Vonar að konan taki því fagnandi að sjá meira af honum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2022 10:41 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveður embættið. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bæði aldurinn og staðan í kórónuveirufaraldrinum séu ástæður þess að hann ætli að hætta störfum í haust. Ákvörðunin sé algjörlega tekin á hans forsendum. Embætti landlæknis hefur auglýst starf sóttvarnalæknis til umsóknar. Ástæðan er sú að Þórólfur, fastagestur á sjónvarpsskjám landsmanna undanfarin tvö ár, hefur ákveðið að stíga af sviðinu. Þórólfur sagði í viðtali við Véstein Örn Pétursson fréttamann, sem sýnt var beint á Vísi á tólfta tímanum, að Covid-19 faraldurinn væri þrátt fyrir allt ekki búinn. Nú væri góður tími hér á landi til að fara yfir farinn veg, huga að sóttvörnum að nýju og gera síðustu tvö ár upp. „Þetta er góður tími fyrir mig og sóttvarnirnar að stokka upp,“ sagði Þórólfur. Hann segir gott að fá nýjan mann í brúna. Margt þurfi að gera upp. Búa til nýja viðbragðsáætlun enda muni koma annar faraldur og þá þurfi að búa að reynslunni. Hann útilokar ekki að koma að þeirri vinnu en það sé þó óráðið. Fjölskyldan í forgang Óvíst er hvað taki við en hann ætli þó að setja fókusinn á sjálfan sig og fjölskylduna. Aðspurður segist hann vona að eiginkonan taki því fagnandi að hann sé að hætta og sjái meira af honum. Þórólfur lítur stoltur um farinn veg, þakklátur fyrir samvinnuna með öllum sem hönd hafi lagt á plóg hjá landlækni og almannavörnum. En því sé fjarri að kominn sé endapunktur í sóttvörnum. „Þetta er eilífðarverkefni.“ Þá segir hann starf sóttvarnalæknis afar skemmtilegt. Að vinna við það fag sem hann hafi lagt fyrir sig og með frábæru fólki. „Það eru forréttindi.“
Embætti landlæknis hefur auglýst starf sóttvarnalæknis til umsóknar. Ástæðan er sú að Þórólfur, fastagestur á sjónvarpsskjám landsmanna undanfarin tvö ár, hefur ákveðið að stíga af sviðinu. Þórólfur sagði í viðtali við Véstein Örn Pétursson fréttamann, sem sýnt var beint á Vísi á tólfta tímanum, að Covid-19 faraldurinn væri þrátt fyrir allt ekki búinn. Nú væri góður tími hér á landi til að fara yfir farinn veg, huga að sóttvörnum að nýju og gera síðustu tvö ár upp. „Þetta er góður tími fyrir mig og sóttvarnirnar að stokka upp,“ sagði Þórólfur. Hann segir gott að fá nýjan mann í brúna. Margt þurfi að gera upp. Búa til nýja viðbragðsáætlun enda muni koma annar faraldur og þá þurfi að búa að reynslunni. Hann útilokar ekki að koma að þeirri vinnu en það sé þó óráðið. Fjölskyldan í forgang Óvíst er hvað taki við en hann ætli þó að setja fókusinn á sjálfan sig og fjölskylduna. Aðspurður segist hann vona að eiginkonan taki því fagnandi að hann sé að hætta og sjái meira af honum. Þórólfur lítur stoltur um farinn veg, þakklátur fyrir samvinnuna með öllum sem hönd hafi lagt á plóg hjá landlækni og almannavörnum. En því sé fjarri að kominn sé endapunktur í sóttvörnum. „Þetta er eilífðarverkefni.“ Þá segir hann starf sóttvarnalæknis afar skemmtilegt. Að vinna við það fag sem hann hafi lagt fyrir sig og með frábæru fólki. „Það eru forréttindi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Tengdar fréttir Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent