„Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. maí 2022 07:01 Garðar Guðmundsson er áttræður í dag en hann er einn stofnenda Gróttu og þjálfar enn fótbolta: Old Boys alla miðvikudaga klukkan 19. Garðar sló snemma í gegn sem rokkstjarna og hefur sungið með ófáum hljómsveitunum og komið fram á sýningum. Til viðbótar er Garðar einn stofnenda Taflfélags Seltirninga. Á laugardaginn verður haldið heiðursmót í Gróttu í tilefni stórafmælis Garðars og er fólk hvatt til að fjölmenna. Eftir mót verður boðið upp á hamborgara, bjór og gos í klúbbhúsinu. Vísir/Vilhelm Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. Og Garðar syngur enn. „Við vorum fengnir á ball á Tene rétt fyrir Covid. Það var rosalega gaman,“ segir Garðar og vísar þar til þess að hann og félagi hans í Stuðgæjum voru bókaðir á ball fyrir Íslendinga á Tenerife 2020. Á laugardaginn verður haldið fótboltamót í Gróttu til heiðurs Garðari. Enda er Garðar ekki aðeins einn af stofnendum Gróttu heldur þjálfaði hann Gróttudrengi lengi og starfaði þar að auki sem knattspyrnudómari um árabil. Og enn þjálfar Garðar. Því alla miðvikudaga klukkan 19 þjálfar hann Old Boys í Gróttu. „Ég byrjaði að þjálfa suma þeirra þegar þeir voru bara sex sjö ára en nú eru þeir um og yfir sextugt“ segir Garðar og skellihlær. Á þá eftir að nefna skákina. Því Garðar var einn stofnenda Taflfélags Seltirninga og stóð meðal annars fyrir því að stofna sérstaka deild fyrir yngstu keppendurna. „Oft voru þetta strákarnir í boltanum. Þeir komu þá heim í stofu til okkar Önnu að spila skák eftir æfingar,“ segir Garðar og í bakgrunni heyrist hlátur Önnu Maríu Samstedt eiginkonu Garðars, sem svo sannarlega man tímana tvenna eins og Garðar. Ekki síst þeim tíma þegar rokkið var allsráðandi. Garðar var alltaf síraulandi sem barn og sló snemma í gegn. Rokkið var allsráðandi og Garðar þótti líkja mjög til fyrstu rokkstjörnu Breta, Tommy Steele. Síðar tók Garðar upp söngstíl Cliff Richards og tónlistar hans með hljómsveitinni Shadows. Á sjötta og sjöunda áratugnum var unga fólkið mikið að þróa sig áfram í tónlist og dansi og segir Garðar mikið stuð hafa einkennt alla dansleiki. Þar sem unga fólkið dansaði af sér skónna og þó var aldrei vín haft um hönd.Vísir/Vilhelm Sló snemma í gegn Garðar fæddist 19. maí árið 1942 við Sólvallagötu í Reykjavík. Móðir Garðars var fráskilinn og flutti Garðar oft þegar hann var barn. Því á þeim tíma var algengt að einstæðar mæður réðu sig sem ráðskonur á heimili í Reykjavík. En þótt Garðar byggi víða um borgina, var hann vinamargur og vinsæll. „Ég átti alltaf auðvelt með að kynnast vinum á öllum þessum stöðum sem við bjuggum,“ segir Garðar. Eitt einkenndi þó æsku Garðars og það var að hann var alltaf síraulandi. Og aðeins 15 ára sló hann fyrst í gegn. Þá kom hann fram með Hljómsveitinni Aaage Lorange í Silfurtunglinu við Snorrabraut. „Ég var alltaf að bíða eftir því að það yrði auglýst eitthvað tækifæri til að koma fram. Síðan gerist það að það er auglýst eftir ungu fólki til að koma fram í Silfurtunglinu. Við vorum nokkrir krakkar sem höfðum áhuga og stofnuðum þessa hljómsveit til að geta tekið þátt.“ Þessir viðburðir í Silfurtunglinu voru einmitt ætlaðir sem einhvers konar kynningarleið á ungum og efnilegum rokk- og dægurlagasöngvurum. Svona eins og við þekkjum sem X-Factor eða The Voice úr sjónvarpinu í dag. En á þessum tíma gekk allt út á orðspor og að góðar sögur næðu þeirri útbreiðslu að eftirsókn yrði eftir tónlistarfólkinu. Og svo sannarlega varð það raunin hjá Garðari því 17 ára gamall kom hann fram með hljómsveit Árna Ísleifs og var þá auglýstur sem rokksöngvari. Það sama sumar kom hann fram með Rondó kvartettnum á dansleik og á þá eftir að nefna hljómsveitirnar Fjórir jafnljótir og Hljómsveit Skapta Ólafssonar. Áfram hélt söngferillinn og næstu árin söng Garðar á ýmsum dansleikjum og rokkhátíðum. Til dæmis með KK-sextettnum og Diskó kvintettnum. Og það sem meira var: Garðari þótti svipa nokkuð í stíl við Tommy Steele. Er nema von að Garðar hafi því orðið vinsæll. Því Tommy Steele er gjarnan kenndur við að hafa orðið fyrsta fræga rokkstirni Bretlands hjá unga fólkinu. Sem á sjötta áratugnum var svo sannarlega að feta nýjar slóðir í músík og dansi. Á gullöld rokksins mættu hljómsveitir í útvarpið til að spila fyrir framan hljóðnema því íslensk plötuútgáfa fór ekki af stað fyrr en nokkru síðar. Garðar kom fram með fjöldanum öllum af hljómsveitum og var orðinn nokkuð þekktur og fastráðinn sem slíkur um og eftir tvítugt. En uppúr 1967 hætti hann um tíma í tónlist eða allt þar til Haukur Morthens hafði samband við hann árið 1976. Þá fór hann aftur af stað og var líka einn af þeim sem kom fram í rokksýningu á Broadway sem nutu mikilla vinsælda árið 1984. Hinn íslenski Cliff Richards Svo frægur var Tommy Steele að um hann var gerð kvikmynd sem sýnd var í Austurbæjarbíói. Viðurkenndi Garðar síðar í viðtali að kvikmyndina hefði hann alls séð níu sinnum í bíó. Svo áhugasamur var hann um hinn breska kollega sinn. En fljótlega þróuðust mál þó þannig að fyrirmynd Garðars varð annar og enn frægari söngvari. Cliff Richards. Cliff Richards skaust fram á sjónarsviðið um og eftir árið 1960. Enn í dag er hann einn söluhæsti tónlistarmaður heims því hann hefur selt um 21,5 milljón smáskífna. Í Bandaríkjunum voru vinsældirnar mældar með Elvis Presley, Bítlunum og Rolling Stones. En í Bretlandi var það Presley, Bítlarnir og Cliff Richards! Hljómsveit Cliff Richards, The Shadows, er ein þekktasta hljómsveit allra tíma. Enda starfaði hún samfleytt í 46 ár. Í grein í Morgunblaðinu um hljómsveitina segir um upphaf vinsælda hennar á Íslandi: „Komið var fram á ár 1961 þegar heyrast fór í Skuggum á Íslandi. "Dans- og dægurlög" voru sjaldan leikin í Ríkisútvarpinu, eina ljósvakamiðli landsmanna, og fáir plötuspilarar voru á heimilum til þess að gera, en fór þó ört fjölgandi. Margir unglingar fengu einóma ferðagrammófóna í fermingargjöf og gátu keypt sér plötur fyrir fermingarpeningana eða sumarhýruna. Ekki þýddi að kveikja á Kananum til þess að heyra í Shadows. Þeir voru óþekktir í Ameríku.“ Þetta þýðir að um og eftir tvítugt fer Garðar að fylgjast æ meira með Cliff Richards og tónlist The Shadows. Nítján ára var hann fastráðinn með hljómsveitinni Flamingo kvintettnum, síðan söng hann með Tónik en gekk síðan til liðs við hljómsveitina Tóna. Og það var í Tónum sem Garðar fer æ meira að tileinka sér söngstíl Cliff Richards. Enda þótti mörgum Tónar nokkuð líkja hinni bresku hljómsveit The Shadows. Í kjölfarið tímans með Tónum tók við að syngja með hljómsveitinni Garðari og Gosum og síðar Geislum og loks J.J. kvintettnum. En áður en lengra er haldið skulum við staldra aðeins við unga fólkið og ástina. Garðar og Anna María Samstedt eiginkona hans. Anna María féll strax fyrir Garðari en hún sá hann fyrst á dansleik fyrir unga fólkið í Skátaheimilinu á Snorrabraut. Garðar og Anna byrjuðu snemma að búa og eignast börn eins og algengt var í den. Dæturnar urðu fjórar og þar af er sú elsta að verða sextug í ágúst. Þótt Garðar sé enn upptekinn í fótbolta, í skák og í tónlist eru uppáhaldsstundir hjónanna í sumarbústaðnum þeirra í Brekkuskógi við Laugarvatn.Vísir/Vilhelm „Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Það kemur blik í augu Garðars þegar hann rifjar upp gullaldartímabil rokksins. Þegar unga fólkið flykktist á dansleiki og hreinlega dansaði af sér skónna. „Þegar að við byrjuðum fyrst að koma fram var hreinlega stappað og rosalegt stuð. Þetta voru böll sem allt unga fólkið vildi sækja og við vorum að troða upp á Ingólfskaffi, í Alþýðuhúsinu, Breiðfirðingabúð og fleiri stöðum,“ segir Garðar og bætir við: En taktu eftir: Þarna var rosalegt stuð og alveg troðið en ekkert vín haft um hönd. Það hreinlega tíðkaðist ekki á böllum unga fólksins á þessum tíma.“ Garðar rifjar upp þegar hann fyrst fór í viðtal í útvarpinu og var kynntur sem söngvari. Það var ákveðin upphefð og staðfesting á vaxandi frægð og velgengni. Útvarpið var einna helst miðillinn til að koma tónlistinni á framfæri. En þó ekki með því að spila af plötum því íslensk tónlistarútgáfa fór ekki að verða þekkt fyrr en nokkru síðar. Þess í stað mættu hljómsveitirnar í útvarpstúdeó Ríkisútvarpsins og spiluðu þar fyrir framan hljóðnema. „Við spiluðum í útvarpinu tvisvar í viku.“ Þótt ekki væri netið né samfélagsmiðlunum fyrir að fara á þessum tíma, var Garðar orðinn nokkuð þekktur meðal fólks í Reykjavík. Og þannig var það þegar að Anna sá Garðar fyrst. Á dansleik fyrir unga fólkið í Skátaheimilinu við Snorrabraut. „Þá var hann svo sætur sjarmör og frægur, ég féll fyrir honum,“ segir Anna og hjónin hlæja dátt. Síðan eru liðnir áratugir. Enda er elsta dóttir Garðars og Önnu nú að verða sextug. Mynd fv.: Garðar, Kristín Birna, Kamilla Björk og tvíburarnir Linda og Lilja. Kristín er fædd árið 1962 og Kamilla Björk árið 1966. Garðr og Anna stefndu síðan á eitt örverpi um 1980 en viti menn: Þá fæddust tvíburar og er til skemmtileg saga um að Garðar hafi kallað þá tvíbura yfir sig á bílrúnti Önnu og Garðars mörgum árum fyrr. Að sögn Lindu hefur pabbi þeirra alltaf verið mjög upptekinn við alls konar og vinni líka vel undir álagi : Í raun sé hann best geymdur þar sem það er brjálað að gera!Vísir/Vilhelm Alls urðu dæturnar fjórar: Elst er Kristín Birna fædd árið 1962, síðan er það Kamilla Björk fædd 1966 og löngu síðar fæddust tvíburarnir Linda og Lilja en það var árið 1980. Eins og tíðkaðist í þá daga byrjuðu Garðar og Anna ung að búa saman og eignast börn. Elsta dóttirin var því fædd þegar þau voru bara rétt um tvítugt. Þegar fyrstu tvær dæturnar voru fæddar voru ungu hjónin eitt sinn á rúntinum í Reykjavík. Garðar sér þá konu með tvíbura í vagni og segir. „En hvað það gæti nú verið gaman að eiga tvíbura!“ Anna saup þá hveljur og svaraði: „Nei nú skaltu þegja Garðar!“ Hjónin hlæja af minningunni og útskýra að oft hafi þessi saga verið nefnd þegar það er rifjað upp hvernig ætlunin var að eignast eitt örverpi fyrir ellina eins og sagt er. En að börnin hafi orðið tvö því Garðar hafi kallað tvíburana yfir þau hjónin á þessum bílrúnti í Reykjavík! Þegar Garðar og Anna fluttu á Seltjarnarnesið tók Garðar eftir því að það var ekkert fyrir krakkana að gera. Hann skrifaði því á miða og hengdi upp í kjörbúðinni auglýsingu um fótboltaæfingar við Gróttu og að hann myndi þjálfa drengina. 126 strákar skráðu sig til leiks og síðar komu nokkrir pabbar að tali við Garðar og spurðu hvort það væri ekki tilefni til að stofna formlega til félags. Þannig varð Grótta til og enn þjálfar Garðar suma af drengjunum sem byrjuðu hjá honum sex til sjö ára en tilheyra nú Old Boys Gróttu, 50+. Garðar og fótboltinn Svo skringilega sem það hljómar hætti Garðar í tónlistinni í kringum 1967-1968. Og hreinlega lagði þá skó á hilluna. Að minnsta kosti um tíma. Ungu hjónin bjuggu þá í leiguíbúð á Seltjarnarnesi. Rétt við Gróttu sem var óbyggt svæði á þeim tíma. „Það var ekkert um að vera á Nesinu. Hreinlega ekki neitt,“ segir Garðar og segir að það hafi honum fundist afleitt á sínum tíma, ekki síst fyrir krakka í hverfinu. „Mér fannst þetta alls ekki nógu gott þannig að ég ákvað að prófa að skrifa á blað auglýsingu og hengja upp í búðinni að fyrirhugað væri að stofna fótboltafélag fyrir drengi,“ segir Garðar og kímir. Og viti menn: 126 strákar skráðu sig til leiks! Áður en Garðar vissi af var hann því kominn á fullt í að þjálfa drengi í fótbolta við Gróttu þar sem spilað var. Það var verið að æfa og spila fótbolta til ellefu á kvöldin. Síðar komu síðan nokkrir karlar til mín. Pabbar þessara drengja og spurðu hvort við ættum ekki að stofna félag formlega. Þannig að úr varð að við stofnuðum Gróttu.“ En ekki var nóg með að Garðar væri kominn á fullt í að þjálfa drengi í fótbolta. Síðar tók hann þau próf sem þurfti til að vera knattspyrnudómari. Við það starfaði hann samhliða því að vera verslunarstjóri í Litaver um árabil. „Ég dæmdi allt fyrir Val,“ segir Garðar. Það var ekki nóg með að Garðar færi að þjálfa drengi í fótbolta heldur ákvað hann síðar að taka próf til að gerast knattspyrnudómari og starfaði sem slíkur til fjölda ára. Garðar dæmdi þá allt fyrir Val. Garðar stofnaði líka Taflfélag Seltirninga og var í forsvari fyrir því að þar væri starfrækt yngri deild. Þetta varð til þess að oft fóru strákarnir beint af æfingu heim til Garðars og Önnu Maríu til að spila skák í stofunni.Vísir/Vilhelm Á Broadway og aftur í rokkið Ólafur Laufdal rak hinn vinsæla skemmtistað Broadway í Mjódd til fjölda ára en þar voru alls kyns vinsælar sýningar settar upp. Oft var þá slegið til með góðum kvöldum sem byrjuðu með dinner og sýningu og enduðu í dansi. Á þeim tíma þegar Björgvin Halldórsson var skemmtanastjóri hjá Ólafi, nefndi Garðar við Björgvin hvort það væri ekki sniðugt að setja saman hóp fyrir Rokksýningu. Úr varð sýning sem sýnd var fyrir fullu húsi á Broadway. Árin liðu og þótt Garðar hafi verið hættur í músíkinni sagðist hann alltaf hafa vitað innst inni að það væri ekki endanlegt. „Enda ætla ég að syngja eins lengi og ég get. Oft gefur röddin sig með aldrinum en það hefur ekki gerst enn og á meðan svo er mun ég syngja.“ Árið 1976 hafði Haukur Morthens heitinn samband við Garðar. Haukur var þá að vinna að dagskrá fyrir dansleiki sem helgaðir yrðu gömlu góðu dögunum í rokkinu. Garðar ákvað að slá til og vilja margir meina að þessir dansleikir Hauks heitins hafi verið undanfari þeirra tónlistarhátíða sem síðar urðu mjög vinsælir. Sýningar sem buðu upp á dinner og dans. Ólafur Laufdal var þar fremstur í flokki að setja upp alls kyns sýningar á skemmti- og veitingastaðnum sínum Broadway sem fyrst var staðsettur í Mjóddinni en varð síðar að Hótel Íslandi í Ármúla. Björgvin Halldórsson var auðvitað orðinn frægur á þessum tíma og ég stakk því að honum hvort við ættum ekki að safna saman 12-14 konum og körlum og búa til svona rokkshow. Sú sýning gekk vel og á Broadway var húsfyllir helgi eftir helgi og mikil stemning.“ Eftir þetta söng Garðar um tíma með hljómsveitinni Stuðbandið og síðar Stuðgæjum sem enn er starfandi. „Við komum alltaf fram þar sem sóst er eftir og tilefni til,“ segir Garðar. Hörkulið Old Boys sem æfir á Gróttuvellinum en Garðar er þjálfari liðsins. Á laugardaginn kemur verður heiðursmót í tilefni áttræðisafmælis Garðars og stendur mótið frá kl.10.15 til 14. Old Boys liðsmennirnir hafa hóað í gamla félaga úr Breiðabliki, Keflavík, Þrótti og KR og er fólk hvatt til að fjölmenna á völlinn. Búist er við hörkuspennandi úrslitaleik en eftir mót verður framhald á stemningunni í klúbbhúsinu þar sem boðið verður upp á hamborgara, bjór og gos. Vísir/Linda Garðarsdóttir Stemning í Gróttu á laugardaginn Árin liðu og sem fyrr var Garðar upptekin við alls konar iðju. Strákaliðin í Gróttu höfðu auðvitað elst og því þróuðust málin þannig að í staðinn fyrir að þjálfa drengi í fótbolta, er Garðar að þjálfa Old Boys fótboltaliðið. „Við vorum að byrja aftur eftir Covid,“ segir Garðar. Á laugardaginn kemur verður einmitt mikil stemning á Gróttuvellinum. Því þá hafa Old Boys liðsmennirnir leigt völlinn, hóað í gamla félaga úr Breiðabliki, Keflavík, Þrótti og KR. Allt 50+ menn. Stemningin er gríðarleg og fólk hvatt til að fjölmenna á völlinn á milli klukkan 10.15 og 14 á laugardaginn. Þar sem spilað verður í tveimur þriggja liða riðlum sem auðvitað mun enda með gífurlega spennandi lokaleik liðanna. Síðan verða hamborgarar, bjór og gos í klúbbhúsinu. Já, fótboltastemning eins og hún gerist best. Áttræður og enn á fullu í alls konar Garðar starfaði í áratugi sem verslunarstjóri í Litaver við Grensásveg. Þar sem margir kannast við að spyrja nú starfsmenn Slippfélagsins hvort „Garðar sé við.“ Þá hafa hann og Anna ferðast víða um heim til að fara á Cliff Richards tónleika. Hápunkturinn er auðvitað árið 2007 þegar Cliff Richards kom til Íslands og hélt tónleika. Og dugði þá ekkert annað en að smella af Garðari og Cliff góðri mynd! Garðar hefur fylgst með Cliff Richards frá því rétt upp úr 1969 þegar Cliff Richards sló fyrst í gegn, en hann er enn einn söluhæsti tónlistarmaður heims og hefur selt um 21,5 milljón smáskífna. Garðari þótti líkja mjög til söngvarans og því oft kallaður hinn íslenski Cliff Richards. Anna María og Garðar hafa ferðast um allan heim á tónleika með goðinu og það var vel við hæfi að smella af þeim mynd þegar Cliff Richards hélt tónleika á Íslandi árið 2005. Og þótt nokkuð sé liðið frá því að hann hætti að vinna sökum aldurs, er Garðar enn upptekinn í alls konar til viðbótar við fótboltann. Til dæmis er hann með rokkþátt á útvarpstöðinni Sögu einu sinni í viku. Þar sem hann spilar af geisladiskunum sínum og hefur jafnvel gefið hlustendum diska úr sínu safni. „Þá keyri ég bara heim til vinningshafa og gef þeim diskinn,“ segir Garðar. Garðar hefur líka nýtt sér tæknina og gefið út síðari tvo geisladiskana með tónlist sjálfur. Þar sem upptökur og hljóðblöndun eru unnar með græjum sem vinur hans á. Nýjasti diskurinn hans var gefinn út árið 2020. Vikulega hittir Garðar síðan karla í Stangarhyl sem eru 60 ára og eldri. Til að tefla. „Við keppum líka á árlegum mótum og vorum að koma að Norðan úr keppnisferð. Þar vorum við tólf í okkar félagi sem mættum tólf manna liði Akureyringa. Þetta er mjög mikil barátta og það gengur sko allt út á að vinna. Allt. Og í þetta sinn unnum við rækilegan sigur!“ segir Garðar og hlær. Í dag eru barnabörnin orðin sex og barnabarnabörnin fjögur. Og sjálfur segir Garðar uppáhaldsstundirnar vera með Önnu og fjölskyldunni í sumarbústaðnum í Brekkuskógi við Laugarvatn. „Þar er fullt að gera líka því það þarf að halda öllu við, mála, snyrta trén og fleira,“ segir Garðar en bætir við að oft komist hann ekki eins mikið og hann vill því það er mikið að gera í boltanum og fleira. Garðar segist vera heppinn með heilsuna og hefur í mörg ár farið út að labba með vini sínum tvisvar til fjórum sinnum í viku. En hvað heldur þú að geti skýrt það út hvað þér hefur tekist vel að áorka svona margt og nú áttræður enn á fullu og enn við góða heilsu? „Ég veit það ekki,“ svarar Garðar rólega en bætir síðan við: En kannski að það hafi haft áhrif að ég hef aldrei reykt né drukkið áfengi.“ Tónlist Fótbolti Menning Tímamót Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01 Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00 Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Og Garðar syngur enn. „Við vorum fengnir á ball á Tene rétt fyrir Covid. Það var rosalega gaman,“ segir Garðar og vísar þar til þess að hann og félagi hans í Stuðgæjum voru bókaðir á ball fyrir Íslendinga á Tenerife 2020. Á laugardaginn verður haldið fótboltamót í Gróttu til heiðurs Garðari. Enda er Garðar ekki aðeins einn af stofnendum Gróttu heldur þjálfaði hann Gróttudrengi lengi og starfaði þar að auki sem knattspyrnudómari um árabil. Og enn þjálfar Garðar. Því alla miðvikudaga klukkan 19 þjálfar hann Old Boys í Gróttu. „Ég byrjaði að þjálfa suma þeirra þegar þeir voru bara sex sjö ára en nú eru þeir um og yfir sextugt“ segir Garðar og skellihlær. Á þá eftir að nefna skákina. Því Garðar var einn stofnenda Taflfélags Seltirninga og stóð meðal annars fyrir því að stofna sérstaka deild fyrir yngstu keppendurna. „Oft voru þetta strákarnir í boltanum. Þeir komu þá heim í stofu til okkar Önnu að spila skák eftir æfingar,“ segir Garðar og í bakgrunni heyrist hlátur Önnu Maríu Samstedt eiginkonu Garðars, sem svo sannarlega man tímana tvenna eins og Garðar. Ekki síst þeim tíma þegar rokkið var allsráðandi. Garðar var alltaf síraulandi sem barn og sló snemma í gegn. Rokkið var allsráðandi og Garðar þótti líkja mjög til fyrstu rokkstjörnu Breta, Tommy Steele. Síðar tók Garðar upp söngstíl Cliff Richards og tónlistar hans með hljómsveitinni Shadows. Á sjötta og sjöunda áratugnum var unga fólkið mikið að þróa sig áfram í tónlist og dansi og segir Garðar mikið stuð hafa einkennt alla dansleiki. Þar sem unga fólkið dansaði af sér skónna og þó var aldrei vín haft um hönd.Vísir/Vilhelm Sló snemma í gegn Garðar fæddist 19. maí árið 1942 við Sólvallagötu í Reykjavík. Móðir Garðars var fráskilinn og flutti Garðar oft þegar hann var barn. Því á þeim tíma var algengt að einstæðar mæður réðu sig sem ráðskonur á heimili í Reykjavík. En þótt Garðar byggi víða um borgina, var hann vinamargur og vinsæll. „Ég átti alltaf auðvelt með að kynnast vinum á öllum þessum stöðum sem við bjuggum,“ segir Garðar. Eitt einkenndi þó æsku Garðars og það var að hann var alltaf síraulandi. Og aðeins 15 ára sló hann fyrst í gegn. Þá kom hann fram með Hljómsveitinni Aaage Lorange í Silfurtunglinu við Snorrabraut. „Ég var alltaf að bíða eftir því að það yrði auglýst eitthvað tækifæri til að koma fram. Síðan gerist það að það er auglýst eftir ungu fólki til að koma fram í Silfurtunglinu. Við vorum nokkrir krakkar sem höfðum áhuga og stofnuðum þessa hljómsveit til að geta tekið þátt.“ Þessir viðburðir í Silfurtunglinu voru einmitt ætlaðir sem einhvers konar kynningarleið á ungum og efnilegum rokk- og dægurlagasöngvurum. Svona eins og við þekkjum sem X-Factor eða The Voice úr sjónvarpinu í dag. En á þessum tíma gekk allt út á orðspor og að góðar sögur næðu þeirri útbreiðslu að eftirsókn yrði eftir tónlistarfólkinu. Og svo sannarlega varð það raunin hjá Garðari því 17 ára gamall kom hann fram með hljómsveit Árna Ísleifs og var þá auglýstur sem rokksöngvari. Það sama sumar kom hann fram með Rondó kvartettnum á dansleik og á þá eftir að nefna hljómsveitirnar Fjórir jafnljótir og Hljómsveit Skapta Ólafssonar. Áfram hélt söngferillinn og næstu árin söng Garðar á ýmsum dansleikjum og rokkhátíðum. Til dæmis með KK-sextettnum og Diskó kvintettnum. Og það sem meira var: Garðari þótti svipa nokkuð í stíl við Tommy Steele. Er nema von að Garðar hafi því orðið vinsæll. Því Tommy Steele er gjarnan kenndur við að hafa orðið fyrsta fræga rokkstirni Bretlands hjá unga fólkinu. Sem á sjötta áratugnum var svo sannarlega að feta nýjar slóðir í músík og dansi. Á gullöld rokksins mættu hljómsveitir í útvarpið til að spila fyrir framan hljóðnema því íslensk plötuútgáfa fór ekki af stað fyrr en nokkru síðar. Garðar kom fram með fjöldanum öllum af hljómsveitum og var orðinn nokkuð þekktur og fastráðinn sem slíkur um og eftir tvítugt. En uppúr 1967 hætti hann um tíma í tónlist eða allt þar til Haukur Morthens hafði samband við hann árið 1976. Þá fór hann aftur af stað og var líka einn af þeim sem kom fram í rokksýningu á Broadway sem nutu mikilla vinsælda árið 1984. Hinn íslenski Cliff Richards Svo frægur var Tommy Steele að um hann var gerð kvikmynd sem sýnd var í Austurbæjarbíói. Viðurkenndi Garðar síðar í viðtali að kvikmyndina hefði hann alls séð níu sinnum í bíó. Svo áhugasamur var hann um hinn breska kollega sinn. En fljótlega þróuðust mál þó þannig að fyrirmynd Garðars varð annar og enn frægari söngvari. Cliff Richards. Cliff Richards skaust fram á sjónarsviðið um og eftir árið 1960. Enn í dag er hann einn söluhæsti tónlistarmaður heims því hann hefur selt um 21,5 milljón smáskífna. Í Bandaríkjunum voru vinsældirnar mældar með Elvis Presley, Bítlunum og Rolling Stones. En í Bretlandi var það Presley, Bítlarnir og Cliff Richards! Hljómsveit Cliff Richards, The Shadows, er ein þekktasta hljómsveit allra tíma. Enda starfaði hún samfleytt í 46 ár. Í grein í Morgunblaðinu um hljómsveitina segir um upphaf vinsælda hennar á Íslandi: „Komið var fram á ár 1961 þegar heyrast fór í Skuggum á Íslandi. "Dans- og dægurlög" voru sjaldan leikin í Ríkisútvarpinu, eina ljósvakamiðli landsmanna, og fáir plötuspilarar voru á heimilum til þess að gera, en fór þó ört fjölgandi. Margir unglingar fengu einóma ferðagrammófóna í fermingargjöf og gátu keypt sér plötur fyrir fermingarpeningana eða sumarhýruna. Ekki þýddi að kveikja á Kananum til þess að heyra í Shadows. Þeir voru óþekktir í Ameríku.“ Þetta þýðir að um og eftir tvítugt fer Garðar að fylgjast æ meira með Cliff Richards og tónlist The Shadows. Nítján ára var hann fastráðinn með hljómsveitinni Flamingo kvintettnum, síðan söng hann með Tónik en gekk síðan til liðs við hljómsveitina Tóna. Og það var í Tónum sem Garðar fer æ meira að tileinka sér söngstíl Cliff Richards. Enda þótti mörgum Tónar nokkuð líkja hinni bresku hljómsveit The Shadows. Í kjölfarið tímans með Tónum tók við að syngja með hljómsveitinni Garðari og Gosum og síðar Geislum og loks J.J. kvintettnum. En áður en lengra er haldið skulum við staldra aðeins við unga fólkið og ástina. Garðar og Anna María Samstedt eiginkona hans. Anna María féll strax fyrir Garðari en hún sá hann fyrst á dansleik fyrir unga fólkið í Skátaheimilinu á Snorrabraut. Garðar og Anna byrjuðu snemma að búa og eignast börn eins og algengt var í den. Dæturnar urðu fjórar og þar af er sú elsta að verða sextug í ágúst. Þótt Garðar sé enn upptekinn í fótbolta, í skák og í tónlist eru uppáhaldsstundir hjónanna í sumarbústaðnum þeirra í Brekkuskógi við Laugarvatn.Vísir/Vilhelm „Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Það kemur blik í augu Garðars þegar hann rifjar upp gullaldartímabil rokksins. Þegar unga fólkið flykktist á dansleiki og hreinlega dansaði af sér skónna. „Þegar að við byrjuðum fyrst að koma fram var hreinlega stappað og rosalegt stuð. Þetta voru böll sem allt unga fólkið vildi sækja og við vorum að troða upp á Ingólfskaffi, í Alþýðuhúsinu, Breiðfirðingabúð og fleiri stöðum,“ segir Garðar og bætir við: En taktu eftir: Þarna var rosalegt stuð og alveg troðið en ekkert vín haft um hönd. Það hreinlega tíðkaðist ekki á böllum unga fólksins á þessum tíma.“ Garðar rifjar upp þegar hann fyrst fór í viðtal í útvarpinu og var kynntur sem söngvari. Það var ákveðin upphefð og staðfesting á vaxandi frægð og velgengni. Útvarpið var einna helst miðillinn til að koma tónlistinni á framfæri. En þó ekki með því að spila af plötum því íslensk tónlistarútgáfa fór ekki að verða þekkt fyrr en nokkru síðar. Þess í stað mættu hljómsveitirnar í útvarpstúdeó Ríkisútvarpsins og spiluðu þar fyrir framan hljóðnema. „Við spiluðum í útvarpinu tvisvar í viku.“ Þótt ekki væri netið né samfélagsmiðlunum fyrir að fara á þessum tíma, var Garðar orðinn nokkuð þekktur meðal fólks í Reykjavík. Og þannig var það þegar að Anna sá Garðar fyrst. Á dansleik fyrir unga fólkið í Skátaheimilinu við Snorrabraut. „Þá var hann svo sætur sjarmör og frægur, ég féll fyrir honum,“ segir Anna og hjónin hlæja dátt. Síðan eru liðnir áratugir. Enda er elsta dóttir Garðars og Önnu nú að verða sextug. Mynd fv.: Garðar, Kristín Birna, Kamilla Björk og tvíburarnir Linda og Lilja. Kristín er fædd árið 1962 og Kamilla Björk árið 1966. Garðr og Anna stefndu síðan á eitt örverpi um 1980 en viti menn: Þá fæddust tvíburar og er til skemmtileg saga um að Garðar hafi kallað þá tvíbura yfir sig á bílrúnti Önnu og Garðars mörgum árum fyrr. Að sögn Lindu hefur pabbi þeirra alltaf verið mjög upptekinn við alls konar og vinni líka vel undir álagi : Í raun sé hann best geymdur þar sem það er brjálað að gera!Vísir/Vilhelm Alls urðu dæturnar fjórar: Elst er Kristín Birna fædd árið 1962, síðan er það Kamilla Björk fædd 1966 og löngu síðar fæddust tvíburarnir Linda og Lilja en það var árið 1980. Eins og tíðkaðist í þá daga byrjuðu Garðar og Anna ung að búa saman og eignast börn. Elsta dóttirin var því fædd þegar þau voru bara rétt um tvítugt. Þegar fyrstu tvær dæturnar voru fæddar voru ungu hjónin eitt sinn á rúntinum í Reykjavík. Garðar sér þá konu með tvíbura í vagni og segir. „En hvað það gæti nú verið gaman að eiga tvíbura!“ Anna saup þá hveljur og svaraði: „Nei nú skaltu þegja Garðar!“ Hjónin hlæja af minningunni og útskýra að oft hafi þessi saga verið nefnd þegar það er rifjað upp hvernig ætlunin var að eignast eitt örverpi fyrir ellina eins og sagt er. En að börnin hafi orðið tvö því Garðar hafi kallað tvíburana yfir þau hjónin á þessum bílrúnti í Reykjavík! Þegar Garðar og Anna fluttu á Seltjarnarnesið tók Garðar eftir því að það var ekkert fyrir krakkana að gera. Hann skrifaði því á miða og hengdi upp í kjörbúðinni auglýsingu um fótboltaæfingar við Gróttu og að hann myndi þjálfa drengina. 126 strákar skráðu sig til leiks og síðar komu nokkrir pabbar að tali við Garðar og spurðu hvort það væri ekki tilefni til að stofna formlega til félags. Þannig varð Grótta til og enn þjálfar Garðar suma af drengjunum sem byrjuðu hjá honum sex til sjö ára en tilheyra nú Old Boys Gróttu, 50+. Garðar og fótboltinn Svo skringilega sem það hljómar hætti Garðar í tónlistinni í kringum 1967-1968. Og hreinlega lagði þá skó á hilluna. Að minnsta kosti um tíma. Ungu hjónin bjuggu þá í leiguíbúð á Seltjarnarnesi. Rétt við Gróttu sem var óbyggt svæði á þeim tíma. „Það var ekkert um að vera á Nesinu. Hreinlega ekki neitt,“ segir Garðar og segir að það hafi honum fundist afleitt á sínum tíma, ekki síst fyrir krakka í hverfinu. „Mér fannst þetta alls ekki nógu gott þannig að ég ákvað að prófa að skrifa á blað auglýsingu og hengja upp í búðinni að fyrirhugað væri að stofna fótboltafélag fyrir drengi,“ segir Garðar og kímir. Og viti menn: 126 strákar skráðu sig til leiks! Áður en Garðar vissi af var hann því kominn á fullt í að þjálfa drengi í fótbolta við Gróttu þar sem spilað var. Það var verið að æfa og spila fótbolta til ellefu á kvöldin. Síðar komu síðan nokkrir karlar til mín. Pabbar þessara drengja og spurðu hvort við ættum ekki að stofna félag formlega. Þannig að úr varð að við stofnuðum Gróttu.“ En ekki var nóg með að Garðar væri kominn á fullt í að þjálfa drengi í fótbolta. Síðar tók hann þau próf sem þurfti til að vera knattspyrnudómari. Við það starfaði hann samhliða því að vera verslunarstjóri í Litaver um árabil. „Ég dæmdi allt fyrir Val,“ segir Garðar. Það var ekki nóg með að Garðar færi að þjálfa drengi í fótbolta heldur ákvað hann síðar að taka próf til að gerast knattspyrnudómari og starfaði sem slíkur til fjölda ára. Garðar dæmdi þá allt fyrir Val. Garðar stofnaði líka Taflfélag Seltirninga og var í forsvari fyrir því að þar væri starfrækt yngri deild. Þetta varð til þess að oft fóru strákarnir beint af æfingu heim til Garðars og Önnu Maríu til að spila skák í stofunni.Vísir/Vilhelm Á Broadway og aftur í rokkið Ólafur Laufdal rak hinn vinsæla skemmtistað Broadway í Mjódd til fjölda ára en þar voru alls kyns vinsælar sýningar settar upp. Oft var þá slegið til með góðum kvöldum sem byrjuðu með dinner og sýningu og enduðu í dansi. Á þeim tíma þegar Björgvin Halldórsson var skemmtanastjóri hjá Ólafi, nefndi Garðar við Björgvin hvort það væri ekki sniðugt að setja saman hóp fyrir Rokksýningu. Úr varð sýning sem sýnd var fyrir fullu húsi á Broadway. Árin liðu og þótt Garðar hafi verið hættur í músíkinni sagðist hann alltaf hafa vitað innst inni að það væri ekki endanlegt. „Enda ætla ég að syngja eins lengi og ég get. Oft gefur röddin sig með aldrinum en það hefur ekki gerst enn og á meðan svo er mun ég syngja.“ Árið 1976 hafði Haukur Morthens heitinn samband við Garðar. Haukur var þá að vinna að dagskrá fyrir dansleiki sem helgaðir yrðu gömlu góðu dögunum í rokkinu. Garðar ákvað að slá til og vilja margir meina að þessir dansleikir Hauks heitins hafi verið undanfari þeirra tónlistarhátíða sem síðar urðu mjög vinsælir. Sýningar sem buðu upp á dinner og dans. Ólafur Laufdal var þar fremstur í flokki að setja upp alls kyns sýningar á skemmti- og veitingastaðnum sínum Broadway sem fyrst var staðsettur í Mjóddinni en varð síðar að Hótel Íslandi í Ármúla. Björgvin Halldórsson var auðvitað orðinn frægur á þessum tíma og ég stakk því að honum hvort við ættum ekki að safna saman 12-14 konum og körlum og búa til svona rokkshow. Sú sýning gekk vel og á Broadway var húsfyllir helgi eftir helgi og mikil stemning.“ Eftir þetta söng Garðar um tíma með hljómsveitinni Stuðbandið og síðar Stuðgæjum sem enn er starfandi. „Við komum alltaf fram þar sem sóst er eftir og tilefni til,“ segir Garðar. Hörkulið Old Boys sem æfir á Gróttuvellinum en Garðar er þjálfari liðsins. Á laugardaginn kemur verður heiðursmót í tilefni áttræðisafmælis Garðars og stendur mótið frá kl.10.15 til 14. Old Boys liðsmennirnir hafa hóað í gamla félaga úr Breiðabliki, Keflavík, Þrótti og KR og er fólk hvatt til að fjölmenna á völlinn. Búist er við hörkuspennandi úrslitaleik en eftir mót verður framhald á stemningunni í klúbbhúsinu þar sem boðið verður upp á hamborgara, bjór og gos. Vísir/Linda Garðarsdóttir Stemning í Gróttu á laugardaginn Árin liðu og sem fyrr var Garðar upptekin við alls konar iðju. Strákaliðin í Gróttu höfðu auðvitað elst og því þróuðust málin þannig að í staðinn fyrir að þjálfa drengi í fótbolta, er Garðar að þjálfa Old Boys fótboltaliðið. „Við vorum að byrja aftur eftir Covid,“ segir Garðar. Á laugardaginn kemur verður einmitt mikil stemning á Gróttuvellinum. Því þá hafa Old Boys liðsmennirnir leigt völlinn, hóað í gamla félaga úr Breiðabliki, Keflavík, Þrótti og KR. Allt 50+ menn. Stemningin er gríðarleg og fólk hvatt til að fjölmenna á völlinn á milli klukkan 10.15 og 14 á laugardaginn. Þar sem spilað verður í tveimur þriggja liða riðlum sem auðvitað mun enda með gífurlega spennandi lokaleik liðanna. Síðan verða hamborgarar, bjór og gos í klúbbhúsinu. Já, fótboltastemning eins og hún gerist best. Áttræður og enn á fullu í alls konar Garðar starfaði í áratugi sem verslunarstjóri í Litaver við Grensásveg. Þar sem margir kannast við að spyrja nú starfsmenn Slippfélagsins hvort „Garðar sé við.“ Þá hafa hann og Anna ferðast víða um heim til að fara á Cliff Richards tónleika. Hápunkturinn er auðvitað árið 2007 þegar Cliff Richards kom til Íslands og hélt tónleika. Og dugði þá ekkert annað en að smella af Garðari og Cliff góðri mynd! Garðar hefur fylgst með Cliff Richards frá því rétt upp úr 1969 þegar Cliff Richards sló fyrst í gegn, en hann er enn einn söluhæsti tónlistarmaður heims og hefur selt um 21,5 milljón smáskífna. Garðari þótti líkja mjög til söngvarans og því oft kallaður hinn íslenski Cliff Richards. Anna María og Garðar hafa ferðast um allan heim á tónleika með goðinu og það var vel við hæfi að smella af þeim mynd þegar Cliff Richards hélt tónleika á Íslandi árið 2005. Og þótt nokkuð sé liðið frá því að hann hætti að vinna sökum aldurs, er Garðar enn upptekinn í alls konar til viðbótar við fótboltann. Til dæmis er hann með rokkþátt á útvarpstöðinni Sögu einu sinni í viku. Þar sem hann spilar af geisladiskunum sínum og hefur jafnvel gefið hlustendum diska úr sínu safni. „Þá keyri ég bara heim til vinningshafa og gef þeim diskinn,“ segir Garðar. Garðar hefur líka nýtt sér tæknina og gefið út síðari tvo geisladiskana með tónlist sjálfur. Þar sem upptökur og hljóðblöndun eru unnar með græjum sem vinur hans á. Nýjasti diskurinn hans var gefinn út árið 2020. Vikulega hittir Garðar síðan karla í Stangarhyl sem eru 60 ára og eldri. Til að tefla. „Við keppum líka á árlegum mótum og vorum að koma að Norðan úr keppnisferð. Þar vorum við tólf í okkar félagi sem mættum tólf manna liði Akureyringa. Þetta er mjög mikil barátta og það gengur sko allt út á að vinna. Allt. Og í þetta sinn unnum við rækilegan sigur!“ segir Garðar og hlær. Í dag eru barnabörnin orðin sex og barnabarnabörnin fjögur. Og sjálfur segir Garðar uppáhaldsstundirnar vera með Önnu og fjölskyldunni í sumarbústaðnum í Brekkuskógi við Laugarvatn. „Þar er fullt að gera líka því það þarf að halda öllu við, mála, snyrta trén og fleira,“ segir Garðar en bætir við að oft komist hann ekki eins mikið og hann vill því það er mikið að gera í boltanum og fleira. Garðar segist vera heppinn með heilsuna og hefur í mörg ár farið út að labba með vini sínum tvisvar til fjórum sinnum í viku. En hvað heldur þú að geti skýrt það út hvað þér hefur tekist vel að áorka svona margt og nú áttræður enn á fullu og enn við góða heilsu? „Ég veit það ekki,“ svarar Garðar rólega en bætir síðan við: En kannski að það hafi haft áhrif að ég hef aldrei reykt né drukkið áfengi.“
Tónlist Fótbolti Menning Tímamót Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01 Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00 Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01
Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00
Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00