Lögreglumenn börðu syrgjendur í útför blaðakonu Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2022 15:44 Kistuberar hörfuðu undan ísraelskum lögreglumönnum sem létu kylfurnar tala. AP/Maya Levin Ísraelskir lögreglumenn börðu syrgjendur með kylfum í útför blaðakonu al-Jazeera sem var skotin til bana á Vesturbakkanum á miðvikudag. Kistuberar misstu kistu hennar stuttlega vegna atgangsins. Útför Shireen Abu Akleh fór fram í Austur-Jerúsalem í gær. Hún var skotin í höfuðið þegar hún fylgdist með aðgerð Ísraelshers í borginni Jenín á Vesturbakkanum í vikunni. Vitni halda því fram að ísraelskir hermenn hafi skotið hana en það hefur ekki verið staðfest. Þúsundir syrgjenda fylgdu kistu hennar um götur borgarinnar. Sumir þeirra héldu á lofti palestínska fánanum og kyrjuðu „Palestína, Palestína“, að sögn AP-fréttastofunnar. Ísraelskar öryggissveitir bæla reglulega niður mótmæli til stuðnings sjálfstæðu ríki fyrir Palestínumenn í Austur-Jerúsalem. Lögreglan segir að mannfjöldinn hafi sungið þjóðernissinnaðan undirróður, hunsað fyrirmæli um að láta af athæfinu og kastað steinum í lögreglumenn. Þeir hafi því „neyðst“ til þess að grípa til aðgerða. Ísraelsher segist ekki hafa komist að neinni niðurstöðu um hvernig dauða Abu Akleh bar að og hvort að hún hafi verið skotin af ísraelskum eða palestínskum hermanni. Palestinian mourners and Israeli police clash during journalist's funeral procession in Jerusalem.Shireen Abu Akleh was killed during an Israeli military raid, but it's not clear who fired the bullet.Read more here: https://t.co/YuvI25KYAy pic.twitter.com/p595VDT4AF— Sky News (@SkyNews) May 13, 2022 Ísrael Palestína Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttakona Al Jazeera skotin til bana á Vesturbakkanum Fréttakona frá Al Jazeera var skotin til bana af ísraelska hernum á Vesturbakkanum í nótt. 11. maí 2022 07:25 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Útför Shireen Abu Akleh fór fram í Austur-Jerúsalem í gær. Hún var skotin í höfuðið þegar hún fylgdist með aðgerð Ísraelshers í borginni Jenín á Vesturbakkanum í vikunni. Vitni halda því fram að ísraelskir hermenn hafi skotið hana en það hefur ekki verið staðfest. Þúsundir syrgjenda fylgdu kistu hennar um götur borgarinnar. Sumir þeirra héldu á lofti palestínska fánanum og kyrjuðu „Palestína, Palestína“, að sögn AP-fréttastofunnar. Ísraelskar öryggissveitir bæla reglulega niður mótmæli til stuðnings sjálfstæðu ríki fyrir Palestínumenn í Austur-Jerúsalem. Lögreglan segir að mannfjöldinn hafi sungið þjóðernissinnaðan undirróður, hunsað fyrirmæli um að láta af athæfinu og kastað steinum í lögreglumenn. Þeir hafi því „neyðst“ til þess að grípa til aðgerða. Ísraelsher segist ekki hafa komist að neinni niðurstöðu um hvernig dauða Abu Akleh bar að og hvort að hún hafi verið skotin af ísraelskum eða palestínskum hermanni. Palestinian mourners and Israeli police clash during journalist's funeral procession in Jerusalem.Shireen Abu Akleh was killed during an Israeli military raid, but it's not clear who fired the bullet.Read more here: https://t.co/YuvI25KYAy pic.twitter.com/p595VDT4AF— Sky News (@SkyNews) May 13, 2022
Ísrael Palestína Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttakona Al Jazeera skotin til bana á Vesturbakkanum Fréttakona frá Al Jazeera var skotin til bana af ísraelska hernum á Vesturbakkanum í nótt. 11. maí 2022 07:25 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Fréttakona Al Jazeera skotin til bana á Vesturbakkanum Fréttakona frá Al Jazeera var skotin til bana af ísraelska hernum á Vesturbakkanum í nótt. 11. maí 2022 07:25