Bann sjálfboðaliðans í Ólafsvík fellt úr gildi Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2022 14:21 Kristján Ríkharðsson hefur verið liðsstjóri hjá Víkingi Ólafsvík og getur nú hjálpað Guðjóni Þórðarsyni þjálfara og leikmönnum eins og hann er vanur. mynd/Raggi Óla Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur fellt úr gildi sex mánaða bannið sem Kristján Ríkharðsson, sjálfboðaliði hjá Víkingi Ólafsvík, hafði verið úrskurðaður í vegna falsaðrar leikskýrslu. Eins og Vísir fjallaði um í síðustu viku var hinn 67 ára gamli Kristján úrskurðaður í hálfs árs bann af aga- og úrskurðanefnd KSÍ. Hann var gerður ábyrgur fyrir falsaðri leikskýrslu í lokaleik Víkings í Lengjubikarnum í vor, gegn ÍR, þar sem að Kristján var sá sem skrifaði undir skýrsluna fyrir hönd Víkings. Lagagreinin sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ byggði sinn úrskurð á er svohljóðandi: Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár. Samkvæmt dómi áfrýjunardómstóls sem birtur var í dag var bannið fellt úr gildi þar sem að af gögnum málsins að dæma hafi Kristján hvorki verið í hlutverki þjálfara né forystumanns hjá Víkingi, enda er hann ekki starfsmaður félagsins en hefur í fjóra áratugi hjálpað því sem sjálfboðaliði. „Ég var bara að græja inni í klefa þegar komið var með leikskýrsluna til mín og ég beðinn um að skrifa undir. Það hef ég oft gert og ég er ekkert að lesa þessa andskotans skýrslu. Ég nenni því ekkert enda þekki ég flesta þessa stráka,“ sagði Kristján við Vísi um það þegar hann skrifaði undir skýrsluna. Á hana vantaði nafn erlends leikmanns sem spilaði gegn ÍR og var hann skráður á skýrsluna sem annar leikmaður. Víkingar, með stuðningi ÍR-inga, áfrýjuðu úrskurði aganefndar og eins og fyrr segir bar áfrýjunin árangur. Víkingar þurfa eftir sem áður að greiða 160.000 króna sekt vegna málsins. Fyrr á árinu var fulltrúi Hauka úrskurðaður í sex mánaða bann vegna sams konar brots. Sá var aftur á móti í stjórn hjá Haukum. Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Eins og Vísir fjallaði um í síðustu viku var hinn 67 ára gamli Kristján úrskurðaður í hálfs árs bann af aga- og úrskurðanefnd KSÍ. Hann var gerður ábyrgur fyrir falsaðri leikskýrslu í lokaleik Víkings í Lengjubikarnum í vor, gegn ÍR, þar sem að Kristján var sá sem skrifaði undir skýrsluna fyrir hönd Víkings. Lagagreinin sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ byggði sinn úrskurð á er svohljóðandi: Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár. Samkvæmt dómi áfrýjunardómstóls sem birtur var í dag var bannið fellt úr gildi þar sem að af gögnum málsins að dæma hafi Kristján hvorki verið í hlutverki þjálfara né forystumanns hjá Víkingi, enda er hann ekki starfsmaður félagsins en hefur í fjóra áratugi hjálpað því sem sjálfboðaliði. „Ég var bara að græja inni í klefa þegar komið var með leikskýrsluna til mín og ég beðinn um að skrifa undir. Það hef ég oft gert og ég er ekkert að lesa þessa andskotans skýrslu. Ég nenni því ekkert enda þekki ég flesta þessa stráka,“ sagði Kristján við Vísi um það þegar hann skrifaði undir skýrsluna. Á hana vantaði nafn erlends leikmanns sem spilaði gegn ÍR og var hann skráður á skýrsluna sem annar leikmaður. Víkingar, með stuðningi ÍR-inga, áfrýjuðu úrskurði aganefndar og eins og fyrr segir bar áfrýjunin árangur. Víkingar þurfa eftir sem áður að greiða 160.000 króna sekt vegna málsins. Fyrr á árinu var fulltrúi Hauka úrskurðaður í sex mánaða bann vegna sams konar brots. Sá var aftur á móti í stjórn hjá Haukum.
Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira