Sara fékk ekki þann stuðning sem hún vonaðist eftir frá Lyon Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2022 09:01 Sara Björk hefur ákveðið að róa á önnur mið þegar tímabilinu lýkur. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, yfirgefur Lyon í sumar þegar samningur hennar við félagið rennur út. Sara greindi frá þessu í viðtali við mbl.is í gær. Hún sagði næstu skref á ferlinum ekki ákveðin en ýmsir möguleikar væru í stöðunni. Sara nefndi deildirnar í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi og Spáni sem vænlega kosti. Sara gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og varð strax Evrópumeistari með liðinu. Hún skoraði í úrslitaleiknum gegn sínu gamla liði, Wolfsburg. Landsliðsfyrirliðinn eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Ragnar Frank, í nóvember á síðasta ári en sneri aftur á völlinn í mars. Nýtt fyrir félagið Sara er fyrsti leikmaðurinn sem er samningsbundinn Lyon sem verður óléttur. Í viðtali sem blaðamaður Vísis tók við hana í Tékklandi í síðasta mánuði, þar sem íslenska landsliðið mætti heimakonum í undankeppni HM, var á henni að heyra að hún hafi ekki verið alsátt með þann stuðning sem hún fékk frá Lyon á meðan meðgöngunni stóð. „Þetta er nýtt fyrir félagið og nýtt fyrir mér og stelpunum, að leikmaður sé óléttur og vita ekki hvernig á að bregðast við. Hvað fótboltann varðar er erfitt að missa leikmann sem er óléttur eða meiddur í svona langan tíma þegar hann er á samningi,“ sagði Sara. „Auðvitað voru þeir glaðir fyrir mína hönd, að ég væri að fara að byrja að stofna fjölskyldu, en kannski smá óvissa yfir því hvort ég gæti komið til baka. Það hafa verið leikmenn sem hafa verið óléttir og ekki komið til baka sem hafa verið á þessu stigi.“ Klippa: Sara um stuðninginn frá Lyon Sara sagðist ekki hafa heyrt mikið frá Lyon meðan á meðgöngunni stóð. „Það var kannski svolítið mikil óvissa. Og þegar ég var ólétt voru ekki mikil samskipti sem ég fékk frá Lyon á þeim tíma. Kannski var það því þeir trúðu ekki að ég gæti komið til baka sem sami leikmaður. Þetta var líka nýtt fyrir þeim,“ sagði Sara. Klárlega skort stuðning „Ég var líka vör við að ég væri að setja ákveðið fordæmi fyrir aðra leikmenn og félagið, að þetta væri hægt. En ég myndi segja bæði og, ég hef klárlega ekki fengið þann stuðning sem ég vonaðist eftir en ætla ekki að fara mikið meira út í það.“ Lyon á þrjá leiki eftir á tímabilinu, tvo í frönsku úrvalsdeildinni og svo úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Barcelona á laugardaginn. Lyon er með fimm stiga forskot á Paris Saint-Germain á toppi frönsku deildarinnar. Sara, sem er 31 árs, sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði. Hún er svo á leið á sitt fjórða Evrópumót með landsliðinu í sumar. Franski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Heimildarmynd um Söru Björk komin út: Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli Heimildarmynd um meðgöngu landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og endurkomu hennar inn á fótboltavöllinn er nú komin í loftið. 17. maí 2022 09:32 Sara Björk mun yfirgefa Lyon í sumar Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, mun yfirgefa franska stórliðið Lyon í sumar er samningur hennar rennur út. Hún segir margt koma til greina. 16. maí 2022 22:10 Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Sara greindi frá þessu í viðtali við mbl.is í gær. Hún sagði næstu skref á ferlinum ekki ákveðin en ýmsir möguleikar væru í stöðunni. Sara nefndi deildirnar í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi og Spáni sem vænlega kosti. Sara gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og varð strax Evrópumeistari með liðinu. Hún skoraði í úrslitaleiknum gegn sínu gamla liði, Wolfsburg. Landsliðsfyrirliðinn eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Ragnar Frank, í nóvember á síðasta ári en sneri aftur á völlinn í mars. Nýtt fyrir félagið Sara er fyrsti leikmaðurinn sem er samningsbundinn Lyon sem verður óléttur. Í viðtali sem blaðamaður Vísis tók við hana í Tékklandi í síðasta mánuði, þar sem íslenska landsliðið mætti heimakonum í undankeppni HM, var á henni að heyra að hún hafi ekki verið alsátt með þann stuðning sem hún fékk frá Lyon á meðan meðgöngunni stóð. „Þetta er nýtt fyrir félagið og nýtt fyrir mér og stelpunum, að leikmaður sé óléttur og vita ekki hvernig á að bregðast við. Hvað fótboltann varðar er erfitt að missa leikmann sem er óléttur eða meiddur í svona langan tíma þegar hann er á samningi,“ sagði Sara. „Auðvitað voru þeir glaðir fyrir mína hönd, að ég væri að fara að byrja að stofna fjölskyldu, en kannski smá óvissa yfir því hvort ég gæti komið til baka. Það hafa verið leikmenn sem hafa verið óléttir og ekki komið til baka sem hafa verið á þessu stigi.“ Klippa: Sara um stuðninginn frá Lyon Sara sagðist ekki hafa heyrt mikið frá Lyon meðan á meðgöngunni stóð. „Það var kannski svolítið mikil óvissa. Og þegar ég var ólétt voru ekki mikil samskipti sem ég fékk frá Lyon á þeim tíma. Kannski var það því þeir trúðu ekki að ég gæti komið til baka sem sami leikmaður. Þetta var líka nýtt fyrir þeim,“ sagði Sara. Klárlega skort stuðning „Ég var líka vör við að ég væri að setja ákveðið fordæmi fyrir aðra leikmenn og félagið, að þetta væri hægt. En ég myndi segja bæði og, ég hef klárlega ekki fengið þann stuðning sem ég vonaðist eftir en ætla ekki að fara mikið meira út í það.“ Lyon á þrjá leiki eftir á tímabilinu, tvo í frönsku úrvalsdeildinni og svo úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Barcelona á laugardaginn. Lyon er með fimm stiga forskot á Paris Saint-Germain á toppi frönsku deildarinnar. Sara, sem er 31 árs, sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði. Hún er svo á leið á sitt fjórða Evrópumót með landsliðinu í sumar.
Franski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Heimildarmynd um Söru Björk komin út: Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli Heimildarmynd um meðgöngu landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og endurkomu hennar inn á fótboltavöllinn er nú komin í loftið. 17. maí 2022 09:32 Sara Björk mun yfirgefa Lyon í sumar Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, mun yfirgefa franska stórliðið Lyon í sumar er samningur hennar rennur út. Hún segir margt koma til greina. 16. maí 2022 22:10 Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Heimildarmynd um Söru Björk komin út: Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli Heimildarmynd um meðgöngu landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og endurkomu hennar inn á fótboltavöllinn er nú komin í loftið. 17. maí 2022 09:32
Sara Björk mun yfirgefa Lyon í sumar Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, mun yfirgefa franska stórliðið Lyon í sumar er samningur hennar rennur út. Hún segir margt koma til greina. 16. maí 2022 22:10
Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00