Mesta hrun í lokaúrslitum frá því eftir hrun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2022 12:00 Þetta leit rosalega vel út hjá Tindastólsmönnum fram eftir leik en svo fór allt úrskeiðis hjá þeim. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll var 21 stigi yfir í leiknum á móti Val á Hlíðarenda í gær en tókst að glutra því niður og lenda aftur undir í úrslitaeinvíginu á móti Val. Valsmenn grófu sig upp úr þessari stóru holu, unnu leikinn 94-89 og fá því tvo leiki til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn í 39 ár. Tindastólsmenn voru 52-31 yfir mínútu fyrir hálfleik en Valsmönnum tókst að minnka muninn í sextán stig fyrir hlé, 52-36. Fyrsta karfa seinni hálfleiks var þriggja stiga karfa frá Tindastólsmanninum Taiwo Badmus sem kom liðinu þá nítján stigum yfir, 55-36. Á þeim tímapunkti voru örugglega flestir ef ekki allir búnir að afskrifa Valsmenn sem skoruðu ekki fyrstu tvær mínúturnar í seinni hálfleik. Þá breyttist hins vegar allt en áhlaupið hófst með þriggja stiga körfum frá þeim Pavel Ermolinskij og Callum Reese Lawson. Valsmenn enduðu á því að vinna síðustu átján mínútur leiksins með 24 stiga mun, 48-24. Stólarnir skoruðu 55 stig á fyrstu 22 mínútum leiksins en aðeins 24 stig á síðustu 18 mínútunum. Stólarnir buðu þarna upp á mesta hrun hjá einu liði í lokaúrslitum frá Bankahruninu 2008. KKÍ hefur boðið upp á lifandi tölfræði frá árinu 2008 og þar er hægt að nálgast upplýsingar um forystu liða í hverjum leik frá þeim tíma. Fram að leiknum í gær þá voru Grindvíkingar það lið sem hafði misst niður mesta forskotið í leik í lokaúrslitum. Þeir voru sextán stigum yfir á móti KR á heimavelli í leik tvö í lokaúrslitunum 2017 (20-4) en töpuðu leiknum á endanum með einu stigi, 88-89. Eins og sjá má hér fyrir ofan þá skyldu sextán stig af liðin í fyrsta leikhlutanum en KR-ingar voru þá búnir að minnka muninn niður í tvö stig eftir fyrsta leikhlutann, 23-21. Tvö lið höfðu misst niður fjórtán stiga forskot í úrslitaeinvígunum frá 2008 til 2021 en það voru Stjörnumenn árið 2011 og KR-ingar árið 2019. Stjörnuliðið var fjórtán stigum yfir í þriðja leik á móti KR í úrslitunum fyrir ellefu árum (31-14 í fyrsta leikhluta) en tapaði leiknum á endanum með tuttugu stiga mun, 81-101. KR-ingar hafa þarna tvisvar komið til baka en þeir misstu niður fjórtán stiga forskot á heimavelli í þriðja leik á móti ÍR vorið 2019. KR var þá 64-50 yfir í þriðja leikhlutanum sem var þá það mesta forskot sem lið hefur misst niður í seinni hálfleik fram að leiknum í gær þegar Stólarnir voru nítján stigum yfir í byrjun þriðja leikhluta. KR missti líka niður tólf stiga forskot á móti Grindavík 2014 og Haukum 2016 en vann bæði einvígin á endanum. Hér fyrir neðan má sjá mestu hrunin í lokaúrslitum frá því eftir Bankahrunið 2008. Lið sem hafa misst niður mesta forystu í lokaúrslitum frá 2008: 21 stig - Tindastóll í tapi fyrir Val í þriðja leik úrslitanna 2022 16 stig - Grindavík í tapi fyrir KR í öðrum leik úrslitanna 2017 14 stig - Stjarnan í tapi fyrir KR í þriðja leik úrslitanna 2011 14 stig - KR í tapi fyrir ÍR í þriðja leik úrslitanna 2019 12 stig - KR í tapi fyrir Grindavík í öðrum leik úrslitanna 2014 12 stig - KR í tapi fyrir Haukum í þriðja leik úrslitanna 2016 11 stig - Grindavík í tapi fyrir Stjörnunni í þriðja leik úrslitanna 2013 10 stig - Keflavík í tapi fyrir Þór Þorl. í fjórða leik úrslitanna 2021 Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Valsmenn grófu sig upp úr þessari stóru holu, unnu leikinn 94-89 og fá því tvo leiki til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn í 39 ár. Tindastólsmenn voru 52-31 yfir mínútu fyrir hálfleik en Valsmönnum tókst að minnka muninn í sextán stig fyrir hlé, 52-36. Fyrsta karfa seinni hálfleiks var þriggja stiga karfa frá Tindastólsmanninum Taiwo Badmus sem kom liðinu þá nítján stigum yfir, 55-36. Á þeim tímapunkti voru örugglega flestir ef ekki allir búnir að afskrifa Valsmenn sem skoruðu ekki fyrstu tvær mínúturnar í seinni hálfleik. Þá breyttist hins vegar allt en áhlaupið hófst með þriggja stiga körfum frá þeim Pavel Ermolinskij og Callum Reese Lawson. Valsmenn enduðu á því að vinna síðustu átján mínútur leiksins með 24 stiga mun, 48-24. Stólarnir skoruðu 55 stig á fyrstu 22 mínútum leiksins en aðeins 24 stig á síðustu 18 mínútunum. Stólarnir buðu þarna upp á mesta hrun hjá einu liði í lokaúrslitum frá Bankahruninu 2008. KKÍ hefur boðið upp á lifandi tölfræði frá árinu 2008 og þar er hægt að nálgast upplýsingar um forystu liða í hverjum leik frá þeim tíma. Fram að leiknum í gær þá voru Grindvíkingar það lið sem hafði misst niður mesta forskotið í leik í lokaúrslitum. Þeir voru sextán stigum yfir á móti KR á heimavelli í leik tvö í lokaúrslitunum 2017 (20-4) en töpuðu leiknum á endanum með einu stigi, 88-89. Eins og sjá má hér fyrir ofan þá skyldu sextán stig af liðin í fyrsta leikhlutanum en KR-ingar voru þá búnir að minnka muninn niður í tvö stig eftir fyrsta leikhlutann, 23-21. Tvö lið höfðu misst niður fjórtán stiga forskot í úrslitaeinvígunum frá 2008 til 2021 en það voru Stjörnumenn árið 2011 og KR-ingar árið 2019. Stjörnuliðið var fjórtán stigum yfir í þriðja leik á móti KR í úrslitunum fyrir ellefu árum (31-14 í fyrsta leikhluta) en tapaði leiknum á endanum með tuttugu stiga mun, 81-101. KR-ingar hafa þarna tvisvar komið til baka en þeir misstu niður fjórtán stiga forskot á heimavelli í þriðja leik á móti ÍR vorið 2019. KR var þá 64-50 yfir í þriðja leikhlutanum sem var þá það mesta forskot sem lið hefur misst niður í seinni hálfleik fram að leiknum í gær þegar Stólarnir voru nítján stigum yfir í byrjun þriðja leikhluta. KR missti líka niður tólf stiga forskot á móti Grindavík 2014 og Haukum 2016 en vann bæði einvígin á endanum. Hér fyrir neðan má sjá mestu hrunin í lokaúrslitum frá því eftir Bankahrunið 2008. Lið sem hafa misst niður mesta forystu í lokaúrslitum frá 2008: 21 stig - Tindastóll í tapi fyrir Val í þriðja leik úrslitanna 2022 16 stig - Grindavík í tapi fyrir KR í öðrum leik úrslitanna 2017 14 stig - Stjarnan í tapi fyrir KR í þriðja leik úrslitanna 2011 14 stig - KR í tapi fyrir ÍR í þriðja leik úrslitanna 2019 12 stig - KR í tapi fyrir Grindavík í öðrum leik úrslitanna 2014 12 stig - KR í tapi fyrir Haukum í þriðja leik úrslitanna 2016 11 stig - Grindavík í tapi fyrir Stjörnunni í þriðja leik úrslitanna 2013 10 stig - Keflavík í tapi fyrir Þór Þorl. í fjórða leik úrslitanna 2021
Lið sem hafa misst niður mesta forystu í lokaúrslitum frá 2008: 21 stig - Tindastóll í tapi fyrir Val í þriðja leik úrslitanna 2022 16 stig - Grindavík í tapi fyrir KR í öðrum leik úrslitanna 2017 14 stig - Stjarnan í tapi fyrir KR í þriðja leik úrslitanna 2011 14 stig - KR í tapi fyrir ÍR í þriðja leik úrslitanna 2019 12 stig - KR í tapi fyrir Grindavík í öðrum leik úrslitanna 2014 12 stig - KR í tapi fyrir Haukum í þriðja leik úrslitanna 2016 11 stig - Grindavík í tapi fyrir Stjörnunni í þriðja leik úrslitanna 2013 10 stig - Keflavík í tapi fyrir Þór Þorl. í fjórða leik úrslitanna 2021
Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum