Fyrsta opinbera heimsókn forsætisráðherra til Grænlands í 24 ár Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2022 17:41 Múte Bourup Egede forsætisráðherra Grænlands tók á móti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra við komuna til Grænlands. Forsætisráðherra segir mjög mikilvægt að rækta samskiptin við Grænlendinga, ekki hvað síst í loftslagsmálum þar sem loftslagsbreytingarnar hafi meiri áhrif í Grænlandi en víða annars staðar. Hún er nú í fyrstu opinberu heimsókn íslensks forsætisráðherra til Grænlands í tuttugu og fjögur ár. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom í opinbera heimsókn til Grænlands í gær en heimsókninni lýkur á morgun. Í gær tók hún þátt í pallborðsumræðum um jafnréttismál í háskólanum í Nuuk og fyrir hádegi í dag átti hún fund með Múte Bourup Egede forsætisráðherra Grænlands. Hún fundaði síðar í dag með Naaja H. Nathanielsen fjármálaráðherra og öðrum ráðamönnum. „Síðan erum við að fara í Loftlagsstofnun Grænlands þar sem við erum að kynna okkur málin. Erum í raun og veru að reyna að heimsækja sem flesta staði hér í þessari stuttu heimsókn," segir Katrín. Íslendingar geti og eigi að hafa gott samstarf við nágranna sína á Grænlandi á sem flestum sviðum. Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillögu í þeim efnum í fyrra og það sé stefna ríkisstjórnarinnar. Ágætis skýrsla hafi verið unnin um þau mál. „Grænlendingar hafa að sjálfsögðu sýnt loftslagsmálunum mikinn áhuga. Það eru auðvitað málefni norðurskautsins sem eru að færast æ nærri kjarna stjórnmálanna. Þar sem Grænlendingar eru auðvitað lykilfólk. Þannig að það eru ýmsir samstarfsmöguleikar. Síðan að sjálfsögðu jafnréttismálin sem ég tek alltaf upp hvar sem ég er,“ segir forsætisráðherra. Umræðurnar um þau mál í háskólanum í Nuuk í gær hafi verið mjög djúpar og góðar. Þá eigi Íslendingar og Grænlendingar mikið samstarf í sjávarútvegsmálum, flugþjónustu og stjórnun flugumferðar, og vaxandi samskipti á sviði ferðaþjónustu og viðskipta. Grænlendingar hafi verið mjög áberandi gestir á árlegu þingi Hringborðs norðurslóða í Reykjavík undanfarin ár og lagt þar mikið að mörkum. „Þau eru að sjálfsögðu að láta til sín taka í þeim efnum. En þau eru ein þeirra þjóða þar sem loftslagsbreytingar birtast hvað áþreifanlegast. Þannig að það er þeim mjög ofarlega í huga,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Grænland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með meirihlutaviðræðum víðsvegar um landið að afloknum kosningum. 17. maí 2022 11:36 Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur Ef Reykjavíkurflugvöllur verður eyðilagður án þess að nýr flugvöllur verði byggður og tilbúinn til notkunar, má búast við því að hrun verði í flugrekstri innanlands. Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur. 16. maí 2022 11:00 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom í opinbera heimsókn til Grænlands í gær en heimsókninni lýkur á morgun. Í gær tók hún þátt í pallborðsumræðum um jafnréttismál í háskólanum í Nuuk og fyrir hádegi í dag átti hún fund með Múte Bourup Egede forsætisráðherra Grænlands. Hún fundaði síðar í dag með Naaja H. Nathanielsen fjármálaráðherra og öðrum ráðamönnum. „Síðan erum við að fara í Loftlagsstofnun Grænlands þar sem við erum að kynna okkur málin. Erum í raun og veru að reyna að heimsækja sem flesta staði hér í þessari stuttu heimsókn," segir Katrín. Íslendingar geti og eigi að hafa gott samstarf við nágranna sína á Grænlandi á sem flestum sviðum. Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillögu í þeim efnum í fyrra og það sé stefna ríkisstjórnarinnar. Ágætis skýrsla hafi verið unnin um þau mál. „Grænlendingar hafa að sjálfsögðu sýnt loftslagsmálunum mikinn áhuga. Það eru auðvitað málefni norðurskautsins sem eru að færast æ nærri kjarna stjórnmálanna. Þar sem Grænlendingar eru auðvitað lykilfólk. Þannig að það eru ýmsir samstarfsmöguleikar. Síðan að sjálfsögðu jafnréttismálin sem ég tek alltaf upp hvar sem ég er,“ segir forsætisráðherra. Umræðurnar um þau mál í háskólanum í Nuuk í gær hafi verið mjög djúpar og góðar. Þá eigi Íslendingar og Grænlendingar mikið samstarf í sjávarútvegsmálum, flugþjónustu og stjórnun flugumferðar, og vaxandi samskipti á sviði ferðaþjónustu og viðskipta. Grænlendingar hafi verið mjög áberandi gestir á árlegu þingi Hringborðs norðurslóða í Reykjavík undanfarin ár og lagt þar mikið að mörkum. „Þau eru að sjálfsögðu að láta til sín taka í þeim efnum. En þau eru ein þeirra þjóða þar sem loftslagsbreytingar birtast hvað áþreifanlegast. Þannig að það er þeim mjög ofarlega í huga,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Grænland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með meirihlutaviðræðum víðsvegar um landið að afloknum kosningum. 17. maí 2022 11:36 Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur Ef Reykjavíkurflugvöllur verður eyðilagður án þess að nýr flugvöllur verði byggður og tilbúinn til notkunar, má búast við því að hrun verði í flugrekstri innanlands. Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur. 16. maí 2022 11:00 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með meirihlutaviðræðum víðsvegar um landið að afloknum kosningum. 17. maí 2022 11:36
Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur Ef Reykjavíkurflugvöllur verður eyðilagður án þess að nýr flugvöllur verði byggður og tilbúinn til notkunar, má búast við því að hrun verði í flugrekstri innanlands. Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur. 16. maí 2022 11:00
Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08