Viðskipti innlent

Auður ráðin forstjóri Orkunnar

Smári Jökull Jónsson skrifar
Auður Daníelsdóttir er nýr forstjóri Orkunnar ehf.
Auður Daníelsdóttir er nýr forstjóri Orkunnar ehf. Orkuveita Reykjavíkur

Orkan IS ehf. hefur ráðið Auði Daníelsdóttur sem nýjan forstjóra. Auður kemur til Orkunnar frá Sjóvá þar sem hún hefur starfað síðan 2002.

Greint er frá ráðningunni á vef GlobalNewswire en þar kemur fram að rekstur Orkunnar IS nái til allra 73 þjónustustöðva Orkunnar, Extra, 10-11, Löðurs, Lyfjavals, Íslenska vetnisfélagsins í Gló. Þá fer félagið með eignarhald í félögunum Brauð & Co og WEDO sem rekur Heimkaup, Hópkaup og Bland.

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Orkunnar, segir það mikinn feng að fá Auði sem forstjóra félagsins.

„Hún hefur mikla þekkingu af rekstri og stjórnun og mun efla Orkuna og dótturfélög til betri verka.“

Auður hefur starfað hjá Sjóvá síðan 2002, nú síðast sem framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar. Hún er sjálf full tilhlökkunar.

„Fyrirtækið er á áhugaverðum stað þar sem breytingar hafa verið miklar og tækifærin mörg. Þjónusta við viðskiptavininn hefur alltaf skipað mikilvægan sess í mínum störfum og mun gera það áfram. Það liggja einnig mikil tækifæri í orkugeiranum og ekki síst frá umhverfis- og sjálfbærni hliðinni,“ segir Auður í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×