„Þetta var ofbeldi, ekki einhver andleg vinna“ Sunna Valgerðardóttir skrifar 16. maí 2022 07:00 Áróra Helgadóttir flutti inn í andlegt samfélag, rétt fyrir utan borgina, og hélt að hún gæti búið þar og haldið jóganámskeið. Hún dvaldi þar í átta mánuði og lýsir tímanum sem einu stóru áfalli. Vísir/Vilhelm Áróra Helgadóttir, heilbrigðisverkfræðingur og jógakennari, sagði í Kompás frá reynslu sinni af eins konar sértrúarsafnaðarsamfélagi utan borgarmarkanna þar sem hún var beitt ítekuðu ofbeldi, gaslýsingu og kærleikskæfingu. Hún komst loks í burtu með klækjum, eftir að hafa misst tengslin við raunveruleikann og hætt að trúa sínu eigin innsæi. Áróra ólst upp í einangraðri sveit til átta ára aldurs og leið alltaf best þar, úti í náttúrunni. Flutningarnir í borgina voru hennar fyrsta áfall og þar breyttist hún í unga konu með fullkomnunaráráttu sem passaði sig alltaf á því að fylgja leikreglum samfélagsins hundrað prósent. „Skólinn virtist skipta fólk máli. Fá góðar einkunnir og standa sig vel. Fara í íþróttir. Stóð mig framúrskarandi á flestum sviðum.“ Andlegi heimurinn reyndist henni vel Hún lærði heilbrigðisverkfræði og vann við það í nokkur ár, þar til hún lenti á vegg. Hún fékk ekki viðeigandi aðstoð frá heilbrigðiskerfinu, fékk bara ávísað svefnlyfjum og átti svo að halda áfram með lífið. Það virkaði ekki vel. „Ég náði að halda út eitthvað ár í viðbót í vinnu, en var svo komin á enn verri stað. Og loksins var bara eina leiðin að segja upp. Ég get bara hætt. Og ég fer í jógakennaranám sem reyndist mér alveg ofboðslega vel. Og ég fer í raun að leita meira í heildrænar aðferðir, meira svona inn í andlega vinnu. Og þar var mér mætt af svo miklum skilningi. Þannig að í raun varð ég bara mjög fráhverf samfélaginu.“ Setti spurningamerki við sannleikann Áróra ferðaðist um heiminn, sótti námskeið á Indlandi í endalausri leit að sjálfri sér. Hún flutti inn til foreldra sinna þegar heim var komið og covid skall á. Og viðhorf hennar til samfélagsins hélt áfram að breytast. „Það eru allir í streitu. Hvaða samfélagsskrímsli erum við búin að skapa? „Ég upplifði svolítið eins og að ég væri búin að gangast við einhverjum hugmyndakerfum samfélagsins, því sem á að vera rétt, en svo opnast eitthvað annað sem gæti verið rétt.“ Eftir nokkra mánuði í foreldrahúsum fór Áróra að ókyrrast og litast um eftir húsnæði sem hentaði bæði henni sjálfri og hennar vinnu þar sem hún gæti boðið upp á jóganám. „Það er húsnæði sem er laust á stað þar sem er mikil andleg vinna í boði, það er rétt fyrir utan borgina. Og ég flyt inn á þennan stað sem leigjandi og ég get boðið upp á litla viðburði í rými sem er þar til boða,” segir Áróra. „Í raun var þetta bara ein kona, sem var eigandi staðarins og hún hefur verið að reka þar ferðaþjónustu og taka á móti kennurum erlendis frá og skapa rými fyrir andlega vinnu.“ „Það voru fleiri að koma sem langaði að skapa einhvers konar samfélag sem væri valmöguleiki fyrir fólk sem væri ekki að finna sig inn í samfélaginu sem við flest Íslendingar höfum skapað saman.” Reynslumikill í heilandi kynlífsvinnu Áróra segir það hafa verið mikinn létti að komast loks í hóp þar sem fólk óttaðist ekki að vera eins og það er. „Það er að berskjalda sig, það sér mann, gefur sér meiri tíma til að hlusta, horfa eða faðma. Loksins fæ ég langt og gott faðmlag en ekki bara klapp á bakið eða klapp á kollinn. Það er svo margt sem er svo dásamlegt,” segir hún. „En smátt og smátt jókst áherslan á að þessir sem búa á þessari landareign verða að vera hluti af dýnamíkinni og leggja sitt að mörkum til að þetta gangi upp. Og mér brá alveg svolítið þar. Og er þarna líka í ástarsambandi með manni sem var partur af þessu samfélagi.“ Sambandið við manninn gekk vel fyrst um sinn, en hann byrjaði fljótt að beita hana ofbeldi. Vísir/Vilhelm Maðurinn sagðist hafa áratugareynslu í heilandi kynlífsvinnu og þar af leiðandi gífurlega reynslumikill. Og fyrst um sinn gekk samband þeirra nokkuð vel. „Ég var að kanna mín sár í kring um kynveruna mína og að heila sár í gegn um kynorku og líkama. Ég var búin að reyna að gera það í mörg mörg ár á undan. Og ein mantra sem ég var mjög mikið með það var ef ég er með ótta, þá þarf ég að skoða það. Þá er ég að forðast eitthvað. Það er yfirleitt litið á ótta sem einhverskonar herping í egóinu,” segir hún. „Það er svo ótrúlega klikkuð orðræða í andlegri vinnu. Sem í rauninni virðir ekki mörk. Þannig að oft er verið að hvetja til markaleysis.” Enginn var fullorðinn Hún segir hafa skort leiðtogahlutverk á staðnum. Enginn hafi verið í hlutverk hins fullorðna. „Ég upplifði mig stundum eins og ég væri reiður og fúll unglingur í uppreisn. Sem vill ekki samfélagið og þetta er eitthvað betra. Og svo að átta sig allt í einu á: Hérna er bara verið að beita massívu ofbeldi.” Hvernig þá? „Ég upplifi versta ofbeldið í sambandinu við þennan mann. Hann er með mjög stórt skap og varð stundum mjög reiður, eitthvað sem ég varð mjög hrædd við, en á sama tíma vildi ég ekki alltaf hlaupa frá þegar einhver er reiður. Það var rosalega mikið lovebombing í þessu sambandi.” Lovebombing, sem má útfæra á íslensku sem kærleikskæfing, er enn eitt rauða flaggið. Gerandinn sýnir öfgakennda umhyggju, notar yfirdrifin jákvæð orð og orðasambönd, hrósar mikið, gefur dýrar gjafir, sýnir óeðlilega mikinn áhuga og setur viðfang sitt á stall. Þetta er gert til að byggja upp óverðskuldað traust svo það sé auðveldara að stýra þolandanum og komast upp með ofbeldi seinna meir. Voru aðrir ábúendur meðvitaðir um að hann væri að beita þig ofbeldi, þessi maður? „Það voru einhverjir sem vissu af hans reiði. Og héldu sig í fjarlægð. Og ég upplifði eins og mér væri ýtt að honum. Eins og það væri eitthvað ákveðið mission um að hjálpa honum. Á einhverjum tímapunkti fattaði ég að það væri verið að ýta mér að honum því ég náði svo vel til hans.” Endalaus rauð flögg Þegar Áróra lítur til baka sér hún treysti ekki innsæi sínu nægilega vel til að taka mark á öllum rauðu flöggunum sem komu til hennar varðandi manninn og staðinn allan. Við höfum mikið heyrt um rauðu flöggin í tengslum við metoo-byltinguna undanfarin ár og ofbeldi í nánum samböndum. Það má yfirfæra þau á fólk sem tekur sér hlutverk leiðbeinanda. Dæmi um rauð flögg, eða viðvörunarbjöllur, eru ásökun, allt er þér að kenna, ósanngjörn gagnrýni, stjórnsemi, narsisissmi, gaslýsing, drama, ógnarstjórn, sætta sig ekki við neitun, afbrýðisemi, ógnandi hegðun, ítrekaðar rökræður, smámunasemi, einræður, skortur á sjálfsgagnrýni - svo fátt eitt sé nefnt. Áróra verður veikari og veikari, taugakerfi hennar að hruni komið og tengslin við raunveruleikann að rofna. Svo gerðist það eitt kvöldið að hún raunverulega óttaðist um líf sitt. „Það var miklu oftar en einu sinni sem ég varð virkilega hrædd. Hann var búinn að ganga berserksgang í marga klukkutíma. Og yfirleitt þegar það gerðist þá bara fraus ég og var hætt að reyna að fara, því þá hótaði hann að drepa sig. Sem er náttúrulega bara svo gróft ofbeldi. En þetta kvöld fleygði hann húsgagni á mig. Og ég leita til þessarar konu og hún býður mér inn í herbergið sitt og upp í rúm og ég leggst þar upp í. Og beint á eftir mér kemur maðurinn og hann er alveg miður sín, hágrátandi og ekkert nema auðmýktin.“ „Og hún eyddi nóttinni frammi á gangi með honum að hlusta á hvað hann á ofboðslega bágt. Þar sem ég ligg, blá og marin, í áfalli inni í herbergi hjá henni.” Var bara verkfæri, ekki manneskja Þarna byrjar Áróra að átta sig á því að hún skiptir engu máli, heldur er einungis verkefni í gangi varðandi manninn sem hún hélt að hún elskaði. Eftir þetta minnkaði hún samskipti við manninn og fór enn dýpra inn í sjálft samfélagið til að ganga úr skugga um hvort það væri staðurinn sem hún ætti að vera á. „Forstöðukonan var mest meðvituð um okkar samskipti og var alltaf að segja við mig að við þekktum svo ástina og hún hefði svo mikið að læra af okkur. Orðræðan var þannig að hrósa þessu ofbeldissambandi og hvað ég væri hörð af mér að vera inni í og láta ofbeldi yfir mig ganga,“ segir hún. „En það var svo augljóst að þetta væri ekki fyrir mig. Það er svo skrítið þegar maður er búin að lenda í svona. Stockholm syndrome, konur sem fara aftur til ofbeldismanna. Ég gat ekki skilið það fyrr en ég lenti í því sjálf.” Áróra hefur þurft að leita sér faglegrar aðstoðar vegna reynslu sinnar af staðnum og fólkinu þar. Vísir/Vilhelm Gaslýst af öllum í hópnum Henni leið eins og reisnin hennar væri farin. „Ég verð einskis virði, ég er ótrúlega brotin og það er bara sviss á gaslýsingu og lovebombing og allskonar ofbeldi sem er mjög ruglandi. Og ekki bara frá einum aðila, heldur frá stærra samhengi.“ „Ég er algjörlega niðurbrotin og hef ekkert fram að færa, nema líkama minn til kynlífs.“ „Og þá var ég bara, vá hvað ég er heppin. Að þau skuli vera hérna til staðar fyrir mig,” segir hún. „Og við fórum að taka okkar deilur innan hópsins. Því ég get ekki verið í rifrildi við þig maður á mann. Hann varð svo ofboðslega reiður þegar ég fraus. Þegar ég fór í blakkát því ég óttaðist um líf mitt þá tryllist hann ennþá meira. Sem var bara ótrúlega mikið því það var allt rangt sem ég var að gera, á milli þess sem ég var bara æðisleg. Þetta er svo ruglingslegt sko.“ Þurfti að vera lúmsk til að sleppa Áróra tók að lokum þá ákvörðun að loka sig af innan svæðisins í nokkra daga. Þá byrjaði aðeins að rofa til og hún áttaði sig á því að hún þyrfti að komast burt. En það var ekki sama hvernig það yrði gert. „Þau eru lúmsk og ég þurfti að vera lúmskari til að koma mér út. Ef ég gef eitthvað færi á mér þá verð ég tekin niður og það eina sem ég get gert er að koma mér í burtu,“ segir Áróra. Hún komst í burtu, fann íbúð og ákvað að leita aftur til kerfisins sem brást henni áður. Og smám saman opnuðust augu hennar fyrir því að það sem hún hafði orðið fyrir á þessum stað sem var heimili hennar í átta mánuði - var heimilisofbeldi. „Það er svo klikkað hvað maður getur sannfært sig um að eitthvað sé í lagi undir yfirskrift að það sé einhver sjálfsvinna eða skuggavinna í gangi.“ „Ég bara vissi ekki að fólk gæti verið með svona illan ásetning. Og ég hélt að við værum öll í einlægni að vinna í okkar eigin skít.“ „Svo reyndist einn vera að misnota hvað allir væru tilbúnir að vinna í eigin skít. Og nýtti það til valda. Eða til að stjórna,“ segir hún. „Þetta var ofbeldi, ekki einhver andleg vinna.“ Vísir/Vilhelm Þurfti að kyngja fyrri hugmyndum um þolendur Hún leitaði fyrst til Kvennaathvarfsins í regluleg viðtöl og þaðan í Bjarkarhlíð. Þar var henni boðið að tilkynna ofbeldið til lögreglunnar og hún kom alveg af fjöllum. Svo var henni boðið að kæra málið og hún furðaði sig á því, þar sem henni þótti þetta ekki nógu alvarlegt. „Jú, þetta er alvarlegt ofbeldi, sagði konan við mig. Mér hafði ekki dottið það í hug.“ „Þegar maður byrjar að sjá ofbeldi sér maður það út um allt. En ein mantra sem hefur komið til mín í þessu ferli er að ég hef meiri áhuga á að sjá það sem er satt, heldur en það sem er þægilegt. Og það er ekki endilega alltaf notalegt að sjá það sem er satt.“ Hún segist hafa þurft að kyngja stolti, hroka og hennar fyrri hugmyndum um ofbeldi og fórnarlömb. „Því ég hugsaði bara: Ég er menntuð kona, ég er búin að vinna mikið í mér, ég er meðvituð, ég er stjórnandinn í eigin lífi, ég vel. Svo gerist þetta bara,“ segir hún. „Það er svo merkilegt að horfa til baka á hvernig hlutirnir æxlast. Þegar ég í raun kem út úr þessari upplifun sem ég á af þessum stað, sem er í rauninni bara mjög stórt áfall, og ég lít til baka og ég spyr mig hvernig ég hafi getað tekið þessa ákvörðun. Hvernig komstu þér inn í þessar aðstæður? Það er svo margt lítið og margt sem spilar saman. Það er mjög áhugavert að sjá að eitthvað sem getur verið meðal - ef maður tekur það í of stórum skammti þá getur það líka verið eitur.“ Kompás Trúmál Tengdar fréttir Kakókennari lokkaði fólk úr 12 spora samtökum inn í markalausar athafnir „Þetta minnti mig á neysluumhverfi. Þetta var bara sjúkt,“ segir Kolbeinn Sævarsson. Hann og Selma Kröyer sögðu í Kompás frá kynnum sínum af manni sem þóttist vera hæfur leiðbeinandi til að stjórna kakóathöfnum, en reyndist svo vera ofbeldismaður í leit að athygli. 14. maí 2022 07:00 Samverustund með stjörnuspekingi breyttist í martröð Fyrir nokkrum mánuðum fóru nokkrar vinkonur til stjörnuspekings í persónulegan lestur. Hann auglýsti sig menntaðan í faginu og bauð þeim rúmlega þriggja stunda kvöldstund fyrir nokkra tugi þúsunda. Maðurinn sagðist meðal annars skilja Hitler og nasistana, sakaði vinkonurnar um að hafa skaðað börnin sín svo mikið að þau væru orðin einhverf og réðst persónulega á eina þeirra svo gróflega að hún brast í grát. 12. maí 2022 07:00 Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Áróra ólst upp í einangraðri sveit til átta ára aldurs og leið alltaf best þar, úti í náttúrunni. Flutningarnir í borgina voru hennar fyrsta áfall og þar breyttist hún í unga konu með fullkomnunaráráttu sem passaði sig alltaf á því að fylgja leikreglum samfélagsins hundrað prósent. „Skólinn virtist skipta fólk máli. Fá góðar einkunnir og standa sig vel. Fara í íþróttir. Stóð mig framúrskarandi á flestum sviðum.“ Andlegi heimurinn reyndist henni vel Hún lærði heilbrigðisverkfræði og vann við það í nokkur ár, þar til hún lenti á vegg. Hún fékk ekki viðeigandi aðstoð frá heilbrigðiskerfinu, fékk bara ávísað svefnlyfjum og átti svo að halda áfram með lífið. Það virkaði ekki vel. „Ég náði að halda út eitthvað ár í viðbót í vinnu, en var svo komin á enn verri stað. Og loksins var bara eina leiðin að segja upp. Ég get bara hætt. Og ég fer í jógakennaranám sem reyndist mér alveg ofboðslega vel. Og ég fer í raun að leita meira í heildrænar aðferðir, meira svona inn í andlega vinnu. Og þar var mér mætt af svo miklum skilningi. Þannig að í raun varð ég bara mjög fráhverf samfélaginu.“ Setti spurningamerki við sannleikann Áróra ferðaðist um heiminn, sótti námskeið á Indlandi í endalausri leit að sjálfri sér. Hún flutti inn til foreldra sinna þegar heim var komið og covid skall á. Og viðhorf hennar til samfélagsins hélt áfram að breytast. „Það eru allir í streitu. Hvaða samfélagsskrímsli erum við búin að skapa? „Ég upplifði svolítið eins og að ég væri búin að gangast við einhverjum hugmyndakerfum samfélagsins, því sem á að vera rétt, en svo opnast eitthvað annað sem gæti verið rétt.“ Eftir nokkra mánuði í foreldrahúsum fór Áróra að ókyrrast og litast um eftir húsnæði sem hentaði bæði henni sjálfri og hennar vinnu þar sem hún gæti boðið upp á jóganám. „Það er húsnæði sem er laust á stað þar sem er mikil andleg vinna í boði, það er rétt fyrir utan borgina. Og ég flyt inn á þennan stað sem leigjandi og ég get boðið upp á litla viðburði í rými sem er þar til boða,” segir Áróra. „Í raun var þetta bara ein kona, sem var eigandi staðarins og hún hefur verið að reka þar ferðaþjónustu og taka á móti kennurum erlendis frá og skapa rými fyrir andlega vinnu.“ „Það voru fleiri að koma sem langaði að skapa einhvers konar samfélag sem væri valmöguleiki fyrir fólk sem væri ekki að finna sig inn í samfélaginu sem við flest Íslendingar höfum skapað saman.” Reynslumikill í heilandi kynlífsvinnu Áróra segir það hafa verið mikinn létti að komast loks í hóp þar sem fólk óttaðist ekki að vera eins og það er. „Það er að berskjalda sig, það sér mann, gefur sér meiri tíma til að hlusta, horfa eða faðma. Loksins fæ ég langt og gott faðmlag en ekki bara klapp á bakið eða klapp á kollinn. Það er svo margt sem er svo dásamlegt,” segir hún. „En smátt og smátt jókst áherslan á að þessir sem búa á þessari landareign verða að vera hluti af dýnamíkinni og leggja sitt að mörkum til að þetta gangi upp. Og mér brá alveg svolítið þar. Og er þarna líka í ástarsambandi með manni sem var partur af þessu samfélagi.“ Sambandið við manninn gekk vel fyrst um sinn, en hann byrjaði fljótt að beita hana ofbeldi. Vísir/Vilhelm Maðurinn sagðist hafa áratugareynslu í heilandi kynlífsvinnu og þar af leiðandi gífurlega reynslumikill. Og fyrst um sinn gekk samband þeirra nokkuð vel. „Ég var að kanna mín sár í kring um kynveruna mína og að heila sár í gegn um kynorku og líkama. Ég var búin að reyna að gera það í mörg mörg ár á undan. Og ein mantra sem ég var mjög mikið með það var ef ég er með ótta, þá þarf ég að skoða það. Þá er ég að forðast eitthvað. Það er yfirleitt litið á ótta sem einhverskonar herping í egóinu,” segir hún. „Það er svo ótrúlega klikkuð orðræða í andlegri vinnu. Sem í rauninni virðir ekki mörk. Þannig að oft er verið að hvetja til markaleysis.” Enginn var fullorðinn Hún segir hafa skort leiðtogahlutverk á staðnum. Enginn hafi verið í hlutverk hins fullorðna. „Ég upplifði mig stundum eins og ég væri reiður og fúll unglingur í uppreisn. Sem vill ekki samfélagið og þetta er eitthvað betra. Og svo að átta sig allt í einu á: Hérna er bara verið að beita massívu ofbeldi.” Hvernig þá? „Ég upplifi versta ofbeldið í sambandinu við þennan mann. Hann er með mjög stórt skap og varð stundum mjög reiður, eitthvað sem ég varð mjög hrædd við, en á sama tíma vildi ég ekki alltaf hlaupa frá þegar einhver er reiður. Það var rosalega mikið lovebombing í þessu sambandi.” Lovebombing, sem má útfæra á íslensku sem kærleikskæfing, er enn eitt rauða flaggið. Gerandinn sýnir öfgakennda umhyggju, notar yfirdrifin jákvæð orð og orðasambönd, hrósar mikið, gefur dýrar gjafir, sýnir óeðlilega mikinn áhuga og setur viðfang sitt á stall. Þetta er gert til að byggja upp óverðskuldað traust svo það sé auðveldara að stýra þolandanum og komast upp með ofbeldi seinna meir. Voru aðrir ábúendur meðvitaðir um að hann væri að beita þig ofbeldi, þessi maður? „Það voru einhverjir sem vissu af hans reiði. Og héldu sig í fjarlægð. Og ég upplifði eins og mér væri ýtt að honum. Eins og það væri eitthvað ákveðið mission um að hjálpa honum. Á einhverjum tímapunkti fattaði ég að það væri verið að ýta mér að honum því ég náði svo vel til hans.” Endalaus rauð flögg Þegar Áróra lítur til baka sér hún treysti ekki innsæi sínu nægilega vel til að taka mark á öllum rauðu flöggunum sem komu til hennar varðandi manninn og staðinn allan. Við höfum mikið heyrt um rauðu flöggin í tengslum við metoo-byltinguna undanfarin ár og ofbeldi í nánum samböndum. Það má yfirfæra þau á fólk sem tekur sér hlutverk leiðbeinanda. Dæmi um rauð flögg, eða viðvörunarbjöllur, eru ásökun, allt er þér að kenna, ósanngjörn gagnrýni, stjórnsemi, narsisissmi, gaslýsing, drama, ógnarstjórn, sætta sig ekki við neitun, afbrýðisemi, ógnandi hegðun, ítrekaðar rökræður, smámunasemi, einræður, skortur á sjálfsgagnrýni - svo fátt eitt sé nefnt. Áróra verður veikari og veikari, taugakerfi hennar að hruni komið og tengslin við raunveruleikann að rofna. Svo gerðist það eitt kvöldið að hún raunverulega óttaðist um líf sitt. „Það var miklu oftar en einu sinni sem ég varð virkilega hrædd. Hann var búinn að ganga berserksgang í marga klukkutíma. Og yfirleitt þegar það gerðist þá bara fraus ég og var hætt að reyna að fara, því þá hótaði hann að drepa sig. Sem er náttúrulega bara svo gróft ofbeldi. En þetta kvöld fleygði hann húsgagni á mig. Og ég leita til þessarar konu og hún býður mér inn í herbergið sitt og upp í rúm og ég leggst þar upp í. Og beint á eftir mér kemur maðurinn og hann er alveg miður sín, hágrátandi og ekkert nema auðmýktin.“ „Og hún eyddi nóttinni frammi á gangi með honum að hlusta á hvað hann á ofboðslega bágt. Þar sem ég ligg, blá og marin, í áfalli inni í herbergi hjá henni.” Var bara verkfæri, ekki manneskja Þarna byrjar Áróra að átta sig á því að hún skiptir engu máli, heldur er einungis verkefni í gangi varðandi manninn sem hún hélt að hún elskaði. Eftir þetta minnkaði hún samskipti við manninn og fór enn dýpra inn í sjálft samfélagið til að ganga úr skugga um hvort það væri staðurinn sem hún ætti að vera á. „Forstöðukonan var mest meðvituð um okkar samskipti og var alltaf að segja við mig að við þekktum svo ástina og hún hefði svo mikið að læra af okkur. Orðræðan var þannig að hrósa þessu ofbeldissambandi og hvað ég væri hörð af mér að vera inni í og láta ofbeldi yfir mig ganga,“ segir hún. „En það var svo augljóst að þetta væri ekki fyrir mig. Það er svo skrítið þegar maður er búin að lenda í svona. Stockholm syndrome, konur sem fara aftur til ofbeldismanna. Ég gat ekki skilið það fyrr en ég lenti í því sjálf.” Áróra hefur þurft að leita sér faglegrar aðstoðar vegna reynslu sinnar af staðnum og fólkinu þar. Vísir/Vilhelm Gaslýst af öllum í hópnum Henni leið eins og reisnin hennar væri farin. „Ég verð einskis virði, ég er ótrúlega brotin og það er bara sviss á gaslýsingu og lovebombing og allskonar ofbeldi sem er mjög ruglandi. Og ekki bara frá einum aðila, heldur frá stærra samhengi.“ „Ég er algjörlega niðurbrotin og hef ekkert fram að færa, nema líkama minn til kynlífs.“ „Og þá var ég bara, vá hvað ég er heppin. Að þau skuli vera hérna til staðar fyrir mig,” segir hún. „Og við fórum að taka okkar deilur innan hópsins. Því ég get ekki verið í rifrildi við þig maður á mann. Hann varð svo ofboðslega reiður þegar ég fraus. Þegar ég fór í blakkát því ég óttaðist um líf mitt þá tryllist hann ennþá meira. Sem var bara ótrúlega mikið því það var allt rangt sem ég var að gera, á milli þess sem ég var bara æðisleg. Þetta er svo ruglingslegt sko.“ Þurfti að vera lúmsk til að sleppa Áróra tók að lokum þá ákvörðun að loka sig af innan svæðisins í nokkra daga. Þá byrjaði aðeins að rofa til og hún áttaði sig á því að hún þyrfti að komast burt. En það var ekki sama hvernig það yrði gert. „Þau eru lúmsk og ég þurfti að vera lúmskari til að koma mér út. Ef ég gef eitthvað færi á mér þá verð ég tekin niður og það eina sem ég get gert er að koma mér í burtu,“ segir Áróra. Hún komst í burtu, fann íbúð og ákvað að leita aftur til kerfisins sem brást henni áður. Og smám saman opnuðust augu hennar fyrir því að það sem hún hafði orðið fyrir á þessum stað sem var heimili hennar í átta mánuði - var heimilisofbeldi. „Það er svo klikkað hvað maður getur sannfært sig um að eitthvað sé í lagi undir yfirskrift að það sé einhver sjálfsvinna eða skuggavinna í gangi.“ „Ég bara vissi ekki að fólk gæti verið með svona illan ásetning. Og ég hélt að við værum öll í einlægni að vinna í okkar eigin skít.“ „Svo reyndist einn vera að misnota hvað allir væru tilbúnir að vinna í eigin skít. Og nýtti það til valda. Eða til að stjórna,“ segir hún. „Þetta var ofbeldi, ekki einhver andleg vinna.“ Vísir/Vilhelm Þurfti að kyngja fyrri hugmyndum um þolendur Hún leitaði fyrst til Kvennaathvarfsins í regluleg viðtöl og þaðan í Bjarkarhlíð. Þar var henni boðið að tilkynna ofbeldið til lögreglunnar og hún kom alveg af fjöllum. Svo var henni boðið að kæra málið og hún furðaði sig á því, þar sem henni þótti þetta ekki nógu alvarlegt. „Jú, þetta er alvarlegt ofbeldi, sagði konan við mig. Mér hafði ekki dottið það í hug.“ „Þegar maður byrjar að sjá ofbeldi sér maður það út um allt. En ein mantra sem hefur komið til mín í þessu ferli er að ég hef meiri áhuga á að sjá það sem er satt, heldur en það sem er þægilegt. Og það er ekki endilega alltaf notalegt að sjá það sem er satt.“ Hún segist hafa þurft að kyngja stolti, hroka og hennar fyrri hugmyndum um ofbeldi og fórnarlömb. „Því ég hugsaði bara: Ég er menntuð kona, ég er búin að vinna mikið í mér, ég er meðvituð, ég er stjórnandinn í eigin lífi, ég vel. Svo gerist þetta bara,“ segir hún. „Það er svo merkilegt að horfa til baka á hvernig hlutirnir æxlast. Þegar ég í raun kem út úr þessari upplifun sem ég á af þessum stað, sem er í rauninni bara mjög stórt áfall, og ég lít til baka og ég spyr mig hvernig ég hafi getað tekið þessa ákvörðun. Hvernig komstu þér inn í þessar aðstæður? Það er svo margt lítið og margt sem spilar saman. Það er mjög áhugavert að sjá að eitthvað sem getur verið meðal - ef maður tekur það í of stórum skammti þá getur það líka verið eitur.“
Kompás Trúmál Tengdar fréttir Kakókennari lokkaði fólk úr 12 spora samtökum inn í markalausar athafnir „Þetta minnti mig á neysluumhverfi. Þetta var bara sjúkt,“ segir Kolbeinn Sævarsson. Hann og Selma Kröyer sögðu í Kompás frá kynnum sínum af manni sem þóttist vera hæfur leiðbeinandi til að stjórna kakóathöfnum, en reyndist svo vera ofbeldismaður í leit að athygli. 14. maí 2022 07:00 Samverustund með stjörnuspekingi breyttist í martröð Fyrir nokkrum mánuðum fóru nokkrar vinkonur til stjörnuspekings í persónulegan lestur. Hann auglýsti sig menntaðan í faginu og bauð þeim rúmlega þriggja stunda kvöldstund fyrir nokkra tugi þúsunda. Maðurinn sagðist meðal annars skilja Hitler og nasistana, sakaði vinkonurnar um að hafa skaðað börnin sín svo mikið að þau væru orðin einhverf og réðst persónulega á eina þeirra svo gróflega að hún brast í grát. 12. maí 2022 07:00 Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Kakókennari lokkaði fólk úr 12 spora samtökum inn í markalausar athafnir „Þetta minnti mig á neysluumhverfi. Þetta var bara sjúkt,“ segir Kolbeinn Sævarsson. Hann og Selma Kröyer sögðu í Kompás frá kynnum sínum af manni sem þóttist vera hæfur leiðbeinandi til að stjórna kakóathöfnum, en reyndist svo vera ofbeldismaður í leit að athygli. 14. maí 2022 07:00
Samverustund með stjörnuspekingi breyttist í martröð Fyrir nokkrum mánuðum fóru nokkrar vinkonur til stjörnuspekings í persónulegan lestur. Hann auglýsti sig menntaðan í faginu og bauð þeim rúmlega þriggja stunda kvöldstund fyrir nokkra tugi þúsunda. Maðurinn sagðist meðal annars skilja Hitler og nasistana, sakaði vinkonurnar um að hafa skaðað börnin sín svo mikið að þau væru orðin einhverf og réðst persónulega á eina þeirra svo gróflega að hún brast í grát. 12. maí 2022 07:00
Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent