Af hverju er erfitt að elska íslenskan útgerðarmann? Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 12. maí 2022 07:17 Kántrísöngkonan Tammy Wynette söng sig angurvært inn í hjörtu heimsbyggðarinnar með smellinum Stand by Your Man um miðja síðustu öld. Þar ráðlagði hún okkur kynsystrum sínum að elska og virða okkar menn jafnvel þó þeir geri hluti sem við skiljum ekki eða upphefji sig á okkar kostnað. Í textanum segir hún að það sé erfitt að vera kona, en af tvennu illu sé best að standa með sínum manni, því þrátt fyrir alla hans augljósu galla er hann einfaldlega karlmaður og þeir ráða þessum heimi. Lagið kom út árið 1968 og síðan eru liðin 54 ár. Í sjávarútvegi er ekki erfitt að vera kona. Tækifærin eru nánast endalaus og greinin býður upp á fjölbreytt störf út um land allt, mikla grósku og möguleika til að búa til aukin verðmæti á góðum grunni. Styrkleiki greinarinnar liggur einmitt í þessum tækifærum og hvernig spilað verður úr þeim til framtíðar. Á tyllidögum, eins og á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðin föstudag, var þessum tækifærum gefið sérstaklega mikið pláss og samhliða var því vel haldið á lofti hversu mikilvæg greinin er fyrir þjóðina og þau lífsgæði sem við búum við. Á sama fundi var ný stjórn félagsins kynnt. Hana skipa 19 karlmenn á svipuðu reki með nokkuð svipaðan bakgrunn. Allir lofsöngvar og glansmyndir sem hugsast geta ná ekki að breiða yfir þá staðreynd að þarna afhjúpast helsti veikleiki greinarinnar og ástæða þess að framtíðarmúsíkin sem verið er að bera á borð á fundum eins og ársfundi SFS snar stöðvast og úreltir kántrí smellir koma upp í hugann. Er það virkilega svo að SFS ætlist til þess að allar þær fjölmörgu hæfu og reynslumiklu konur sem starfa í greininni sitji penar á kantinum, styðji sína menn og bíði eftir kynslóðarskiptum? Eigi sjávarútvegurinn að tvöfalda verðmætin sem hann skapar nú þegar eru engar líkur á að það takist með einsleitum hópi karla af sama reki og með sama bakgrunn í fararbroddi. Það er ákveðin lágmarkskrafa að hleypa öðru kyni að, svo ekki sé talað um allar aðrar mannlegar breytur sem greinin myndi græða svo margfalt á að hleypa nálægt sér. En ég legg ekki meira á mína menn en þeir geta borið. Þessi ráðstöfun endurspeglar vel mestu hættuna sem greinin stendur frammi fyrir - sjálfstortíming. Það má öllum vera ljóst að stjórn skipuð einsleitum hópi karla vekur neikvæða umræðu, skapar hugrenningatengsl um íhalds- og afturhaldssemi og að hún sé ekki í tengslum við raunveruleikan. En menn þrjóskast við og láta eins og þeir geti ekkert annað gert. Það sama á við um samtal greinarinnar við samfélagið sem á henni mjög margt að þakka. Þar ríkir lítið traust á milli og afar lítill skilningur um ólíkar afstöður en engu að síður er viðhöfð sama vonlausa nálgunin, pakkað í vörn og haldið áfram eins og ekkert sé. Það eru fáar atvinnugreinar á Íslandi sem eiga jafn ríka og áhugaverða sögu og sjávarútvegur og standa frammi fyrir jafn spennandi framtíðartækifærum fyrir ungt fólk af öllum kynjum og komandi kynslóðir. En skeytingarleysi gagnvart eðlilegum og nútímalegum viðmiðum og tilfinningalesblindan sem fær menn til að skipa 19 manna stjórn með 19 miðaldra karlmönnum, grefur undan tækifærunum og færir þá sem annars ættu að líta á sjávarútveginn sem Sílikondal þjóðarinnar til þess að horfa annað. Þar að auki gerir þetta dómgreindarleysi konunum í greininni ómögulegt að standa með sínum mönnum og það er það síðasta sem þeir þurfa á að halda. Höfundur er stofnandi Niceland Seafood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Sjá meira
Kántrísöngkonan Tammy Wynette söng sig angurvært inn í hjörtu heimsbyggðarinnar með smellinum Stand by Your Man um miðja síðustu öld. Þar ráðlagði hún okkur kynsystrum sínum að elska og virða okkar menn jafnvel þó þeir geri hluti sem við skiljum ekki eða upphefji sig á okkar kostnað. Í textanum segir hún að það sé erfitt að vera kona, en af tvennu illu sé best að standa með sínum manni, því þrátt fyrir alla hans augljósu galla er hann einfaldlega karlmaður og þeir ráða þessum heimi. Lagið kom út árið 1968 og síðan eru liðin 54 ár. Í sjávarútvegi er ekki erfitt að vera kona. Tækifærin eru nánast endalaus og greinin býður upp á fjölbreytt störf út um land allt, mikla grósku og möguleika til að búa til aukin verðmæti á góðum grunni. Styrkleiki greinarinnar liggur einmitt í þessum tækifærum og hvernig spilað verður úr þeim til framtíðar. Á tyllidögum, eins og á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðin föstudag, var þessum tækifærum gefið sérstaklega mikið pláss og samhliða var því vel haldið á lofti hversu mikilvæg greinin er fyrir þjóðina og þau lífsgæði sem við búum við. Á sama fundi var ný stjórn félagsins kynnt. Hana skipa 19 karlmenn á svipuðu reki með nokkuð svipaðan bakgrunn. Allir lofsöngvar og glansmyndir sem hugsast geta ná ekki að breiða yfir þá staðreynd að þarna afhjúpast helsti veikleiki greinarinnar og ástæða þess að framtíðarmúsíkin sem verið er að bera á borð á fundum eins og ársfundi SFS snar stöðvast og úreltir kántrí smellir koma upp í hugann. Er það virkilega svo að SFS ætlist til þess að allar þær fjölmörgu hæfu og reynslumiklu konur sem starfa í greininni sitji penar á kantinum, styðji sína menn og bíði eftir kynslóðarskiptum? Eigi sjávarútvegurinn að tvöfalda verðmætin sem hann skapar nú þegar eru engar líkur á að það takist með einsleitum hópi karla af sama reki og með sama bakgrunn í fararbroddi. Það er ákveðin lágmarkskrafa að hleypa öðru kyni að, svo ekki sé talað um allar aðrar mannlegar breytur sem greinin myndi græða svo margfalt á að hleypa nálægt sér. En ég legg ekki meira á mína menn en þeir geta borið. Þessi ráðstöfun endurspeglar vel mestu hættuna sem greinin stendur frammi fyrir - sjálfstortíming. Það má öllum vera ljóst að stjórn skipuð einsleitum hópi karla vekur neikvæða umræðu, skapar hugrenningatengsl um íhalds- og afturhaldssemi og að hún sé ekki í tengslum við raunveruleikan. En menn þrjóskast við og láta eins og þeir geti ekkert annað gert. Það sama á við um samtal greinarinnar við samfélagið sem á henni mjög margt að þakka. Þar ríkir lítið traust á milli og afar lítill skilningur um ólíkar afstöður en engu að síður er viðhöfð sama vonlausa nálgunin, pakkað í vörn og haldið áfram eins og ekkert sé. Það eru fáar atvinnugreinar á Íslandi sem eiga jafn ríka og áhugaverða sögu og sjávarútvegur og standa frammi fyrir jafn spennandi framtíðartækifærum fyrir ungt fólk af öllum kynjum og komandi kynslóðir. En skeytingarleysi gagnvart eðlilegum og nútímalegum viðmiðum og tilfinningalesblindan sem fær menn til að skipa 19 manna stjórn með 19 miðaldra karlmönnum, grefur undan tækifærunum og færir þá sem annars ættu að líta á sjávarútveginn sem Sílikondal þjóðarinnar til þess að horfa annað. Þar að auki gerir þetta dómgreindarleysi konunum í greininni ómögulegt að standa með sínum mönnum og það er það síðasta sem þeir þurfa á að halda. Höfundur er stofnandi Niceland Seafood.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun