Segir tvo hafa ráðist á son hennar meðan þrír aðrir horfðu á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2022 18:30 Hjördís segir að sonur hennar hafi ekki þekkt árásarmennina neitt. Vísir/Arnar Ungur maður varð fyrir fólskulegri og tilefnislausri árás í bílakjallara á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Maðurinn þekkti árásarmennina ekkert og segir móðir hans árásina hafa haft veruleg áhrif á hann. Lögregla segir mál svipuð þessu hafa komið á sitt borð undanfarið. Það var síðasta sunnudag sem maðurinn, sem er átján ára, stöðvaði bíl sinn í bílakjallara þar sem hann hafi aðeins þurft að dytta að bílnum sínum. Móðir hans segir að þar fyrir hafi verið fimm ungir menn sem sonur hennar þekkti ekkert. Í fyrstu hafi þeir látið son hennar í friði en þegar hann hafi ætlað að koma sér burt hafi þeir beðið hann um að koma út úr bílnum og ræða við þá. Í framhaldinu hafi tveir þeirra ráðist á hann á meðan hinir fylgdust með. „Nokkur högg, og hann svona áttar sig á því og ver sig bara. Setur hendurnar fyrir og öskrar á þessa stráka, af hverju þeir væru að þessu,“ segir Hjördís Bára Gestsdóttir, móðir unga mannsins. Hjördís segir son sinn hafa komið alblóðugan heim, með sprungna efri vör sem hafi þurft að sauma, mar og skrámur. Hann hafi sloppið óbrotinn en málið hafi tekið á hann andlega. Hún telur það hafa verið hárrétt viðbrögð hjá syni hennar að láta í sér heyra. Það hafi líklega orðið til þess að árásarmennirnir hafi að endingu látið sig hverfa. „Auðvitað er manni brugðið. Maður veit að þetta kemur til með að hafa áhrif. Það er ákveðin frelsissvipting sem að fylgir þessu. Þú ferð ekkert hvert sem er og hvenær sem er, og jafnvel ekki einn. Þú ert alltaf að líta um öxl þér og svoleiðis, þannig að mér er ekkert sama þegar hann er eitthvað á ferðinni.“ Ekki einsdæmi Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er málið nú til rannsóknar, auk þess sem sams konar mál hafi komið upp undanfarið. Það er að segja, líkamsárásarmál þar sem engin tengsl eru á milli brotaþola og árásarmanna og árásirnar virðast framdar án tilefnis eða aðdraganda. Oft sé um ungt fólk að ræða, stundum ólögráða. Í slíkum málum þurfi lögregla að grípa til ráðstafana í samstarfi við foreldra og barnaverndaryfirvöld. Þá eru dæmi þess að ungt fólk búi sér til ástæður til að efna til slagsmála, taki þau upp á síma sína og hlaði síðan upp á samfélagsmiðla. Hjördís segist telja forvarnastarfi vera ábótavant og hvetur foreldra til að fræða börnin sín svo sporna megi við ofbeldi meðal ungmenna. „Við þurfum öll virkilega að hugsa um þessa hluti og gera eitthvað í þessu. Það þarf bara að standa saman.“ Lögreglumál Börn og uppeldi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Það var síðasta sunnudag sem maðurinn, sem er átján ára, stöðvaði bíl sinn í bílakjallara þar sem hann hafi aðeins þurft að dytta að bílnum sínum. Móðir hans segir að þar fyrir hafi verið fimm ungir menn sem sonur hennar þekkti ekkert. Í fyrstu hafi þeir látið son hennar í friði en þegar hann hafi ætlað að koma sér burt hafi þeir beðið hann um að koma út úr bílnum og ræða við þá. Í framhaldinu hafi tveir þeirra ráðist á hann á meðan hinir fylgdust með. „Nokkur högg, og hann svona áttar sig á því og ver sig bara. Setur hendurnar fyrir og öskrar á þessa stráka, af hverju þeir væru að þessu,“ segir Hjördís Bára Gestsdóttir, móðir unga mannsins. Hjördís segir son sinn hafa komið alblóðugan heim, með sprungna efri vör sem hafi þurft að sauma, mar og skrámur. Hann hafi sloppið óbrotinn en málið hafi tekið á hann andlega. Hún telur það hafa verið hárrétt viðbrögð hjá syni hennar að láta í sér heyra. Það hafi líklega orðið til þess að árásarmennirnir hafi að endingu látið sig hverfa. „Auðvitað er manni brugðið. Maður veit að þetta kemur til með að hafa áhrif. Það er ákveðin frelsissvipting sem að fylgir þessu. Þú ferð ekkert hvert sem er og hvenær sem er, og jafnvel ekki einn. Þú ert alltaf að líta um öxl þér og svoleiðis, þannig að mér er ekkert sama þegar hann er eitthvað á ferðinni.“ Ekki einsdæmi Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er málið nú til rannsóknar, auk þess sem sams konar mál hafi komið upp undanfarið. Það er að segja, líkamsárásarmál þar sem engin tengsl eru á milli brotaþola og árásarmanna og árásirnar virðast framdar án tilefnis eða aðdraganda. Oft sé um ungt fólk að ræða, stundum ólögráða. Í slíkum málum þurfi lögregla að grípa til ráðstafana í samstarfi við foreldra og barnaverndaryfirvöld. Þá eru dæmi þess að ungt fólk búi sér til ástæður til að efna til slagsmála, taki þau upp á síma sína og hlaði síðan upp á samfélagsmiðla. Hjördís segist telja forvarnastarfi vera ábótavant og hvetur foreldra til að fræða börnin sín svo sporna megi við ofbeldi meðal ungmenna. „Við þurfum öll virkilega að hugsa um þessa hluti og gera eitthvað í þessu. Það þarf bara að standa saman.“
Lögreglumál Börn og uppeldi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira