Fyrsta opinbera heimsókn forsætisráðherra til Grænlands í 24 ár Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2022 17:41 Múte Bourup Egede forsætisráðherra Grænlands tók á móti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra við komuna til Grænlands. Forsætisráðherra segir mjög mikilvægt að rækta samskiptin við Grænlendinga, ekki hvað síst í loftslagsmálum þar sem loftslagsbreytingarnar hafi meiri áhrif í Grænlandi en víða annars staðar. Hún er nú í fyrstu opinberu heimsókn íslensks forsætisráðherra til Grænlands í tuttugu og fjögur ár. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom í opinbera heimsókn til Grænlands í gær en heimsókninni lýkur á morgun. Í gær tók hún þátt í pallborðsumræðum um jafnréttismál í háskólanum í Nuuk og fyrir hádegi í dag átti hún fund með Múte Bourup Egede forsætisráðherra Grænlands. Hún fundaði síðar í dag með Naaja H. Nathanielsen fjármálaráðherra og öðrum ráðamönnum. „Síðan erum við að fara í Loftlagsstofnun Grænlands þar sem við erum að kynna okkur málin. Erum í raun og veru að reyna að heimsækja sem flesta staði hér í þessari stuttu heimsókn," segir Katrín. Íslendingar geti og eigi að hafa gott samstarf við nágranna sína á Grænlandi á sem flestum sviðum. Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillögu í þeim efnum í fyrra og það sé stefna ríkisstjórnarinnar. Ágætis skýrsla hafi verið unnin um þau mál. „Grænlendingar hafa að sjálfsögðu sýnt loftslagsmálunum mikinn áhuga. Það eru auðvitað málefni norðurskautsins sem eru að færast æ nærri kjarna stjórnmálanna. Þar sem Grænlendingar eru auðvitað lykilfólk. Þannig að það eru ýmsir samstarfsmöguleikar. Síðan að sjálfsögðu jafnréttismálin sem ég tek alltaf upp hvar sem ég er,“ segir forsætisráðherra. Umræðurnar um þau mál í háskólanum í Nuuk í gær hafi verið mjög djúpar og góðar. Þá eigi Íslendingar og Grænlendingar mikið samstarf í sjávarútvegsmálum, flugþjónustu og stjórnun flugumferðar, og vaxandi samskipti á sviði ferðaþjónustu og viðskipta. Grænlendingar hafi verið mjög áberandi gestir á árlegu þingi Hringborðs norðurslóða í Reykjavík undanfarin ár og lagt þar mikið að mörkum. „Þau eru að sjálfsögðu að láta til sín taka í þeim efnum. En þau eru ein þeirra þjóða þar sem loftslagsbreytingar birtast hvað áþreifanlegast. Þannig að það er þeim mjög ofarlega í huga,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Grænland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með meirihlutaviðræðum víðsvegar um landið að afloknum kosningum. 17. maí 2022 11:36 Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur Ef Reykjavíkurflugvöllur verður eyðilagður án þess að nýr flugvöllur verði byggður og tilbúinn til notkunar, má búast við því að hrun verði í flugrekstri innanlands. Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur. 16. maí 2022 11:00 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom í opinbera heimsókn til Grænlands í gær en heimsókninni lýkur á morgun. Í gær tók hún þátt í pallborðsumræðum um jafnréttismál í háskólanum í Nuuk og fyrir hádegi í dag átti hún fund með Múte Bourup Egede forsætisráðherra Grænlands. Hún fundaði síðar í dag með Naaja H. Nathanielsen fjármálaráðherra og öðrum ráðamönnum. „Síðan erum við að fara í Loftlagsstofnun Grænlands þar sem við erum að kynna okkur málin. Erum í raun og veru að reyna að heimsækja sem flesta staði hér í þessari stuttu heimsókn," segir Katrín. Íslendingar geti og eigi að hafa gott samstarf við nágranna sína á Grænlandi á sem flestum sviðum. Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillögu í þeim efnum í fyrra og það sé stefna ríkisstjórnarinnar. Ágætis skýrsla hafi verið unnin um þau mál. „Grænlendingar hafa að sjálfsögðu sýnt loftslagsmálunum mikinn áhuga. Það eru auðvitað málefni norðurskautsins sem eru að færast æ nærri kjarna stjórnmálanna. Þar sem Grænlendingar eru auðvitað lykilfólk. Þannig að það eru ýmsir samstarfsmöguleikar. Síðan að sjálfsögðu jafnréttismálin sem ég tek alltaf upp hvar sem ég er,“ segir forsætisráðherra. Umræðurnar um þau mál í háskólanum í Nuuk í gær hafi verið mjög djúpar og góðar. Þá eigi Íslendingar og Grænlendingar mikið samstarf í sjávarútvegsmálum, flugþjónustu og stjórnun flugumferðar, og vaxandi samskipti á sviði ferðaþjónustu og viðskipta. Grænlendingar hafi verið mjög áberandi gestir á árlegu þingi Hringborðs norðurslóða í Reykjavík undanfarin ár og lagt þar mikið að mörkum. „Þau eru að sjálfsögðu að láta til sín taka í þeim efnum. En þau eru ein þeirra þjóða þar sem loftslagsbreytingar birtast hvað áþreifanlegast. Þannig að það er þeim mjög ofarlega í huga,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Grænland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með meirihlutaviðræðum víðsvegar um landið að afloknum kosningum. 17. maí 2022 11:36 Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur Ef Reykjavíkurflugvöllur verður eyðilagður án þess að nýr flugvöllur verði byggður og tilbúinn til notkunar, má búast við því að hrun verði í flugrekstri innanlands. Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur. 16. maí 2022 11:00 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með meirihlutaviðræðum víðsvegar um landið að afloknum kosningum. 17. maí 2022 11:36
Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur Ef Reykjavíkurflugvöllur verður eyðilagður án þess að nýr flugvöllur verði byggður og tilbúinn til notkunar, má búast við því að hrun verði í flugrekstri innanlands. Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur. 16. maí 2022 11:00
Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08