Skoðun

Ekki nýta samninginn í pólitískum til­gangi

Steinunn Ása Þorvaldsdóttir skrifar

Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks er mikilvægt plagg. Hann er eitt stærsta verkfærið okkar í baráttunni fyrir réttindum fatlaðs fólks. Við eigum að bera virðingu fyrir honum skilyrðislaust.

Það er óþægilegt að sjá fólk sem þekkir hann ekki nota hann í pólitískum tilgangi.

Samningurinn var fullgiltur árið 2016 en hann hefur ekki verið lögfestur að fullu. Það verður að uppfæra lögin svo við uppfyllum samninginn og bætum réttindi alls konar fólks með fötlun. Ríkisstjórnin þarf að hlusta á það að samningurinn verður að vera lögfestur að fullu núna. Ekki bíða með það.

Það var sorglegt að sjá frambjóðanda Framsóknarflokksins í Hafnarfirði reyna að nota samninginn án þess að þekkja hann, þegar hann lofaði að fullgilda samninginn mörgum árum eftir fullgildingu en án þess að hann sé lögfestur. Hans eigin flokkur er í ríkisstjórn og getur breytt því.

Þetta er enn eitt dæmi um stjórnmálafólk sem talar um fatlað fólk en ekki við það. Ekkert um mig án mín.

Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðra.




Skoðun

Sjá meira


×