Valsfjölskylda gæti hafa varið 250 þúsund krónum í miða á tveimur mánuðum Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2022 08:01 Stuðningsmenn Vals á öllum aldri hafa skemmt sér vel síðustu vikurnar. vísir/Hulda Margrét Valsarar ætla sér að vera stórveldi í stóru boltagreinunum þremur, hjá konum og körlum, eins og síðustu vikur hafa sýnt svo glögglega. Stuðningsmenn Vals gætu mögulega mætt á 29 heimaleiki á aðeins tveimur mánuðum. Valur hefur átt fulltrúa í öllum úrslitakeppnunum fjórum í handbolta og körfubolta og á einnig lið í fremstu röð í Bestu deildum karla og kvenna. Lið félagsins hafa jafnvel verið að spila þrjá leiki á sama degi og mikið líf og fjör verið á Hlíðarenda, eins og til að mynda í gærkvöld þegar kvennaliðið í handbolta og karlaliðið í körfubolta spiluðu. Vísitöluvalsfjölskylda gæti því hafa varið 134 þúsund krónum í miðakaup með því að mæta aðeins á heimaleiki Vals í apríl og maí, hjá liðunum sex sem félagið á í handbolta, körfubolta og fótbolta. Miði fyrir fullorðinn kostar í flestum tilvikum 2.000 krónur. Valsarar hafa getað fagnað mikið síðustu vikur og gætu uppskorið fleiri en einn og fleiri en tvo Íslandsmeistaratitla.vísir/Hulda Margrét Ef útileikjunum í þessum tveimur mánuðum er bætt við hátt í tvöfaldast upphæðin og nemur 253.000 krónum hjá einni fjölskyldu, með tvo fullorðna og tvö börn. Fjölskyldan þyrfti þá að mæta á alla 55 leikina sem í boði voru og eru á 61 degi í apríl og maí. Í þessari upphæð er þó gert ráð fyrir því að Valur komist í fimm leikja úrslitaeinvígi í Olís-deild kvenna í handbolta og að til oddaleikja komi í úrslitunum í Olís-deild karla, þar sem Valur mætir ÍBV, og í Subway-deild karla í körfubolta. Valskonur féllu út í undanúrslitum í Subway-deild kvenna en náðu þó að spila tvo heimaleiki. Við bætist ferðakostnaður og kaup á veitingum Í upphæðinni er hins vegar aðeins kostnaður við miða. Ekki er gert ráð fyrir ferðakostnaði en stuðningsmenn Vals fá til dæmis tvö tækifæri til að heimsækja Skagafjörð í þessum mánuði. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir kostnaði við kalt öl í Fjósinu fyrir leik eða kaupum á hamborgurum og öðru sjoppufæði sem í boði er fyrir fjölskyldur á leikjum á Hlíðarenda og ætti að færa Val helling af krónum í kassann. Spennan er mikil í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta.vísir/bára Aðeins dýrara á úrslitin í körfunni Samkvæmt upplýsingum frá Val er miðaverð á leiki í flestum tilvikum 2.000 krónur og frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Þó hefur kostað 2.500 krónur á leiki karlaliðsins í körfubolta sem freistar þess að vinna langþráðan Íslandsmeistaratitil, og 1.000 krónur fyrir börn. Hér að neðan má sjá heimaleiki Vals á Hlíðarenda í apríl og maí, í handbolta, körfubolta og fótbolta. Mögulegt er að einn bikarleikur bætist við hjá kvennaliðinu í fótbolta. Heimaleikir Vals í apríl og maí Kvennalið Vals í handbolta: 3. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 14. apríl: Valur – KA/Þór, deildarleikur 6. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 12. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit Einnig mögulega: 16. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 23. maí: Valur – Fram, úrslit 29. maí: Valur – Fram, úrslit Karlalið Vals í handbolta: 6. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 21. apríl: Valur – Fram, 8-liða úrslit 2. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 8. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 19. maí: Valur – ÍBV, úrslit 25. maí: Valur – ÍBV, úrslit Einnig mögulega: 30. maí: Valur – ÍBV, úrslit Kvennalið Vals í körfubolta: 4. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit 10. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit Karlalið Vals í körfubolta: 5. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 11. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 23. apríl: Valur – Þór Þ., undanúrslit 6. maí: Valur – Tindastóll, úrslit 12. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Einnig mögulega: 18. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Kvennalið Vals í fótbolta: 26. apríl: Valur – Þróttur, deildarleikur 9. maí: Valur – Keflavík, deildarleikur 19. maí: Valur – KR, deildarleikur Karlalið Vals í fótbolta: 19. apríl: Valur – ÍBV, deildarleikur 30. apríl: Valur – KR, deildarleikur 11. maí: Valur – ÍA, deildarleikur 22. maí: Valur – Víkingur, deildarleikur Valur Subway-deild kvenna Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Valur hefur átt fulltrúa í öllum úrslitakeppnunum fjórum í handbolta og körfubolta og á einnig lið í fremstu röð í Bestu deildum karla og kvenna. Lið félagsins hafa jafnvel verið að spila þrjá leiki á sama degi og mikið líf og fjör verið á Hlíðarenda, eins og til að mynda í gærkvöld þegar kvennaliðið í handbolta og karlaliðið í körfubolta spiluðu. Vísitöluvalsfjölskylda gæti því hafa varið 134 þúsund krónum í miðakaup með því að mæta aðeins á heimaleiki Vals í apríl og maí, hjá liðunum sex sem félagið á í handbolta, körfubolta og fótbolta. Miði fyrir fullorðinn kostar í flestum tilvikum 2.000 krónur. Valsarar hafa getað fagnað mikið síðustu vikur og gætu uppskorið fleiri en einn og fleiri en tvo Íslandsmeistaratitla.vísir/Hulda Margrét Ef útileikjunum í þessum tveimur mánuðum er bætt við hátt í tvöfaldast upphæðin og nemur 253.000 krónum hjá einni fjölskyldu, með tvo fullorðna og tvö börn. Fjölskyldan þyrfti þá að mæta á alla 55 leikina sem í boði voru og eru á 61 degi í apríl og maí. Í þessari upphæð er þó gert ráð fyrir því að Valur komist í fimm leikja úrslitaeinvígi í Olís-deild kvenna í handbolta og að til oddaleikja komi í úrslitunum í Olís-deild karla, þar sem Valur mætir ÍBV, og í Subway-deild karla í körfubolta. Valskonur féllu út í undanúrslitum í Subway-deild kvenna en náðu þó að spila tvo heimaleiki. Við bætist ferðakostnaður og kaup á veitingum Í upphæðinni er hins vegar aðeins kostnaður við miða. Ekki er gert ráð fyrir ferðakostnaði en stuðningsmenn Vals fá til dæmis tvö tækifæri til að heimsækja Skagafjörð í þessum mánuði. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir kostnaði við kalt öl í Fjósinu fyrir leik eða kaupum á hamborgurum og öðru sjoppufæði sem í boði er fyrir fjölskyldur á leikjum á Hlíðarenda og ætti að færa Val helling af krónum í kassann. Spennan er mikil í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta.vísir/bára Aðeins dýrara á úrslitin í körfunni Samkvæmt upplýsingum frá Val er miðaverð á leiki í flestum tilvikum 2.000 krónur og frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Þó hefur kostað 2.500 krónur á leiki karlaliðsins í körfubolta sem freistar þess að vinna langþráðan Íslandsmeistaratitil, og 1.000 krónur fyrir börn. Hér að neðan má sjá heimaleiki Vals á Hlíðarenda í apríl og maí, í handbolta, körfubolta og fótbolta. Mögulegt er að einn bikarleikur bætist við hjá kvennaliðinu í fótbolta. Heimaleikir Vals í apríl og maí Kvennalið Vals í handbolta: 3. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 14. apríl: Valur – KA/Þór, deildarleikur 6. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 12. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit Einnig mögulega: 16. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 23. maí: Valur – Fram, úrslit 29. maí: Valur – Fram, úrslit Karlalið Vals í handbolta: 6. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 21. apríl: Valur – Fram, 8-liða úrslit 2. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 8. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 19. maí: Valur – ÍBV, úrslit 25. maí: Valur – ÍBV, úrslit Einnig mögulega: 30. maí: Valur – ÍBV, úrslit Kvennalið Vals í körfubolta: 4. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit 10. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit Karlalið Vals í körfubolta: 5. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 11. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 23. apríl: Valur – Þór Þ., undanúrslit 6. maí: Valur – Tindastóll, úrslit 12. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Einnig mögulega: 18. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Kvennalið Vals í fótbolta: 26. apríl: Valur – Þróttur, deildarleikur 9. maí: Valur – Keflavík, deildarleikur 19. maí: Valur – KR, deildarleikur Karlalið Vals í fótbolta: 19. apríl: Valur – ÍBV, deildarleikur 30. apríl: Valur – KR, deildarleikur 11. maí: Valur – ÍA, deildarleikur 22. maí: Valur – Víkingur, deildarleikur
Kvennalið Vals í handbolta: 3. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 14. apríl: Valur – KA/Þór, deildarleikur 6. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 12. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit Einnig mögulega: 16. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 23. maí: Valur – Fram, úrslit 29. maí: Valur – Fram, úrslit Karlalið Vals í handbolta: 6. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 21. apríl: Valur – Fram, 8-liða úrslit 2. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 8. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 19. maí: Valur – ÍBV, úrslit 25. maí: Valur – ÍBV, úrslit Einnig mögulega: 30. maí: Valur – ÍBV, úrslit Kvennalið Vals í körfubolta: 4. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit 10. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit Karlalið Vals í körfubolta: 5. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 11. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 23. apríl: Valur – Þór Þ., undanúrslit 6. maí: Valur – Tindastóll, úrslit 12. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Einnig mögulega: 18. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Kvennalið Vals í fótbolta: 26. apríl: Valur – Þróttur, deildarleikur 9. maí: Valur – Keflavík, deildarleikur 19. maí: Valur – KR, deildarleikur Karlalið Vals í fótbolta: 19. apríl: Valur – ÍBV, deildarleikur 30. apríl: Valur – KR, deildarleikur 11. maí: Valur – ÍA, deildarleikur 22. maí: Valur – Víkingur, deildarleikur
Valur Subway-deild kvenna Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum