Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Fram 4-1 | Meistararnir unnu öruggan sigur gegn nýliðunum Árni Jóhannsson skrifar 12. maí 2022 22:20 Víkingur gerði vel í kvöld. vísir/Hulda margrét Íslandsmeistarar Víkings unnu öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti nýliðum Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld í fimmtu umferð. Víkingur hafði lítið fyrir því að klára verkefnið og sitja í fjórða sæti eftir að hafa spilað sex leiki. Það voru hinsvegar gestirnir sem byrjuðu betur og sköpuðu sér fyrstu færi leiksins og hafði maður á tilfinningunni að eitthvað undarlegt gæti gerst í kvöld á Heimavelli hamingjunnar. Sú tilfinnining var kæfð niður strax á 10. mínútu leiksins þegar heimamenn komust yfir. Eftir hornspyrnu gekk gestunum illa að koma boltanum frá markinu. Boltanum var spyrnt fyrir markið og Peter Oliver Ekroth skallaði boltann boltann inn í markteig á Helga Guðjónsson sem var mættur til að skalla boltann í opið markið. Framarar voru ekki með á nótunum í vörninni en það átti eftir að endurtaka sig tvisvar í fyrri hálfleik. Á 21. mínútu tvöfaldaði Víkingur forskot sitt og þar var á ferðinni Erlingur Agnarsson. Karl Friðleifur Gunnarsson tók við boltanum við D bogann eftir að fyrirgjöf var skölluð frá. Hann sólaði einn og potaði boltanum með tánni inn á Erling sem var ekki dekkaður og hann þakkaði pent fyrir sig og dúndraði boltanum í þaknetið. Gott mark og forskotið verðskuldað. Aftur var Erlingur á ferðinni á 26. mínútu á auðum sjó eftir stungusendingu frá Kristali Mána. Hann sólaði Ólaf Íshólm, markvörð, og lagði boltann í netið. 3-0 staðreynd og heimamenn leyfðu sér að draga úr ákefð sinni og sigldu heim í hálfleik með öruggt forskot. Fram kom ákveðnara út í seinni hálfleik og eftir lítið áhlaup heimamanna í byrjun hans þá færðu Framarar sig upp á skaftið. Á 62. mínútu uppskáru þeir mark sem hleypti smá lífi í þeirra leik og vonir. Hlynur Atli Magnússon var allt í einu kominn upp að vítateig heimamanna og lét boltann vaða í átt að nærhorninu. Ingvar í markinu hafði hönd á bolta en ekki nógu sterkan úlnlið til að halda boltanum úti og Framarar allt í einu komnir inn í leikinn að manni fannst. Vonir gestanna voru þó slökktar algjörlega þegar Delphin Tshiembe varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Birnir Snær Ingason átti góða fyrirgjöf með jörðinni inn í markteiginn og þar rak Delphin tána á boltann og í netið. Fram reynda að halda neistanum en hann varð aldrei að báli. Á 74. mínútu áttu svo heimamenn að fá víti en þrátt fyrir að varnarmaður Framara hafi vel sjáanlega ýtt Axel Frey Harðarsyni í bakið í vítateignum þá var öllum mótmælum vísað til föðurhúsanna. Arnar Gunnlaugsson hoppa mikið á hliðarlínunni en hann sagði í viðtali eftir leik, brosandi, að dómarar ættu einn séns í viðbót hjá honum. Leikurin leið svo út og Víkingur gat fagnað sigri með sínum aðdáendum sem fengu mikið fyrir peninginn í kvöld. Afhverju vann Víkingur? Víkingur er betra fótboltalið. Þeir sýndu gæði sínum á köflum en Fram náði ekki að sýna nógu mikla mótspyrnu. Víkingur nýtti færin sín vel og varnarleikur gestanna var alls ekki nógu góður. Hvað gekk illa? Varnarleikur Fram gekk illa. Eins og áður segir þá voru leikmenn Víkings ekki dekkaðir í mörkunum í fyrri hálfleik og menn þurfa að súpa seyðið af því. Að auki gekk illa að búa til sóknir hjá Fram en þeir náðu þó að nýta eina af fáum. Bestir á vellinum Erlingur Agnarsson skoraði tvö mörk í kvöld og átti mikinn þátt í sóknarleik sinna manna í kvöld. Aðrir sóknarmenn voru líka í fantagóðum gír á löngum köflum en það reyndi síðan ekki mikið á varnarmenn liðsins. Hjá Fram var fátt um fína drætti og voru það helst varamennirnir sem gáfu liðinu líf en ekki nóg til að fá eitthvað úr leiknum. Hvað næst? Það er stórleikur í næstu umferð. Liðin sem áttust við um titilinn í fyrra. Víkingur og Breiðablik munu mætast hérna í Víkinni. Framarar sjá væntanlega líka möguleika á að ná í sigur en þeir fara í Breiðholtið og spila við Leikni en bæði lið hafa ekki unnið leik og því verður þetta áhugaverður leikur. Hlynur Atli: Við erum að þora að halda í okkar leik Fyrirliði Framara, Hlynur Atli Magnússon, var að vonum súr með niðurstöðuna eftir tapið í kvöld en gat þó séð einhver jákvæð merki í leik liðsins. Hann var spurður út í hvað Fram hefði getað gert betur. „Kannski í fyrri hálfleik þá fannst mér við frekar sundurslitnir og það er erfitt að vera 3-0 undir eftir ca. 20 mínútur. Við náðum ekki að klukka þá nægjanlega vel og erum sofandi á verðinum og það leiðir eitt af öðru og þeir ná að koma á blindu hliðina hjá okkur í allavega tveimur mörkum og þá er bara á brattan að sækja fyrir okkur. Víkingur er sterkt lið og við vissum að þeir myndu mæta alveg jafn hungraðir og við í þennan leik til að sækja sigur.“ Hlynur náði að skora en skömmu síðar fengur hans menn mark á móti í andlitið. Var hann spurður að því hvort það hafi ekki slegið þá aftur niður á jörðina. „Mér fannst vera orðinn góður tónn hjá okkur þegar við skorum markið. Auðvitað var það klaufalegt að fá á okkur þetta fjórða mark. Það var náttúrlega ekki ætlun hans að setja boltann í eigið net. Mér fannst vera kominn góður taktur í okkur þá og við að blása meira til sóknar og náðum að halda betur í boltann. Við vorum jafnvel óheppnir að ná ekki að setja fleiri mörk en við verðum bara að halda áfram og taka það jákvæða úr þessum leik yfir í þann næsta.“ Hlynur var þá spurður að því hvað væri jákvætt hægt að taka út úr þessum leik. „Við erum að þora að halda í okkar leik. Við viljum halda í boltann og viljum fá hann í lappir. Segjum sem svo, ef og hefði, að við hefðum ekki verið 3-0 undir eftir 20 þá hefði þetta verið jafnari leikur fyrir vikið. Við förum í baklás eftir annað markið en við reynum mikið frekar að sækja á þá í seinni hálfleik en við gerðum í fyrri og ég tel að við höfum gert það.“ Hlynur skoraði mark Framara og var hann spurður hvort það gerði eitthvað fyrir hann persónulega að ná í markið. „Algjörlega. Maður kann náttúrlega ekkert að fagna eða að skora yfir höfuð en þegar þau koma þá er það sætt. Manni er aldrei hleypt fram í einhver skot en ég hef oft sagt það að maður á þetta til. Ég vonaði að þetta hefði fært meira líf í okkur og ef við hefðum náð öðru marki þá hefði þetta verið allt annar leikur. Markið telur samt ekki og það er eins og það er.“ Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Arnar: Maður er kannski bara gráðugur á línunni og vill meira Víkingur átti næsta auðvelt með Fram í kvöld þegar þeir unnu 4-1 sigur á gestum sínum. Leikið var í fimmtu umferð Bestu deildarinnar og var sigurinn aldrei í hættu. Þjálfari Víkings viðurkenndi það að vera gráðugur og að hafa viljað meira frá sínum mönnum en stigin voru vel þegin. 12. maí 2022 21:45
Íslandsmeistarar Víkings unnu öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti nýliðum Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld í fimmtu umferð. Víkingur hafði lítið fyrir því að klára verkefnið og sitja í fjórða sæti eftir að hafa spilað sex leiki. Það voru hinsvegar gestirnir sem byrjuðu betur og sköpuðu sér fyrstu færi leiksins og hafði maður á tilfinningunni að eitthvað undarlegt gæti gerst í kvöld á Heimavelli hamingjunnar. Sú tilfinnining var kæfð niður strax á 10. mínútu leiksins þegar heimamenn komust yfir. Eftir hornspyrnu gekk gestunum illa að koma boltanum frá markinu. Boltanum var spyrnt fyrir markið og Peter Oliver Ekroth skallaði boltann boltann inn í markteig á Helga Guðjónsson sem var mættur til að skalla boltann í opið markið. Framarar voru ekki með á nótunum í vörninni en það átti eftir að endurtaka sig tvisvar í fyrri hálfleik. Á 21. mínútu tvöfaldaði Víkingur forskot sitt og þar var á ferðinni Erlingur Agnarsson. Karl Friðleifur Gunnarsson tók við boltanum við D bogann eftir að fyrirgjöf var skölluð frá. Hann sólaði einn og potaði boltanum með tánni inn á Erling sem var ekki dekkaður og hann þakkaði pent fyrir sig og dúndraði boltanum í þaknetið. Gott mark og forskotið verðskuldað. Aftur var Erlingur á ferðinni á 26. mínútu á auðum sjó eftir stungusendingu frá Kristali Mána. Hann sólaði Ólaf Íshólm, markvörð, og lagði boltann í netið. 3-0 staðreynd og heimamenn leyfðu sér að draga úr ákefð sinni og sigldu heim í hálfleik með öruggt forskot. Fram kom ákveðnara út í seinni hálfleik og eftir lítið áhlaup heimamanna í byrjun hans þá færðu Framarar sig upp á skaftið. Á 62. mínútu uppskáru þeir mark sem hleypti smá lífi í þeirra leik og vonir. Hlynur Atli Magnússon var allt í einu kominn upp að vítateig heimamanna og lét boltann vaða í átt að nærhorninu. Ingvar í markinu hafði hönd á bolta en ekki nógu sterkan úlnlið til að halda boltanum úti og Framarar allt í einu komnir inn í leikinn að manni fannst. Vonir gestanna voru þó slökktar algjörlega þegar Delphin Tshiembe varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Birnir Snær Ingason átti góða fyrirgjöf með jörðinni inn í markteiginn og þar rak Delphin tána á boltann og í netið. Fram reynda að halda neistanum en hann varð aldrei að báli. Á 74. mínútu áttu svo heimamenn að fá víti en þrátt fyrir að varnarmaður Framara hafi vel sjáanlega ýtt Axel Frey Harðarsyni í bakið í vítateignum þá var öllum mótmælum vísað til föðurhúsanna. Arnar Gunnlaugsson hoppa mikið á hliðarlínunni en hann sagði í viðtali eftir leik, brosandi, að dómarar ættu einn séns í viðbót hjá honum. Leikurin leið svo út og Víkingur gat fagnað sigri með sínum aðdáendum sem fengu mikið fyrir peninginn í kvöld. Afhverju vann Víkingur? Víkingur er betra fótboltalið. Þeir sýndu gæði sínum á köflum en Fram náði ekki að sýna nógu mikla mótspyrnu. Víkingur nýtti færin sín vel og varnarleikur gestanna var alls ekki nógu góður. Hvað gekk illa? Varnarleikur Fram gekk illa. Eins og áður segir þá voru leikmenn Víkings ekki dekkaðir í mörkunum í fyrri hálfleik og menn þurfa að súpa seyðið af því. Að auki gekk illa að búa til sóknir hjá Fram en þeir náðu þó að nýta eina af fáum. Bestir á vellinum Erlingur Agnarsson skoraði tvö mörk í kvöld og átti mikinn þátt í sóknarleik sinna manna í kvöld. Aðrir sóknarmenn voru líka í fantagóðum gír á löngum köflum en það reyndi síðan ekki mikið á varnarmenn liðsins. Hjá Fram var fátt um fína drætti og voru það helst varamennirnir sem gáfu liðinu líf en ekki nóg til að fá eitthvað úr leiknum. Hvað næst? Það er stórleikur í næstu umferð. Liðin sem áttust við um titilinn í fyrra. Víkingur og Breiðablik munu mætast hérna í Víkinni. Framarar sjá væntanlega líka möguleika á að ná í sigur en þeir fara í Breiðholtið og spila við Leikni en bæði lið hafa ekki unnið leik og því verður þetta áhugaverður leikur. Hlynur Atli: Við erum að þora að halda í okkar leik Fyrirliði Framara, Hlynur Atli Magnússon, var að vonum súr með niðurstöðuna eftir tapið í kvöld en gat þó séð einhver jákvæð merki í leik liðsins. Hann var spurður út í hvað Fram hefði getað gert betur. „Kannski í fyrri hálfleik þá fannst mér við frekar sundurslitnir og það er erfitt að vera 3-0 undir eftir ca. 20 mínútur. Við náðum ekki að klukka þá nægjanlega vel og erum sofandi á verðinum og það leiðir eitt af öðru og þeir ná að koma á blindu hliðina hjá okkur í allavega tveimur mörkum og þá er bara á brattan að sækja fyrir okkur. Víkingur er sterkt lið og við vissum að þeir myndu mæta alveg jafn hungraðir og við í þennan leik til að sækja sigur.“ Hlynur náði að skora en skömmu síðar fengur hans menn mark á móti í andlitið. Var hann spurður að því hvort það hafi ekki slegið þá aftur niður á jörðina. „Mér fannst vera orðinn góður tónn hjá okkur þegar við skorum markið. Auðvitað var það klaufalegt að fá á okkur þetta fjórða mark. Það var náttúrlega ekki ætlun hans að setja boltann í eigið net. Mér fannst vera kominn góður taktur í okkur þá og við að blása meira til sóknar og náðum að halda betur í boltann. Við vorum jafnvel óheppnir að ná ekki að setja fleiri mörk en við verðum bara að halda áfram og taka það jákvæða úr þessum leik yfir í þann næsta.“ Hlynur var þá spurður að því hvað væri jákvætt hægt að taka út úr þessum leik. „Við erum að þora að halda í okkar leik. Við viljum halda í boltann og viljum fá hann í lappir. Segjum sem svo, ef og hefði, að við hefðum ekki verið 3-0 undir eftir 20 þá hefði þetta verið jafnari leikur fyrir vikið. Við förum í baklás eftir annað markið en við reynum mikið frekar að sækja á þá í seinni hálfleik en við gerðum í fyrri og ég tel að við höfum gert það.“ Hlynur skoraði mark Framara og var hann spurður hvort það gerði eitthvað fyrir hann persónulega að ná í markið. „Algjörlega. Maður kann náttúrlega ekkert að fagna eða að skora yfir höfuð en þegar þau koma þá er það sætt. Manni er aldrei hleypt fram í einhver skot en ég hef oft sagt það að maður á þetta til. Ég vonaði að þetta hefði fært meira líf í okkur og ef við hefðum náð öðru marki þá hefði þetta verið allt annar leikur. Markið telur samt ekki og það er eins og það er.“
Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Arnar: Maður er kannski bara gráðugur á línunni og vill meira Víkingur átti næsta auðvelt með Fram í kvöld þegar þeir unnu 4-1 sigur á gestum sínum. Leikið var í fimmtu umferð Bestu deildarinnar og var sigurinn aldrei í hættu. Þjálfari Víkings viðurkenndi það að vera gráðugur og að hafa viljað meira frá sínum mönnum en stigin voru vel þegin. 12. maí 2022 21:45
Arnar: Maður er kannski bara gráðugur á línunni og vill meira Víkingur átti næsta auðvelt með Fram í kvöld þegar þeir unnu 4-1 sigur á gestum sínum. Leikið var í fimmtu umferð Bestu deildarinnar og var sigurinn aldrei í hættu. Þjálfari Víkings viðurkenndi það að vera gráðugur og að hafa viljað meira frá sínum mönnum en stigin voru vel þegin. 12. maí 2022 21:45
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti