Íslenski boltinn

Leiknismenn nálgast óvinsælt hálfrar aldar met sem enginn hélt að myndi falla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leiknismenn í baráttunni i heimaleiknum á móti Stjörnunni sem þeir töpuðu 3-0.
Leiknismenn í baráttunni i heimaleiknum á móti Stjörnunni sem þeir töpuðu 3-0. Vísir/Hulda Margrét

Leiknismenn hafa ekki ekki skorað sjálfir í Bestu deildinni í sumar því eina mark liðsins var sjálfsmark í boði Eyjamanna. Nú er svo komið að met sem flestir héldu að myndu lifa að eilífðu er í smá hættu.

Leiknisliðið er nú komið upp í þriðja sæti á listanum yfir lengstu bið eftir fyrsta marki frá eigin leikmanni á tímabili.

Þeir fóru upp fyrir 1975-lið KR-inga í tapinu í Keflavík og upp fyrir Eyjamenn frá 2009 sem áttu metið í tólf liða deild.

Næsti leikur Leiknisliðsins er í kvöld á móti Fram. Takist þeim ekki að skora á fyrstu 35 mínútum leiksins þá eru þeir komnir upp í annað sæti listans, upp fyrir lið Ísfirðinga frá 1962.

Met Víkinga fellur þó ekki í kvöld þó Leiknismenn skori ekki. Leiknisliðið hefur enn 190 mínútur upp á að hlaupa áður en þeir verða það lið frá 1959 sem hefur beðið lengst eftir að skora sitt fyrsta mark á leiktíð.

Metið fellur því ekki fyrr en eftir tvo markalausa leiki í viðbót. Það er því ekkert skrýtið þótt að flestir héldu að met Víkinganna frá 1972 myndi aldrei falla.

Þeir skoruðu þá ekki mark í sjö fyrstu leikjum sínum á Íslandsmótinu en opnuðu markareikning sinn á tíundu mínútu í áttunda leiknum.

Leiknismenn eru hins vegar búnir að eignast metið í bæði tíu og tólf liða deild sem var í eigu Eyjamanna frá sumrinu 2009.

  • Lengsta bið eftir fyrsta marki eigin leikmanns á tímabili:
  • (frá því að tvöföld umferð var tekin upp 1959)
  • 640 mínútur - Víkingur 1972
  • 485 mínútur - ÍBÍ 1962
  • 450 mínútur - Leiknir R. 2022
  • 369 mínútur - KR 1975
  • 365 mínútur - ÍBV 2009
  • 358 mínútur - Stjarnan 2000
  • 358 mínútur - ÍBH 1961
  • 345 mínútur - Valur 1984
  • 339 mínútur - Grindavík 2010
  • 329 mínútur - ÍBA 1973



Fleiri fréttir

Sjá meira


×