hef séð matið á dómurunum og þar voru þessi atvik skráð sem mistök. Þetta er í þriðja sinn sem hann gerir mistök sem bitna á okkur og það er eitthvað sem þarf að breytast,“ sagði Nik. Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, kom þá í mynd og kallaði eftir umræðum um atvikið sem Nik var svo ósáttur við. „Ég verð að spyrja ykkur út í brotið. Við Kári (Snædal, framleiðslustjóri) fórum aðeins yfir þetta. Ég veit að Nik var ósáttur við þetta,“ sagði Helena. „María dettur mjög auðveldlega. Barbára (Sól Gísladóttir) er vissulega með hendurnar eitthvað í henni en hún er komin í þannig stöðu, komin á hælana og fellur bara aftur,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Þetta er bara fótbolti eins og hann á að vera,“ sagði Helena. „Það hefði verið ‚soft' að dæma á þetta,“ skaut Sonný inn í áður en Margrét Lára Viðarsdóttir tók orðið. „Það hefði verið það en maður skilur Þróttarana að vera svekktir að fá ekki dæmt á þetta af því að þeir sjá leikmanninn liggja og það virðist vera einhver snerting. Fyrir mitt leiti er þetta ekki aukaspyrna,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá atvikið og umfjöllunina hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Bestu mörkin Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Selfoss skoraði jöfnunarmark sitt á móti Þrótti í 3. umferð Bestu deildarinnar eftir að María Eva Eyjólfsdóttir, varnarmaður Þróttar, féll í grasið í undirbúningnum. Nik vildi aukaspyrnu en dómarinn dæmdi ekki neitt. Bestu mörkin sýndu viðtalið við þjálfara Þróttar eftir leikinn. „Einu sinni enn gerir þessi dómari, Ási, mistök. Þetta er framhaldssaga hjá honum í leikjum okkar. Á síðasta tímabili gerði hann tvö mistök, í útileik á móti Fylki og í útileik á móti Breiðabliki, sem kostaði okkur mörk. Þetta var það þriðja,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, í viðtalinu eftir leikinn. Klippa: Bestu mörk kvenna: Nik og Ási dómari Nik heldur því fram að þetta sé staðreynd því hann hafi komist yfir matið á frammistöðu dómaranna. „Ég hef séð matið á dómurunum og þar voru þessi atvik skráð sem mistök. Þetta er í þriðja sinn sem hann gerir mistök sem bitna á okkur og það er eitthvað sem þarf að breytast,“ sagði Nik. Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, kom þá í mynd og kallaði eftir umræðum um atvikið sem Nik var svo ósáttur við. „Ég verð að spyrja ykkur út í brotið. Við Kári (Snædal, framleiðslustjóri) fórum aðeins yfir þetta. Ég veit að Nik var ósáttur við þetta,“ sagði Helena. „María dettur mjög auðveldlega. Barbára (Sól Gísladóttir) er vissulega með hendurnar eitthvað í henni en hún er komin í þannig stöðu, komin á hælana og fellur bara aftur,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Þetta er bara fótbolti eins og hann á að vera,“ sagði Helena. „Það hefði verið ‚soft' að dæma á þetta,“ skaut Sonný inn í áður en Margrét Lára Viðarsdóttir tók orðið. „Það hefði verið það en maður skilur Þróttarana að vera svekktir að fá ekki dæmt á þetta af því að þeir sjá leikmanninn liggja og það virðist vera einhver snerting. Fyrir mitt leiti er þetta ekki aukaspyrna,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá atvikið og umfjöllunina hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Bestu mörkin Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira