Fagna sigrinum á Íslandi: „Ég er viss um að Úkraína verði tvöfaldur sigurvegari“ Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2022 00:24 Anna Velychenko og Anzhela Bilenko telja að þetta sé einungis upphafið að sigurgöngu Úkraínu. Vísir Úkraínskar konur sem komu til Íslands til að flýja stríðsástandið í heimalandinu eru afar stoltar af sigri Úkraínu í Eurovision. Fjöldi Úkraínumanna kom saman ásamt meðlimum í Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Kex Hostel til að fylgjast með keppninni í kvöld. Anna Velychenko og Anzhela Bilenko segjast sömuleiðis vera afar ánægðar með að vera staddar hér á landi og finna fyrir góðum stuðningi Íslendinga og annarra þjóða. Margir áttu von á því að Úkraína myndi hreppa glerbikarinn í ár og spáðu helstu veðbankar hljómsveitinni Kalush Orchestra auðveldum sigri. Svo fór og fengu Úkraínumenn alls 631 stig og voru með öruggt forskot á Breta sem lentu í öðru sæti með 466 stig. Anzhela segist hafa reiknað fastlega með sigri Úkraínu. Úkraínumenn vilji þó enn frekar fagna öðrum sigri, það er sigri Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi. „Við erum svo stolt af því að fólk hafi hlustað á okkur og sýnt okkur stuðning. Þau vita að þetta er einungis hluti af því sem við þráum. Allir vita um það sem er í gangi í Úkraínu og það er mikilvægt að fólk láti sig það varða.“ Vissar um að annar sigur bíði Úkraínumanna Anna segir að þetta sé klárlega tilfinningaþrungin stund fyrir Úkraínumenn. „Ég er viss um að Úkraína verði tvöfaldur sigurvegari á þessu ári,“ og vísar þá til þess að þjóð hennar eigi eftir að brjóta innrás Rússa á bak aftur. Anna og Anzhela eru miklir aðdáendur sigurlagsins sem þær segja að fjalli um móður Oleh Psiuk, söngvara Kalush Orchestra og annars höfunda lagsins. Í samhengi núverandi atburða beri þó túlka móðurina sem heimalandið Úkraínu. Ástandið sé mjög erfitt í landinu en þær bindi vonir við að stríðið muni brátt taka enda og þjóðin nái sér fljótt aftur á strik. „Einn daginn munum við ná landinu aftur og allt verður aftur í lagi. Ný blóm, nýtt fólk og allt verður í lagi,“ segir Anzhela. Anzhela hefur nú verið hér á landi í þrjár vikur en hún hafði komið nokkrum sinnum áður til Íslands áður en stríðið hófst. Anna er hér í fyrsta skipti og hefur verið á Íslandi í um tvo mánuði. „Mér líkar mjög vel við fólkið og hvernig það styður okkur. Við kunnum að meta það.“ Eurovision Úkraína Tengdar fréttir Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Anna Velychenko og Anzhela Bilenko segjast sömuleiðis vera afar ánægðar með að vera staddar hér á landi og finna fyrir góðum stuðningi Íslendinga og annarra þjóða. Margir áttu von á því að Úkraína myndi hreppa glerbikarinn í ár og spáðu helstu veðbankar hljómsveitinni Kalush Orchestra auðveldum sigri. Svo fór og fengu Úkraínumenn alls 631 stig og voru með öruggt forskot á Breta sem lentu í öðru sæti með 466 stig. Anzhela segist hafa reiknað fastlega með sigri Úkraínu. Úkraínumenn vilji þó enn frekar fagna öðrum sigri, það er sigri Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi. „Við erum svo stolt af því að fólk hafi hlustað á okkur og sýnt okkur stuðning. Þau vita að þetta er einungis hluti af því sem við þráum. Allir vita um það sem er í gangi í Úkraínu og það er mikilvægt að fólk láti sig það varða.“ Vissar um að annar sigur bíði Úkraínumanna Anna segir að þetta sé klárlega tilfinningaþrungin stund fyrir Úkraínumenn. „Ég er viss um að Úkraína verði tvöfaldur sigurvegari á þessu ári,“ og vísar þá til þess að þjóð hennar eigi eftir að brjóta innrás Rússa á bak aftur. Anna og Anzhela eru miklir aðdáendur sigurlagsins sem þær segja að fjalli um móður Oleh Psiuk, söngvara Kalush Orchestra og annars höfunda lagsins. Í samhengi núverandi atburða beri þó túlka móðurina sem heimalandið Úkraínu. Ástandið sé mjög erfitt í landinu en þær bindi vonir við að stríðið muni brátt taka enda og þjóðin nái sér fljótt aftur á strik. „Einn daginn munum við ná landinu aftur og allt verður aftur í lagi. Ný blóm, nýtt fólk og allt verður í lagi,“ segir Anzhela. Anzhela hefur nú verið hér á landi í þrjár vikur en hún hafði komið nokkrum sinnum áður til Íslands áður en stríðið hófst. Anna er hér í fyrsta skipti og hefur verið á Íslandi í um tvo mánuði. „Mér líkar mjög vel við fólkið og hvernig það styður okkur. Við kunnum að meta það.“
Eurovision Úkraína Tengdar fréttir Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01