Þungunarrofsfrumvarp beið skipbrot í öldungadeild Bandaríkjaþings Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2022 09:31 Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, ræddi við fréttamenn eftir að öldungadeildin felldi frumvarpið í gær. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi frumvarp demókrata um að binda rétt kvenna til þungunarrofs í alríkislög í gærkvöldi. Fulltrúadeildin samþykkti lögin en allir öldungadeildarþingmenn repúblikana og einn íhaldssamur demókrati greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið var lagt fram eftir að drög að meirihlutaáliti Hæstaréttar Bandaríkjanna sem myndi afnema stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs láku í fjölmiðla fyrr í þessum mánuði. Verði niðurstaða hæstaréttar í samræmi við drögin væri einstökum ríkjum frjálst að banna eða takmarka verulega aðgang að þungunarrofi. „Því miður brást öldungadeildin í að koma rétti kvenna til að taka ákvarðanir um eigin líkama til varnar,“ sagði Kamala Harris, varaforseti eftir atkvæðagreiðsluna. Hefði frumvarpið orðið að lögum hefði það bannað ríkjum að leggja takmarkanir á þungunarrof sem væri ekki læknisfræðilega nauðsynlegar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrst og fremst hefði það átt við um þungunarrof áður en fóstur er talið lífvænlegt, í kringum 24. viku meðgöngu. Repúblikanar sökuðu demókrata um öfgar þar sem frumvarpið hefði einnig bannað ríkjum að banna þungunarrof eftir 24. viku ef læknar telur áframhaldandi meðgöngu ógna lífi eða heilsu konu. Á sama tíma fá nú drög að frumvörpum um bann eða takmarkanir við þungunarrof á landsvísu aukinn hljómgrunn á meðal repúblikana sem eru líklegir til að taka völdin í báðum deildum þingsins í kosningum í haust. Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira
Frumvarpið var lagt fram eftir að drög að meirihlutaáliti Hæstaréttar Bandaríkjanna sem myndi afnema stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs láku í fjölmiðla fyrr í þessum mánuði. Verði niðurstaða hæstaréttar í samræmi við drögin væri einstökum ríkjum frjálst að banna eða takmarka verulega aðgang að þungunarrofi. „Því miður brást öldungadeildin í að koma rétti kvenna til að taka ákvarðanir um eigin líkama til varnar,“ sagði Kamala Harris, varaforseti eftir atkvæðagreiðsluna. Hefði frumvarpið orðið að lögum hefði það bannað ríkjum að leggja takmarkanir á þungunarrof sem væri ekki læknisfræðilega nauðsynlegar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrst og fremst hefði það átt við um þungunarrof áður en fóstur er talið lífvænlegt, í kringum 24. viku meðgöngu. Repúblikanar sökuðu demókrata um öfgar þar sem frumvarpið hefði einnig bannað ríkjum að banna þungunarrof eftir 24. viku ef læknar telur áframhaldandi meðgöngu ógna lífi eða heilsu konu. Á sama tíma fá nú drög að frumvörpum um bann eða takmarkanir við þungunarrof á landsvísu aukinn hljómgrunn á meðal repúblikana sem eru líklegir til að taka völdin í báðum deildum þingsins í kosningum í haust.
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira