Erlent

Sex sagðir hafa látist vegna Co­vid-19 í Norður-Kóreu

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Verst virðist ástandið vera í höfuðborginni Pyongyang og þar hefur fólki verið gert að halda sig heima.
Verst virðist ástandið vera í höfuðborginni Pyongyang og þar hefur fólki verið gert að halda sig heima. Vísir/Vilhelm

Aðeins einum sólarhring eftir að kórónuveiran skaut fyrst upp kollinum í Norður-Kóreu, að sögn yfirvalda, hafa nú fyrstu dauðsföllin verið staðfest einnig.

Sex einstaklingar eru sagðir hafa látist eftir að hafa greinst með ómíkronafbrigði veirunnar.

Stjórnvöld í þessu einangraða ríki höfðu hingað til haldið því fram að veiran hefði ekki komist inn fyrir varnir ríkisins, þótt fáir sérfræðingar hafi lagt trú á þær yfirlýsingar.

Nú segjast yfirvöld hafa sett 187 þúsund manns í einangrun og að fólkið sé nú að fá viðeigandi meðferð gegn veirunni.

Verst virðist ástandið vera í höfuðborginni Pyongyang og þar hefur fólki verið gert að halda sig heima.

Óttast er að mikil útbreiðsla veirunnar geti leikið landið grátt, en landsmenn hafa fæstir fengið bóluefni gegn henni og heilbrigðiskerfi landsins bágborið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×