Ég náði að pakka – en hún náði því ekki Arna Grímsdóttir skrifar 12. maí 2022 08:16 Við fjölskyldan fórum til Kanaríeyja um páskana. Við vorum fimm og ferðuðumst saman; maðurinn minn og börnin okkar þrjú. Við tókum öll frí úr skóla og vinnu og gáfum okkur góðan tíma til að undirbúa ferðalagið okkar. Við fengum öll ný sundföt og stuttbuxur, svo var keypt sólarvörn og flugnafæla. Fríið okkar var frábært og kærkomið enda var undirbúningurinn góður og við höfðum nægan tíma til að pakka og pæla. En kynsystur mínar í Úkraínu hafa ekki fengið eins góðan tíma til að undirbúa sitt óvænta og hryllilega ferðalag. Þær urðu að pakka í flýti, ef þær náðu því hreinlega. Börnin fengu engin ný föt og varla föt til skiptanna. Feður, bræður og synir fóru ekki með. Þeir þurftu að verða eftir heima og berjast í blóðugu stríði. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa nú þegar bæst við 8 milljónir á flótta, þar af eru 90% konur og börn. Konur og stúlkur eru mun líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og búa við viðvarandi skort þegar stríðsátök geisa. Við erum heppin að búa á átakalausu svæði hér á Íslandi, en við verðum að láta hvers kyns mismunun og órétt okkur varða. Við megum ekki líta undan – það er frumskylda okkar að bjóða fram hjálparhönd þegar neyðarástand ríkir. Sex lykilþættir kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar UN Women horfir til sex lykilþátta kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar sem snúa að sértækum þörfum kvenna og stúlkna á átakatímum. Í fyrsta lagi eru það sértækar þarfir mæðra og barnashafandi kvenna. Í öðru lagi að veita aðstoð við þolendur kynbundins ofbeldis; en nauðgunum er beitt sem stríðsvopni og um 70% kvenna búsettar á átakasvæðum verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Í þriðja lagi að tryggja að konur komi að ákvaðarðanartöku og eigi sæti við borðið. Í fjórða lagi að litið sé til jaðarsettra hópa, en á átakatímum upplifa jaðarsettir hópar oft enn meiri fordóma, jaðarsetningu, ofbeldi og fátækt en á friðartímum. Í fimmta lagi þarf að huga að grunnþörfum kvenna á flótta, sem alltof oft gleymast og í sjötta lagi að aðgengi að upplýsingum sé aðgengilegt og skiljanlegt. Þannig tryggir UN Women öryggi kvenna og stúlkna á flótta og kemur í veg fyrir að einstaklingar og skipulagði hópar nýti sér neyð kvenna, sem er því miður raunin á átakasvæðum um heim allan. Ég kýs að trúa því að það sem við gerum hér heima á Íslandi geti haft áhrif. Þess vegna styrki ég UN Women því ég veit að starf þeirra er góður vettvangur til þess að hafa áhrif og til að bæta heiminn. Óhugsandi veruleiki Ef ég ætti heima í Úkraínu þá hefði maðurinn minn ekki fengið að flýja með mér, strákurinn minn sem er að nálgast 16 ára aldurinn hefði kannski líka þurft að vera eftir til að að berjast í stríði sem hann skilur ekki. Ég hefði óttast dag og nótt um 13 ára dóttur mína og reynt að verja hana fyrir kynbundnu ofbeldi eða mansali. Mig hefði eflaust skort orð til að útskýra fyrir 7 ára syni mínum afhverju hann fer ekki á fótboltaæfingar eða má ekki fara einn út að leika eða hjóla til vinar. Ég get ekki hugsað þessa hugsun til enda. Það eina sem ég get gert er að reyna að hjálpa á einhvern hátt. Ég vil því hvetja ykkur öll til að senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) eða notast við AUR: 123 839 0700 og veita frjáls framlög. Með þessum fjárframlögum veitum við stúlkum og konum á flótta lífsbjargandi aðstoð með því að að hjálpa til við að setja „eftir á“ ofan í ferðtösku þeirra þá hluti sem vonandi nýtast þeim á þeirra langa óvissuferðalagi. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Við fjölskyldan fórum til Kanaríeyja um páskana. Við vorum fimm og ferðuðumst saman; maðurinn minn og börnin okkar þrjú. Við tókum öll frí úr skóla og vinnu og gáfum okkur góðan tíma til að undirbúa ferðalagið okkar. Við fengum öll ný sundföt og stuttbuxur, svo var keypt sólarvörn og flugnafæla. Fríið okkar var frábært og kærkomið enda var undirbúningurinn góður og við höfðum nægan tíma til að pakka og pæla. En kynsystur mínar í Úkraínu hafa ekki fengið eins góðan tíma til að undirbúa sitt óvænta og hryllilega ferðalag. Þær urðu að pakka í flýti, ef þær náðu því hreinlega. Börnin fengu engin ný föt og varla föt til skiptanna. Feður, bræður og synir fóru ekki með. Þeir þurftu að verða eftir heima og berjast í blóðugu stríði. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa nú þegar bæst við 8 milljónir á flótta, þar af eru 90% konur og börn. Konur og stúlkur eru mun líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og búa við viðvarandi skort þegar stríðsátök geisa. Við erum heppin að búa á átakalausu svæði hér á Íslandi, en við verðum að láta hvers kyns mismunun og órétt okkur varða. Við megum ekki líta undan – það er frumskylda okkar að bjóða fram hjálparhönd þegar neyðarástand ríkir. Sex lykilþættir kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar UN Women horfir til sex lykilþátta kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar sem snúa að sértækum þörfum kvenna og stúlkna á átakatímum. Í fyrsta lagi eru það sértækar þarfir mæðra og barnashafandi kvenna. Í öðru lagi að veita aðstoð við þolendur kynbundins ofbeldis; en nauðgunum er beitt sem stríðsvopni og um 70% kvenna búsettar á átakasvæðum verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Í þriðja lagi að tryggja að konur komi að ákvaðarðanartöku og eigi sæti við borðið. Í fjórða lagi að litið sé til jaðarsettra hópa, en á átakatímum upplifa jaðarsettir hópar oft enn meiri fordóma, jaðarsetningu, ofbeldi og fátækt en á friðartímum. Í fimmta lagi þarf að huga að grunnþörfum kvenna á flótta, sem alltof oft gleymast og í sjötta lagi að aðgengi að upplýsingum sé aðgengilegt og skiljanlegt. Þannig tryggir UN Women öryggi kvenna og stúlkna á flótta og kemur í veg fyrir að einstaklingar og skipulagði hópar nýti sér neyð kvenna, sem er því miður raunin á átakasvæðum um heim allan. Ég kýs að trúa því að það sem við gerum hér heima á Íslandi geti haft áhrif. Þess vegna styrki ég UN Women því ég veit að starf þeirra er góður vettvangur til þess að hafa áhrif og til að bæta heiminn. Óhugsandi veruleiki Ef ég ætti heima í Úkraínu þá hefði maðurinn minn ekki fengið að flýja með mér, strákurinn minn sem er að nálgast 16 ára aldurinn hefði kannski líka þurft að vera eftir til að að berjast í stríði sem hann skilur ekki. Ég hefði óttast dag og nótt um 13 ára dóttur mína og reynt að verja hana fyrir kynbundnu ofbeldi eða mansali. Mig hefði eflaust skort orð til að útskýra fyrir 7 ára syni mínum afhverju hann fer ekki á fótboltaæfingar eða má ekki fara einn út að leika eða hjóla til vinar. Ég get ekki hugsað þessa hugsun til enda. Það eina sem ég get gert er að reyna að hjálpa á einhvern hátt. Ég vil því hvetja ykkur öll til að senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) eða notast við AUR: 123 839 0700 og veita frjáls framlög. Með þessum fjárframlögum veitum við stúlkum og konum á flótta lífsbjargandi aðstoð með því að að hjálpa til við að setja „eftir á“ ofan í ferðtösku þeirra þá hluti sem vonandi nýtast þeim á þeirra langa óvissuferðalagi. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun