Íslenski boltinn

Garðar snýr aftur í ÍA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Garðar Gunnlaugsson ætlar að hjálpa félaginu sínu í Bestu deildinni í sumar.
Garðar Gunnlaugsson ætlar að hjálpa félaginu sínu í Bestu deildinni í sumar. vísir/vilhelm

Garðar Gunnlaugsson hefur gengið í raðir ÍA frá Kára og tekur slaginn með uppeldisfélagi sínu í Bestu deild karla í sumar.

Garðar, sem er 38 ára, hefur undanfarin tvö ár spilað með Kára. Hann spilaði síðast í efstu deild með Val 2019 og síðast með ÍA í næstefstu deild 2018.

Garðar er einn markahæsti leikmaður í sögu ÍA og varð markakóngur efstu deildar 2015. Hann varð Íslandsmeistari með ÍA 2001 og bikarmeistari 2003. Hann skoraði einmitt markið sem tryggði ÍA sigur á FH í bikarúrslitaleiknum það ár.

Skagamaðurinn hefur leikið 162 leiki í efstu deild með ÍA og Val og skorað 58 mörk.

Eyþór Aron Wöhler hefur spilað sem fremsti maður í fyrstu fjórum leikjum ÍA í Bestu deildinni. Aðalframherji liðsins, Viktor Jónsson, er meiddur.

ÍA sækir Val heim í 5. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×