Ég náði að pakka – en hún náði því ekki Arna Grímsdóttir skrifar 12. maí 2022 08:16 Við fjölskyldan fórum til Kanaríeyja um páskana. Við vorum fimm og ferðuðumst saman; maðurinn minn og börnin okkar þrjú. Við tókum öll frí úr skóla og vinnu og gáfum okkur góðan tíma til að undirbúa ferðalagið okkar. Við fengum öll ný sundföt og stuttbuxur, svo var keypt sólarvörn og flugnafæla. Fríið okkar var frábært og kærkomið enda var undirbúningurinn góður og við höfðum nægan tíma til að pakka og pæla. En kynsystur mínar í Úkraínu hafa ekki fengið eins góðan tíma til að undirbúa sitt óvænta og hryllilega ferðalag. Þær urðu að pakka í flýti, ef þær náðu því hreinlega. Börnin fengu engin ný föt og varla föt til skiptanna. Feður, bræður og synir fóru ekki með. Þeir þurftu að verða eftir heima og berjast í blóðugu stríði. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa nú þegar bæst við 8 milljónir á flótta, þar af eru 90% konur og börn. Konur og stúlkur eru mun líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og búa við viðvarandi skort þegar stríðsátök geisa. Við erum heppin að búa á átakalausu svæði hér á Íslandi, en við verðum að láta hvers kyns mismunun og órétt okkur varða. Við megum ekki líta undan – það er frumskylda okkar að bjóða fram hjálparhönd þegar neyðarástand ríkir. Sex lykilþættir kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar UN Women horfir til sex lykilþátta kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar sem snúa að sértækum þörfum kvenna og stúlkna á átakatímum. Í fyrsta lagi eru það sértækar þarfir mæðra og barnashafandi kvenna. Í öðru lagi að veita aðstoð við þolendur kynbundins ofbeldis; en nauðgunum er beitt sem stríðsvopni og um 70% kvenna búsettar á átakasvæðum verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Í þriðja lagi að tryggja að konur komi að ákvaðarðanartöku og eigi sæti við borðið. Í fjórða lagi að litið sé til jaðarsettra hópa, en á átakatímum upplifa jaðarsettir hópar oft enn meiri fordóma, jaðarsetningu, ofbeldi og fátækt en á friðartímum. Í fimmta lagi þarf að huga að grunnþörfum kvenna á flótta, sem alltof oft gleymast og í sjötta lagi að aðgengi að upplýsingum sé aðgengilegt og skiljanlegt. Þannig tryggir UN Women öryggi kvenna og stúlkna á flótta og kemur í veg fyrir að einstaklingar og skipulagði hópar nýti sér neyð kvenna, sem er því miður raunin á átakasvæðum um heim allan. Ég kýs að trúa því að það sem við gerum hér heima á Íslandi geti haft áhrif. Þess vegna styrki ég UN Women því ég veit að starf þeirra er góður vettvangur til þess að hafa áhrif og til að bæta heiminn. Óhugsandi veruleiki Ef ég ætti heima í Úkraínu þá hefði maðurinn minn ekki fengið að flýja með mér, strákurinn minn sem er að nálgast 16 ára aldurinn hefði kannski líka þurft að vera eftir til að að berjast í stríði sem hann skilur ekki. Ég hefði óttast dag og nótt um 13 ára dóttur mína og reynt að verja hana fyrir kynbundnu ofbeldi eða mansali. Mig hefði eflaust skort orð til að útskýra fyrir 7 ára syni mínum afhverju hann fer ekki á fótboltaæfingar eða má ekki fara einn út að leika eða hjóla til vinar. Ég get ekki hugsað þessa hugsun til enda. Það eina sem ég get gert er að reyna að hjálpa á einhvern hátt. Ég vil því hvetja ykkur öll til að senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) eða notast við AUR: 123 839 0700 og veita frjáls framlög. Með þessum fjárframlögum veitum við stúlkum og konum á flótta lífsbjargandi aðstoð með því að að hjálpa til við að setja „eftir á“ ofan í ferðtösku þeirra þá hluti sem vonandi nýtast þeim á þeirra langa óvissuferðalagi. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Við fjölskyldan fórum til Kanaríeyja um páskana. Við vorum fimm og ferðuðumst saman; maðurinn minn og börnin okkar þrjú. Við tókum öll frí úr skóla og vinnu og gáfum okkur góðan tíma til að undirbúa ferðalagið okkar. Við fengum öll ný sundföt og stuttbuxur, svo var keypt sólarvörn og flugnafæla. Fríið okkar var frábært og kærkomið enda var undirbúningurinn góður og við höfðum nægan tíma til að pakka og pæla. En kynsystur mínar í Úkraínu hafa ekki fengið eins góðan tíma til að undirbúa sitt óvænta og hryllilega ferðalag. Þær urðu að pakka í flýti, ef þær náðu því hreinlega. Börnin fengu engin ný föt og varla föt til skiptanna. Feður, bræður og synir fóru ekki með. Þeir þurftu að verða eftir heima og berjast í blóðugu stríði. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa nú þegar bæst við 8 milljónir á flótta, þar af eru 90% konur og börn. Konur og stúlkur eru mun líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og búa við viðvarandi skort þegar stríðsátök geisa. Við erum heppin að búa á átakalausu svæði hér á Íslandi, en við verðum að láta hvers kyns mismunun og órétt okkur varða. Við megum ekki líta undan – það er frumskylda okkar að bjóða fram hjálparhönd þegar neyðarástand ríkir. Sex lykilþættir kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar UN Women horfir til sex lykilþátta kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar sem snúa að sértækum þörfum kvenna og stúlkna á átakatímum. Í fyrsta lagi eru það sértækar þarfir mæðra og barnashafandi kvenna. Í öðru lagi að veita aðstoð við þolendur kynbundins ofbeldis; en nauðgunum er beitt sem stríðsvopni og um 70% kvenna búsettar á átakasvæðum verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Í þriðja lagi að tryggja að konur komi að ákvaðarðanartöku og eigi sæti við borðið. Í fjórða lagi að litið sé til jaðarsettra hópa, en á átakatímum upplifa jaðarsettir hópar oft enn meiri fordóma, jaðarsetningu, ofbeldi og fátækt en á friðartímum. Í fimmta lagi þarf að huga að grunnþörfum kvenna á flótta, sem alltof oft gleymast og í sjötta lagi að aðgengi að upplýsingum sé aðgengilegt og skiljanlegt. Þannig tryggir UN Women öryggi kvenna og stúlkna á flótta og kemur í veg fyrir að einstaklingar og skipulagði hópar nýti sér neyð kvenna, sem er því miður raunin á átakasvæðum um heim allan. Ég kýs að trúa því að það sem við gerum hér heima á Íslandi geti haft áhrif. Þess vegna styrki ég UN Women því ég veit að starf þeirra er góður vettvangur til þess að hafa áhrif og til að bæta heiminn. Óhugsandi veruleiki Ef ég ætti heima í Úkraínu þá hefði maðurinn minn ekki fengið að flýja með mér, strákurinn minn sem er að nálgast 16 ára aldurinn hefði kannski líka þurft að vera eftir til að að berjast í stríði sem hann skilur ekki. Ég hefði óttast dag og nótt um 13 ára dóttur mína og reynt að verja hana fyrir kynbundnu ofbeldi eða mansali. Mig hefði eflaust skort orð til að útskýra fyrir 7 ára syni mínum afhverju hann fer ekki á fótboltaæfingar eða má ekki fara einn út að leika eða hjóla til vinar. Ég get ekki hugsað þessa hugsun til enda. Það eina sem ég get gert er að reyna að hjálpa á einhvern hátt. Ég vil því hvetja ykkur öll til að senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) eða notast við AUR: 123 839 0700 og veita frjáls framlög. Með þessum fjárframlögum veitum við stúlkum og konum á flótta lífsbjargandi aðstoð með því að að hjálpa til við að setja „eftir á“ ofan í ferðtösku þeirra þá hluti sem vonandi nýtast þeim á þeirra langa óvissuferðalagi. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun