Skólamál ofarlega á blaði í Reykjanesbæ Smári Jökull Jónsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. maí 2022 21:30 Oddvitar þeirra sex framboða sem rætt var við í fréttinni. Skjáskot Atvinnumál, heilbrigðismál og fjölgun leikskólaplássa eru ofarlega í huga frambjóðenda og íbúa í Reykjanesbæ. Íbúum hefur fjölgað um fjögur prósent milli ára og eru nú yfir tuttugu þúsund, þar af er fjórðungur af erlendum uppruna. Samfylking, Framsóknarflokkur og Bein leið hafa frá 2018 verið í meirihluta í Reykjanesbæ en í minnihluta eru Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Píratar og óháðir. Nýtt framboð er Umbót en það er klofningsframboð úr Miðflokknum og oddviti þess er sá sami og var oddviti Miðflokks í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar er Kjartan Már Kjartansson sem var ráðinn á faglegum forsendum árið 2014. Leikskólamál eru ofarlega í huga frambjóðenda flokkanna. „Atvinnulíf verður að vera fjölbreytt og öflugt atvinnulíf er forsendan. Það verður að vera leikskólapláss fyrir átján mánaða börn og eldri,“ segir Margrét Sanders oddvidi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar og óháðra, sagði alla áherslu flokksins vera á fjölskylduna á börnin. Oddviti Beinnar leiðar vill halda áfram á þeirri leið sem meirihlutinn hefur verið á kjörtímabilinu. „Áframhaldandi ábyrg fjármálastjórn og áframhaldandi uppbygging leik- og grunnskólanna,“ segir Valgerður Björk Pálsdóttir oddviti flokksins. Miðflokkurinn vill sömuleiðis setja málefni barna á oddinn og þá vilja Píratar aukið íbúalýðræði og bindandi kosningar í umdeildum málum. Heilbrigðismálin mikilvæg Þegar rætt er við íbúa Reykjanesbæjar er ljóst að málin sem brenna á þeim eru fjölbreytt. Aukið fé í íþróttir, heilbrigðismál. skólamál og málefni eldri borgara eru meðal þeirra sem nefnd voru. „Eitt af því sem er mikilvægt er að kísilverksmiðjan fari ekki aftur af stað,“ sagði Ægir Karl Ægisson íbúi í bænum. Kísilverksmiðjan í Helguvík hefur staðið ónotað síðan haustið 2017 þegar Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur hennar vegna ítrekaðra kvartana íbúa um mengun sem þaðan barst. „Ég vil ekki gleyma heilsugæslunni. Mér er mikið í mun að það sé hlúð vel að henni og það þarf virkilega að taka til höndum,“ segir Nanna Jónsdóttir blómaskreytir. Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Samfylking, Framsóknarflokkur og Bein leið hafa frá 2018 verið í meirihluta í Reykjanesbæ en í minnihluta eru Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Píratar og óháðir. Nýtt framboð er Umbót en það er klofningsframboð úr Miðflokknum og oddviti þess er sá sami og var oddviti Miðflokks í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar er Kjartan Már Kjartansson sem var ráðinn á faglegum forsendum árið 2014. Leikskólamál eru ofarlega í huga frambjóðenda flokkanna. „Atvinnulíf verður að vera fjölbreytt og öflugt atvinnulíf er forsendan. Það verður að vera leikskólapláss fyrir átján mánaða börn og eldri,“ segir Margrét Sanders oddvidi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar og óháðra, sagði alla áherslu flokksins vera á fjölskylduna á börnin. Oddviti Beinnar leiðar vill halda áfram á þeirri leið sem meirihlutinn hefur verið á kjörtímabilinu. „Áframhaldandi ábyrg fjármálastjórn og áframhaldandi uppbygging leik- og grunnskólanna,“ segir Valgerður Björk Pálsdóttir oddviti flokksins. Miðflokkurinn vill sömuleiðis setja málefni barna á oddinn og þá vilja Píratar aukið íbúalýðræði og bindandi kosningar í umdeildum málum. Heilbrigðismálin mikilvæg Þegar rætt er við íbúa Reykjanesbæjar er ljóst að málin sem brenna á þeim eru fjölbreytt. Aukið fé í íþróttir, heilbrigðismál. skólamál og málefni eldri borgara eru meðal þeirra sem nefnd voru. „Eitt af því sem er mikilvægt er að kísilverksmiðjan fari ekki aftur af stað,“ sagði Ægir Karl Ægisson íbúi í bænum. Kísilverksmiðjan í Helguvík hefur staðið ónotað síðan haustið 2017 þegar Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur hennar vegna ítrekaðra kvartana íbúa um mengun sem þaðan barst. „Ég vil ekki gleyma heilsugæslunni. Mér er mikið í mun að það sé hlúð vel að henni og það þarf virkilega að taka til höndum,“ segir Nanna Jónsdóttir blómaskreytir.
Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira