Skagfirðingar mynduðu röð rúmum tveimur tímum fyrir opnun Hjörtur Leó Guðjónsson og Ísak Óli Traustason skrifa 17. maí 2022 17:31 Rúmum tveimur tímum áður en miðasalan opnaði var farin að myndast heljarinar röð. Vísir/Ísak Óli Stuðningsmenn Tindastóls voru mættir í röð til þess að ná að festa kaup á miðum á oddaleik Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla. Stemningin var nokkuð góð, fólk var mætt með hátalara og stytti sér biðina með því að blasta Skagfirskum lögum. Án þín með Sverir Bergmann var að klárast og næsta lag á dagskrá var Þú gafst mér líf með hljómsveitinni Von. Blaðamaður Vísis náði tali af stuðningsmanni í biðröðinni, Sæþóri Má Hinrikssyni sem að var nýbúinn að leggja frá sér gítarinn eftir að hafa tekið lagið fyrir mannskapinn. Sæþór var mættur í röðina kl 14:45, rúmlega tveimur tímum áður en miðasalan hófst. „Ég ætlaði ekki að mæta fyrr en klukkan fjögur en fékk veður af því að fólk væri byrjað að mæta,“ sagði Sæþór í samtali við Vísi. „Ég er vongóður um að fá miða, er sirka númer 40 í röðinni.“ Aldrei séð annað eins Þair voru ófáir stuðningsmenn Tindastóls sem voru mættir í röðina í dag.Vísir/Ísak Óli Sæþór hefur mætt á flesta leiki í nokkur ár hjá Tindastól en er þetta mesta eftirspurn eftir miðum sem hann hefur upplifað? „Já það er alveg óhætt að segja það, ég hef allavegana ekki beðið í rúma tvo tíma í biðröð til að fá miða hingað til.“ Þegar að Sæþór var spurður út í leikinn sjálfann var hann ekki tilbúinn að gefa út neina spá. „Ég er hjátrúafullur að því leyti að ég þori aldrei að spá því hvernig leikirnir fara hjá mínu liði,“ sagði Sæþór. „Ég býst bara við alvöru karnivalstemningu og get ekki beðið eftir morgundeginum, veit að mitt fólk er 100% klárt í þennan leik,“ sagði Sæþór spenntur að lokum. Röðin teygði sig í allar áttir.Vísir/Ísak Óli Eins og heyra mátti á Sæþóri er stemningin fyrir leiknum mikil á Sauðárkróki og ljóst að færri komast að en vilja. Stuðningsmenn Tindastóls fá 500 miða á leikinn, eða þriðjung af heildarmiðafjölda. Úrslitaleikur Vals og Tindastóls verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður flautað til leiks klukkan 20:15. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkustund fyrr og ætti enginn íþróttaunnandi að láta þennan slag framhjá sér fara. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Börn Valsara fyrir ónæði vegna miðasölunnar Körfuknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu varðandi miðasölu á oddaleik Vals og Tindastóls í Subway-deild karla annað kvöld. Þar segir að starfsfólk og stjórnarfólk Vals, og jafnvel börn þess, hafi orðið fyrir ónæði vegna miðasölunnar. 17. maí 2022 16:27 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Án þín með Sverir Bergmann var að klárast og næsta lag á dagskrá var Þú gafst mér líf með hljómsveitinni Von. Blaðamaður Vísis náði tali af stuðningsmanni í biðröðinni, Sæþóri Má Hinrikssyni sem að var nýbúinn að leggja frá sér gítarinn eftir að hafa tekið lagið fyrir mannskapinn. Sæþór var mættur í röðina kl 14:45, rúmlega tveimur tímum áður en miðasalan hófst. „Ég ætlaði ekki að mæta fyrr en klukkan fjögur en fékk veður af því að fólk væri byrjað að mæta,“ sagði Sæþór í samtali við Vísi. „Ég er vongóður um að fá miða, er sirka númer 40 í röðinni.“ Aldrei séð annað eins Þair voru ófáir stuðningsmenn Tindastóls sem voru mættir í röðina í dag.Vísir/Ísak Óli Sæþór hefur mætt á flesta leiki í nokkur ár hjá Tindastól en er þetta mesta eftirspurn eftir miðum sem hann hefur upplifað? „Já það er alveg óhætt að segja það, ég hef allavegana ekki beðið í rúma tvo tíma í biðröð til að fá miða hingað til.“ Þegar að Sæþór var spurður út í leikinn sjálfann var hann ekki tilbúinn að gefa út neina spá. „Ég er hjátrúafullur að því leyti að ég þori aldrei að spá því hvernig leikirnir fara hjá mínu liði,“ sagði Sæþór. „Ég býst bara við alvöru karnivalstemningu og get ekki beðið eftir morgundeginum, veit að mitt fólk er 100% klárt í þennan leik,“ sagði Sæþór spenntur að lokum. Röðin teygði sig í allar áttir.Vísir/Ísak Óli Eins og heyra mátti á Sæþóri er stemningin fyrir leiknum mikil á Sauðárkróki og ljóst að færri komast að en vilja. Stuðningsmenn Tindastóls fá 500 miða á leikinn, eða þriðjung af heildarmiðafjölda. Úrslitaleikur Vals og Tindastóls verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður flautað til leiks klukkan 20:15. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkustund fyrr og ætti enginn íþróttaunnandi að láta þennan slag framhjá sér fara. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Börn Valsara fyrir ónæði vegna miðasölunnar Körfuknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu varðandi miðasölu á oddaleik Vals og Tindastóls í Subway-deild karla annað kvöld. Þar segir að starfsfólk og stjórnarfólk Vals, og jafnvel börn þess, hafi orðið fyrir ónæði vegna miðasölunnar. 17. maí 2022 16:27 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Börn Valsara fyrir ónæði vegna miðasölunnar Körfuknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu varðandi miðasölu á oddaleik Vals og Tindastóls í Subway-deild karla annað kvöld. Þar segir að starfsfólk og stjórnarfólk Vals, og jafnvel börn þess, hafi orðið fyrir ónæði vegna miðasölunnar. 17. maí 2022 16:27