Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-2 KR | Vesturbæingar sóttu stigin þrjú til Eyja Einar Kárason skrifar 11. maí 2022 20:00 vísir/Hulda Margrét Eyjamenn þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í Bestu deild karla. KR-ingar sóttu stigin þrjú á Hásteinsvelli þar sem gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin. Lokatölur 1-2 fyrir KR. Leikurinn var ekki orðinn þriggja mínútna gamall þegar fyrsta færið og fyrsta markið leit dagsins ljós. KR sótti þá upp hægri vænginn og hafði boltinn viðkomu í Jóni Ingasyni, varnarmanni ÍBV, á leið sinni til Ægis Jarls Jónassonar sem mættur var inn í teig. Ægir hafði bæði tíma og pláss til að velja hvert hann vildi koma boltanum og ákvað hann að setja boltann snyrtilega í hornið fjær, óverjandi fyrir Halldór Pál Geirsson í marki Eyjamanna. Draumabyrjun fyrir gestina en martraðarbyrjun fyrir heimamenn. Andri Rúnar Bjarnason fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn einungis þremur mínútum síðar en tók sér of langan tíma til að athafna sig og skaut framhjá markinu. KR stjórnaði ferðinni í byrjun leiks en eftir um stundarfjórðung fóru heimamenn að færa sig framar á völlinn og sáu meira af boltanum, án þess þó að skapa sér nein alvöru marktækifæri. Eftir tæplega hálftíma leik tókst þeim að jafna leikinn þegar Tómas Bent Magnússon átti fyrirgjöf frá vinstri inn í markteig gestanna, þar sem Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður KR, kom á ferðinni og skallaði boltann snyrtilega í eigið net. Staðan orðin jöfn og meðbyrinn með Eyjamönnum. Í leik fárra færa nýttu KR sín tækifæri vel og kom Kennie Chopart gestunum yfir á nýjan leik stuttu fyrir hálfleik. Aftur sóttu Vesturbæingar upp hægra megin. Atli Sigurjónsson átti þá fyrirgjöf sem Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, skallaði burt en beint fyrir fætur Kennie sem lét vaða með vinstri fæti og boltinn í netið. Fátt var um fína drætti í síðari hálfleiknum og var fátt sem fékk áhorfendur til að rísa úr sætum. Það var ekki fyrr en eftir um sjötíu mínútna leik að Halldór Jón Sigurður Þórðarson, sem hafði komið inn á sem varamaður í lið ÍBV, átti fína skottilraun en boltinn framhjá markinu. Mikið var um háloftabolta og tókust menn hart á á vellinum. Sex leikmenn gestanna fengu að líta gula spjaldið fyrir brot og önnur læti en einungis einn Eyjamaður fór í svörtu bókina í kvöld. Þá fékk Atli Hrafn Andrason, sem komið hafði inn á nokkrum mínútum áður, beint rautt spjald fyrir glæfralega tæklingu á Kristinn í uppbótatíma. Einungis mínútu áður hafði Andri Rúnar fengið annað hörkutækifæri til að skora þegar Guðjón Pétur Lýðsson kom boltanum inn fyrir vörn KR en skot Andra kraftlaust og rúllaði vel framhjá stönginni fjær. Leiknum lauk því með naumum sigri KR sem þurftu að hafa fyrir stigunum þremur á Hásteinsvelli í kvöld. Eyjamenn sitja eftir með sárt ennið, með tvö stig eftir fimm leiki. Af hverju vann KR? KR skoruðu tvö glæsileg mörk úr nánast einu tveimur færunum sem þeir fengu í leiknum. Aðstæður voru ekkert til að hrópa húrra fyrir og var lítið sem skildi liðin í sundur á vellinum, annað en að gestirnir skoruðu tvö en Eyjamenn einungis eitt. Hverjir stóðu upp úr? Finnur Tómas Pálmason átti prýðisleik í vörn KR og skallaði ótal bolta burt ásamt því að stöðva sóknir ÍBV. Markaskorararnir Ægir Jarl og Kennie skiluðu einnig góðu dagsverki, Ægir sóknarlega og Kennie bæði í vörn og sókn. Þeir skoruðu mörkin sem skiluðu KR þessum mikilvægu stigum. Hvað gekk illa? Bæði lið virtust eiga í vandræðum með að spila boltanum sín á milli og því var sparkað hátt og það var sparkað langt. Annars verður að koma fram að færanýting ÍBV er ekki nægilega góð og þeir virðast fá á sig mark eftir hverja einustu tilraun sem hittir rammann, sem er vandamál. Mörkin tvö í kvöld voru glæsileg, en þetta voru nánast einu tilraunirnar að marki ÍBV. Hvað gerist næst? Eyjamenn fara í Kaplakrika í leit að sínum fyrsta sigri gegn FH. Sá leikur fer fram á sunnudaginn næstkomandi. Degi síðar taka KR á móti Keflavík á Meistaravöllum. ,,Við fengum betri færin í leiknum” Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét ,,Þetta var hræðilega svekkjandi,” sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir leik. ,,Við fengum betri færin í leiknum og ég held þeir eigi tvö skot á markið og bæði í netið. Annar bolti sem dettur fyrir þá og þetta er gríðarlega fúlt.” Vond byrjun ,,Það er eitthvað klafs í teignum og boltinn dettur vel fyrir hann (Ægi Jarl). Boltinn fer af okkar manni í teignum og það virðist vera svo að öll skot sem við fáum á okkur fara í netið. Þetta var baráttuleikur og skemmtilegur leikur að mínu mati. Það vildu allir vinna þennan leik og það sást. Ég var ánægður með liðið í heildina. Að fá á sig þessi tvö mörk er fúlt og svekkjandi en þeir fá í raun ekkert annað. Liðið varðist vel og við fáum okkar dauðafæri en það snýst um það að skora.” ,,Seinna markið var keimlíkt því fyrra. Af okkar manni inni í teig og hann dettur fyrir hann [Kennie Chopart]. Þetta er hundfúlt. Djöfull er þetta fúlt. Ógeðslegt.” ,,Mér leið vel úti á velli. Við vorum helvíti þéttir og vinnslan var góð. Ég var ánægður með framlagið, baráttuna og viljað. Okkur langaði í eitthvað hérna í dag. Við fengum stöður og færi til þess.” Dræm stigasöfnun „Við erum að telja jafnt og þétt. Auðvitað erum við svekktir með tvö leikina á undan þessum að hafa ekki fengið þrjú stig gegn bæði Leikni og Keflavík. Annar flottur leikur í dag. Ef liðin væru að labba yfir okkur og þetta væri tóm brekka þyrftum við að skoða okkar mál. Það er næg reynsla í klefanum til að sjá að ef að við höldum áfram á þessari braut þá fáum við okkar stig og það sem við eigum skilið. Þá fer þetta vonandi að detta réttu megin.” „Eyjamenn taka yfir þegar leið á fyrri hálfleikinn” Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.Vísir/Vilhelm Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var hæstánægður með úrslit leiksins. ,,Ég er ánægður með framlag leikmannanna í dag. Við nýtum fimm skiptingar og gerum breytingar fyrir leik. Völlurinn er þungur og við fengum alla til að hlaupa og berjast. Það snerist um það í dag. Völlurinn bauð ekki upp á frábæra spilamennsku og örlítill vindur sem gerir manni stundum lífið leitt. Það var lítið um færi en við nýttum okkar færi mjög vel. Við skorum í raun öll þrjú mörkin en ég er gríðarlega sáttur með sigurinn og framlag leikmanna.” Vorum ragir ,,Mér fannst Eyjamenn taka yfir þegar leið á fyrri hálfleikinn Þeir þrýstu okkur til baka og náðu jöfnunarmarkinu. Þessi meðbyr sem við fengum við markið í byrjun entist ekki nægilega lengi. Mér fannst við geta tekið betri tök á leiknum. Við vorum ragir við að spila. Við að spila út úr vörninni. Spiluðum mikið af löngum boltum. Ég lagði kannski upp með það fyrir leikinn en ég hefði viljað fara einhvern milliveg þar. Heilt yfir er ég gríðarlega sáttur með að fara héðan frá Eyjum með þrjú stig. ÍBV er erfitt lið að spila við og þeir eru vel skipulagðir.” ,,Að okkar leyti ætluðum við að passa okkur vera ekki að tapa boltanum á okkar vallarhelmingi. Völlurinn var fínn en við vildum ekki taka sénsa. Við vildum hafa boltann á þeirra vallarhelmingi en það var erfitt að koma honum þangað. Þeir pressuðu okkur nokkuð stíft svo við áttum ekki mörg svör. Leikur okkar í fyrri hálfleik var ekki fallegur en skánaði í þeim seinni. Spiluðum betur og héldum bolta betur. Við sköpuðum samt aðeins of lítið fannst mér. Ég hefði viljað þriðja markið til að klára leikinn þar sem maður er alltaf hræddur við að fá eitt í andlitið en sem betur fer nýttu þeir ekki færin sem þeir fengu.” Mikilvæg þrjú stig ,,í stöðunni sem við vorum í eru stigin kærkomin. Sérstaklega komandi til Vestmannaeyja. Það er ekkert gaman að koma til Vestmannaeyja sem KR með fjögur stig eftir fjóra leiki og vilt vera að berjast á toppnum. Við erum alltof langt frá honum og erum ekkert að hugsa þangað í dag. Við þurftum að ná í þrjú stig hér og að við þyrftum að kafa djúpt í vasana og sækja aukaorku til að geta náð úrslitum. Við gerum margar breytingar til að fá ferskar lappir inn og fáum ferskar lappir inn í hálfleik. Þannig náðum við að halda uppi orku og hlaupum sem skiluðu þessum sigri.” ÍBV KR Besta deild karla
Eyjamenn þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í Bestu deild karla. KR-ingar sóttu stigin þrjú á Hásteinsvelli þar sem gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin. Lokatölur 1-2 fyrir KR. Leikurinn var ekki orðinn þriggja mínútna gamall þegar fyrsta færið og fyrsta markið leit dagsins ljós. KR sótti þá upp hægri vænginn og hafði boltinn viðkomu í Jóni Ingasyni, varnarmanni ÍBV, á leið sinni til Ægis Jarls Jónassonar sem mættur var inn í teig. Ægir hafði bæði tíma og pláss til að velja hvert hann vildi koma boltanum og ákvað hann að setja boltann snyrtilega í hornið fjær, óverjandi fyrir Halldór Pál Geirsson í marki Eyjamanna. Draumabyrjun fyrir gestina en martraðarbyrjun fyrir heimamenn. Andri Rúnar Bjarnason fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn einungis þremur mínútum síðar en tók sér of langan tíma til að athafna sig og skaut framhjá markinu. KR stjórnaði ferðinni í byrjun leiks en eftir um stundarfjórðung fóru heimamenn að færa sig framar á völlinn og sáu meira af boltanum, án þess þó að skapa sér nein alvöru marktækifæri. Eftir tæplega hálftíma leik tókst þeim að jafna leikinn þegar Tómas Bent Magnússon átti fyrirgjöf frá vinstri inn í markteig gestanna, þar sem Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður KR, kom á ferðinni og skallaði boltann snyrtilega í eigið net. Staðan orðin jöfn og meðbyrinn með Eyjamönnum. Í leik fárra færa nýttu KR sín tækifæri vel og kom Kennie Chopart gestunum yfir á nýjan leik stuttu fyrir hálfleik. Aftur sóttu Vesturbæingar upp hægra megin. Atli Sigurjónsson átti þá fyrirgjöf sem Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, skallaði burt en beint fyrir fætur Kennie sem lét vaða með vinstri fæti og boltinn í netið. Fátt var um fína drætti í síðari hálfleiknum og var fátt sem fékk áhorfendur til að rísa úr sætum. Það var ekki fyrr en eftir um sjötíu mínútna leik að Halldór Jón Sigurður Þórðarson, sem hafði komið inn á sem varamaður í lið ÍBV, átti fína skottilraun en boltinn framhjá markinu. Mikið var um háloftabolta og tókust menn hart á á vellinum. Sex leikmenn gestanna fengu að líta gula spjaldið fyrir brot og önnur læti en einungis einn Eyjamaður fór í svörtu bókina í kvöld. Þá fékk Atli Hrafn Andrason, sem komið hafði inn á nokkrum mínútum áður, beint rautt spjald fyrir glæfralega tæklingu á Kristinn í uppbótatíma. Einungis mínútu áður hafði Andri Rúnar fengið annað hörkutækifæri til að skora þegar Guðjón Pétur Lýðsson kom boltanum inn fyrir vörn KR en skot Andra kraftlaust og rúllaði vel framhjá stönginni fjær. Leiknum lauk því með naumum sigri KR sem þurftu að hafa fyrir stigunum þremur á Hásteinsvelli í kvöld. Eyjamenn sitja eftir með sárt ennið, með tvö stig eftir fimm leiki. Af hverju vann KR? KR skoruðu tvö glæsileg mörk úr nánast einu tveimur færunum sem þeir fengu í leiknum. Aðstæður voru ekkert til að hrópa húrra fyrir og var lítið sem skildi liðin í sundur á vellinum, annað en að gestirnir skoruðu tvö en Eyjamenn einungis eitt. Hverjir stóðu upp úr? Finnur Tómas Pálmason átti prýðisleik í vörn KR og skallaði ótal bolta burt ásamt því að stöðva sóknir ÍBV. Markaskorararnir Ægir Jarl og Kennie skiluðu einnig góðu dagsverki, Ægir sóknarlega og Kennie bæði í vörn og sókn. Þeir skoruðu mörkin sem skiluðu KR þessum mikilvægu stigum. Hvað gekk illa? Bæði lið virtust eiga í vandræðum með að spila boltanum sín á milli og því var sparkað hátt og það var sparkað langt. Annars verður að koma fram að færanýting ÍBV er ekki nægilega góð og þeir virðast fá á sig mark eftir hverja einustu tilraun sem hittir rammann, sem er vandamál. Mörkin tvö í kvöld voru glæsileg, en þetta voru nánast einu tilraunirnar að marki ÍBV. Hvað gerist næst? Eyjamenn fara í Kaplakrika í leit að sínum fyrsta sigri gegn FH. Sá leikur fer fram á sunnudaginn næstkomandi. Degi síðar taka KR á móti Keflavík á Meistaravöllum. ,,Við fengum betri færin í leiknum” Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét ,,Þetta var hræðilega svekkjandi,” sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir leik. ,,Við fengum betri færin í leiknum og ég held þeir eigi tvö skot á markið og bæði í netið. Annar bolti sem dettur fyrir þá og þetta er gríðarlega fúlt.” Vond byrjun ,,Það er eitthvað klafs í teignum og boltinn dettur vel fyrir hann (Ægi Jarl). Boltinn fer af okkar manni í teignum og það virðist vera svo að öll skot sem við fáum á okkur fara í netið. Þetta var baráttuleikur og skemmtilegur leikur að mínu mati. Það vildu allir vinna þennan leik og það sást. Ég var ánægður með liðið í heildina. Að fá á sig þessi tvö mörk er fúlt og svekkjandi en þeir fá í raun ekkert annað. Liðið varðist vel og við fáum okkar dauðafæri en það snýst um það að skora.” ,,Seinna markið var keimlíkt því fyrra. Af okkar manni inni í teig og hann dettur fyrir hann [Kennie Chopart]. Þetta er hundfúlt. Djöfull er þetta fúlt. Ógeðslegt.” ,,Mér leið vel úti á velli. Við vorum helvíti þéttir og vinnslan var góð. Ég var ánægður með framlagið, baráttuna og viljað. Okkur langaði í eitthvað hérna í dag. Við fengum stöður og færi til þess.” Dræm stigasöfnun „Við erum að telja jafnt og þétt. Auðvitað erum við svekktir með tvö leikina á undan þessum að hafa ekki fengið þrjú stig gegn bæði Leikni og Keflavík. Annar flottur leikur í dag. Ef liðin væru að labba yfir okkur og þetta væri tóm brekka þyrftum við að skoða okkar mál. Það er næg reynsla í klefanum til að sjá að ef að við höldum áfram á þessari braut þá fáum við okkar stig og það sem við eigum skilið. Þá fer þetta vonandi að detta réttu megin.” „Eyjamenn taka yfir þegar leið á fyrri hálfleikinn” Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.Vísir/Vilhelm Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var hæstánægður með úrslit leiksins. ,,Ég er ánægður með framlag leikmannanna í dag. Við nýtum fimm skiptingar og gerum breytingar fyrir leik. Völlurinn er þungur og við fengum alla til að hlaupa og berjast. Það snerist um það í dag. Völlurinn bauð ekki upp á frábæra spilamennsku og örlítill vindur sem gerir manni stundum lífið leitt. Það var lítið um færi en við nýttum okkar færi mjög vel. Við skorum í raun öll þrjú mörkin en ég er gríðarlega sáttur með sigurinn og framlag leikmanna.” Vorum ragir ,,Mér fannst Eyjamenn taka yfir þegar leið á fyrri hálfleikinn Þeir þrýstu okkur til baka og náðu jöfnunarmarkinu. Þessi meðbyr sem við fengum við markið í byrjun entist ekki nægilega lengi. Mér fannst við geta tekið betri tök á leiknum. Við vorum ragir við að spila. Við að spila út úr vörninni. Spiluðum mikið af löngum boltum. Ég lagði kannski upp með það fyrir leikinn en ég hefði viljað fara einhvern milliveg þar. Heilt yfir er ég gríðarlega sáttur með að fara héðan frá Eyjum með þrjú stig. ÍBV er erfitt lið að spila við og þeir eru vel skipulagðir.” ,,Að okkar leyti ætluðum við að passa okkur vera ekki að tapa boltanum á okkar vallarhelmingi. Völlurinn var fínn en við vildum ekki taka sénsa. Við vildum hafa boltann á þeirra vallarhelmingi en það var erfitt að koma honum þangað. Þeir pressuðu okkur nokkuð stíft svo við áttum ekki mörg svör. Leikur okkar í fyrri hálfleik var ekki fallegur en skánaði í þeim seinni. Spiluðum betur og héldum bolta betur. Við sköpuðum samt aðeins of lítið fannst mér. Ég hefði viljað þriðja markið til að klára leikinn þar sem maður er alltaf hræddur við að fá eitt í andlitið en sem betur fer nýttu þeir ekki færin sem þeir fengu.” Mikilvæg þrjú stig ,,í stöðunni sem við vorum í eru stigin kærkomin. Sérstaklega komandi til Vestmannaeyja. Það er ekkert gaman að koma til Vestmannaeyja sem KR með fjögur stig eftir fjóra leiki og vilt vera að berjast á toppnum. Við erum alltof langt frá honum og erum ekkert að hugsa þangað í dag. Við þurftum að ná í þrjú stig hér og að við þyrftum að kafa djúpt í vasana og sækja aukaorku til að geta náð úrslitum. Við gerum margar breytingar til að fá ferskar lappir inn og fáum ferskar lappir inn í hálfleik. Þannig náðum við að halda uppi orku og hlaupum sem skiluðu þessum sigri.”
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti