„Firðinum er vonandi ekki mikil hætta búin“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2022 23:24 Ólafur Hreggviður Sigurðsson, heimastjórnarmaður á Seyðisfirði, og Pétur Heimisson, frambjóðandi VG í Múlaþingi, eru á öndverðum meiði um fyrirhugað fiskeldi í Seyðisfirði. Vísir/Egill Frambjóðandi VG í Múlaþingi telur andstöðu Seyðfirðinga við fyrirhugað fiskeldi fordæmalausa á landsvísu. Þá hafi bæjarbúar sýnt að þeir séu færir um atvinnusköpun með öðrum leiðum. Heimastjórnarmaður telur andstöðuna ofmetna og segir eldið ómissandi fyrir uppbyggingu. Það hefur staðið til um árabil að hefja sjókvíaeldi í Seyðisfirði - en fyrirætlanirnar eru umdeildar. Málið er einnig hápólitískt en Vinstri græn í Múlaþingi setja sig eindregið upp á móti fyrirætlunum Fiskeldis Austfjarða um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi úti fyrir Seyðisfirði. Sú afstaða er einkum á grundvelli náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Péturs Heimissonar, læknis og þriðja manns á lista VG fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. En skoðanir íbúa leika einnig stórt hlutverk. Pétur vísar til þess að nöfn 55 prósent Seyðfirðinga hafi verið á undirskriftarlista sem skilað var til sveitastjórnar Múlaþings árið 2020. „Sem var ekki neitt „hérumbil“. Bara á móti laxeldi í opnum sjókvíum í firðinum sínum í allri mynd. Og í máli Skipulagsstofnunar er jafnvel ekki til dæmi um aðra eins andstöðu við akkúrat þennan iðnað,“ segir Pétur. Á hitafundi um málið í vor hafi forsvarsmenn sagt að ráðist yrði í eldið í sátt við íbúa. „Þannig að firðinum er vonandi ekki mikil hætta búin. Því að það sem til þarf er að sveitastjórn standi með náttúrunni og íbúunum. Og þá verður ekki laxeldi hér.“ Loksins fyrirtæki sem hefur áhuga En Ólafur Hreggviður Sigurðsson heimastjórnarmaður á Seyðisfirði fagnar áformunum. „Þetta markar ákveðin tímamót í atvinnusögu Seyðisfjarðar. Að fá hérna loksins fyrirtæki sem er tilbúið að leggja pening inn í Seyðisfjörð. Það er rosalega langt síðan það gerðist síðast. Og hér veitir okkur ekki af að fá meiri fjölbreytni í atvinnulífið.“ Stór hluti þeirra sem skrifuðu undir listann á sínum tíma hafi þar mótmælt fyrirætlunum um fiskeldi rétt við höfnina. „Það var hins vegar flautað af algjörlega og tekið út fyrir sviga. Og það verða engar kvíar á því svæði. Þeir munu bara nota þrjú svæði utarlega í firðinum, sem eru ekki í daglegri augsýn okkar bæjarbúa,“ segir Ólafur. Fiskeldi Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira
Það hefur staðið til um árabil að hefja sjókvíaeldi í Seyðisfirði - en fyrirætlanirnar eru umdeildar. Málið er einnig hápólitískt en Vinstri græn í Múlaþingi setja sig eindregið upp á móti fyrirætlunum Fiskeldis Austfjarða um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi úti fyrir Seyðisfirði. Sú afstaða er einkum á grundvelli náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Péturs Heimissonar, læknis og þriðja manns á lista VG fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. En skoðanir íbúa leika einnig stórt hlutverk. Pétur vísar til þess að nöfn 55 prósent Seyðfirðinga hafi verið á undirskriftarlista sem skilað var til sveitastjórnar Múlaþings árið 2020. „Sem var ekki neitt „hérumbil“. Bara á móti laxeldi í opnum sjókvíum í firðinum sínum í allri mynd. Og í máli Skipulagsstofnunar er jafnvel ekki til dæmi um aðra eins andstöðu við akkúrat þennan iðnað,“ segir Pétur. Á hitafundi um málið í vor hafi forsvarsmenn sagt að ráðist yrði í eldið í sátt við íbúa. „Þannig að firðinum er vonandi ekki mikil hætta búin. Því að það sem til þarf er að sveitastjórn standi með náttúrunni og íbúunum. Og þá verður ekki laxeldi hér.“ Loksins fyrirtæki sem hefur áhuga En Ólafur Hreggviður Sigurðsson heimastjórnarmaður á Seyðisfirði fagnar áformunum. „Þetta markar ákveðin tímamót í atvinnusögu Seyðisfjarðar. Að fá hérna loksins fyrirtæki sem er tilbúið að leggja pening inn í Seyðisfjörð. Það er rosalega langt síðan það gerðist síðast. Og hér veitir okkur ekki af að fá meiri fjölbreytni í atvinnulífið.“ Stór hluti þeirra sem skrifuðu undir listann á sínum tíma hafi þar mótmælt fyrirætlunum um fiskeldi rétt við höfnina. „Það var hins vegar flautað af algjörlega og tekið út fyrir sviga. Og það verða engar kvíar á því svæði. Þeir munu bara nota þrjú svæði utarlega í firðinum, sem eru ekki í daglegri augsýn okkar bæjarbúa,“ segir Ólafur.
Fiskeldi Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira