Fá boðsmiða á Eurovision á næsta ári Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. maí 2022 11:57 Sigurður og Bjarki ætla að horfa á keppnina á risaskjá í Eurovision þorpinu í Tórínó. Facebook Bjarki Guðnason, 25 ára gamall einhverfur maður með þroskahömlun, hefur fengið boðsmiða á Eurovision á næsta ári. Eins og við sögðum frá hér á Vísi í gær mun Bjarki ekki upplifa tuttugu ára draum sinn um að fara á Eurovision þar sem miðasölufyrirtæki sveik hann og stuðningsforeldri hans um miða á aðalkeppnina. Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Íslenska hópsins hafði í kjölfarið samband við Bjarka og Sigurð Sólmundarson stuðningsforeldri hans og bauð þeim boðsmiða á Eurovision á næsta ári. „Við erum mjög þakklátir,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Þeir félagar ferðuðust, líkt og svo margir, til borgarinnar til að sjá lokakeppni Eurovison með eigin augum. Bjarka hefur dreymt um að sjá keppnina allt frá því að hann var fimm ára gamall. Það voru því gríðarleg vonbrigði í gær þegar í ljós kom að þeir ættu enga miða á viðburðinn. Móðir Bjarka hafði keypt tvo miða á vefsíðunni Viagogo, sem er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims, sem áttu að koma með pósti á hótel þeirra í morgun. Í stað miðanna barst tölvupóstur þar sem þeim var tjáð að miðarnir yrðu ekki afhentir vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Þeir félagar ætla þó að gera gott úr deginum og horfa á keppnina úti í Eurovision þorpinu svokallaða, með öðrum aðdáendum keppninnar. „Við erum þvílíkt peppaðir og eldhressir,“ segir Sigurður að lokum. Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. Eurovision Júrógarðurinn Tengdar fréttir Tuttugu ára draumur úti: Sviknir um miða á Eurovision Ungur maður með einhverfu og þroskahömlun mun ekki upplifa tuttugu ára draum sinn á morgun þar sem miðasölufyrirtæki sveik hann og stuðningsforeldri hans um miða á aðalkeppni Eurovision sem fram fer annað kvöld. 13. maí 2022 21:06 Júrógarðurinn: TikTok partý, bakraddir og Eurovision þorpið Í nýjasta þættinum af Júrógarðinum kíkjum á stemninguna í TikTok partýi í kvikmyndasafni hér í Tórínó og einnig í Eurovision þorpinu þar sem þúsundir safnast saman og horfa á keppnina utan dyra. 13. maí 2022 18:11 Rúlluðu upp dómararennslinu og áhorfendur klöppuðu með Systur luku rétt í þessu við flutning sinn á laginu Með hækkandi sól á dómararennslinu sem fram fer nú í Pala Alpitour höllinni. 13. maí 2022 20:49 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira
Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Íslenska hópsins hafði í kjölfarið samband við Bjarka og Sigurð Sólmundarson stuðningsforeldri hans og bauð þeim boðsmiða á Eurovision á næsta ári. „Við erum mjög þakklátir,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Þeir félagar ferðuðust, líkt og svo margir, til borgarinnar til að sjá lokakeppni Eurovison með eigin augum. Bjarka hefur dreymt um að sjá keppnina allt frá því að hann var fimm ára gamall. Það voru því gríðarleg vonbrigði í gær þegar í ljós kom að þeir ættu enga miða á viðburðinn. Móðir Bjarka hafði keypt tvo miða á vefsíðunni Viagogo, sem er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims, sem áttu að koma með pósti á hótel þeirra í morgun. Í stað miðanna barst tölvupóstur þar sem þeim var tjáð að miðarnir yrðu ekki afhentir vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Þeir félagar ætla þó að gera gott úr deginum og horfa á keppnina úti í Eurovision þorpinu svokallaða, með öðrum aðdáendum keppninnar. „Við erum þvílíkt peppaðir og eldhressir,“ segir Sigurður að lokum. Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Eurovision Júrógarðurinn Tengdar fréttir Tuttugu ára draumur úti: Sviknir um miða á Eurovision Ungur maður með einhverfu og þroskahömlun mun ekki upplifa tuttugu ára draum sinn á morgun þar sem miðasölufyrirtæki sveik hann og stuðningsforeldri hans um miða á aðalkeppni Eurovision sem fram fer annað kvöld. 13. maí 2022 21:06 Júrógarðurinn: TikTok partý, bakraddir og Eurovision þorpið Í nýjasta þættinum af Júrógarðinum kíkjum á stemninguna í TikTok partýi í kvikmyndasafni hér í Tórínó og einnig í Eurovision þorpinu þar sem þúsundir safnast saman og horfa á keppnina utan dyra. 13. maí 2022 18:11 Rúlluðu upp dómararennslinu og áhorfendur klöppuðu með Systur luku rétt í þessu við flutning sinn á laginu Með hækkandi sól á dómararennslinu sem fram fer nú í Pala Alpitour höllinni. 13. maí 2022 20:49 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira
Tuttugu ára draumur úti: Sviknir um miða á Eurovision Ungur maður með einhverfu og þroskahömlun mun ekki upplifa tuttugu ára draum sinn á morgun þar sem miðasölufyrirtæki sveik hann og stuðningsforeldri hans um miða á aðalkeppni Eurovision sem fram fer annað kvöld. 13. maí 2022 21:06
Júrógarðurinn: TikTok partý, bakraddir og Eurovision þorpið Í nýjasta þættinum af Júrógarðinum kíkjum á stemninguna í TikTok partýi í kvikmyndasafni hér í Tórínó og einnig í Eurovision þorpinu þar sem þúsundir safnast saman og horfa á keppnina utan dyra. 13. maí 2022 18:11
Rúlluðu upp dómararennslinu og áhorfendur klöppuðu með Systur luku rétt í þessu við flutning sinn á laginu Með hækkandi sól á dómararennslinu sem fram fer nú í Pala Alpitour höllinni. 13. maí 2022 20:49