Saga oddaleikjanna: Óskin um oddaleik rættist en ekki fleiri rassskelli, takk fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2022 11:01 Jón Arnór Stefánsson kyssir Íslandsbikarinn eftir sigur á ÍR í síðasta oddaleik um titilinn. Jón Arnór vann þrjá oddaleiki um titilinn á sínum ferli, 2009, 2017 og 2019. Vísir/Daníel Þór Þrír af síðustu fjórum oddaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta hafa verið einstefna hjá öðru liðinu en ef eitt jafnasta úrslitaeinvígi sögunnar gefur einhver fyrirheit þá verður langþráð breyting á því í kvöld. Valur og Tindastóll leika í kvöld hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en bæði lið hafa unnið tvo leiki í einvíginu til þessa. Þrír oddaleikir á undanförum tólf árum hafa ekki verið þeir spennuleikir sem úrslitaeinvígið á undan hafði boðið upp. Oddaleikir um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta: 1985: Njarðvík 67-61 Haukar 1988: Njarðvík 91-92 (66-66, 79-79) Haukar 1989: Keflavík 89-72 KR 1991: Njarðvík 84-75 Keflavík 1992: Keflavík 77-68 Valur 1994: Grindavík 67-68 Njarðvík 1999: Keflavík 88-82 Njarðvík 2009: KR 84-83 Grindavík 2010: Keflavík 69-105 Snæfell 2013: Grindavík 79-74 Stjarnan 2017: KR 95-56 Grindavík 2019: KR 98-70 ÍR 2022: Valur ??-?? Tindastóll Við erum þar að tala um þegar KR-ingar unnu ÍR-inga með 28 stigum 2019 eða þegar KR-ingar unnu Grindvíkinga með 39 stigum árið 2017. Árið 2010 þá mættu Snæfellingar síðan í Keflavík og yfirspiluðu heimamenn í 36 stiga sigri. Við viljum auðvitað sjá leiki eins og þann árið 2009 þegar KR vann Grindavík með aðeins einu stigi eða þegar Grindvíkingar unnu Stjörnuna með fimm stigum fjórum árum síðar. Grindvíkingar töpuðu líka með einu stigi á heimavelli á móti Njarðvík árið 1994 í mögnuðum baráttuleik. Þá lifir oddaleikurinn frá 1988 enn í manna minnum en Haukarnir urðu þá Íslandsmeistarar eftir tvíframlengdan oddaleik í Ljónagryfjunni. Fyrsti oddaleikurinn um titilinn var árið 1985 þegar Njarðvík vann Hauka í sama húsi. En aftur af þessum oddaleikjum á síðustu árum. Síðasti hreini úrslitaleikur um titilinn fór fram í Vesturbænum vorið 2019. ÍR-ingum hafði þá mistekist að tryggja sér titilinn í fjórða leiknum á heimavelli en höfðu unnið tvo fyrstu leiki úrslitaeinvígsins í Frostaskjóli. ÍR-liðið varð hins vegar fyrir miklu áfalli þegar bandaríski leikmaðurinn Kevin Capers meiddist og gat ekki spilað þennan oddaleik. ÍR-ingar máttu ekki við því ekki frekar en að vera að mæta liðinu sem hafði unnið fimm Íslandsmeistaratitla í röð. KR-ingar voru reyndar bara tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 22-20, en stungu endanlega af með því að skora tíu fyrstu stigin í öðrum leikhluta. Forystan jókst jafnt og þétt og endaði í 28 stigum, 98-70. Aðeins tveimur árum fyrr höfðu KR-ingar tapað tveimur leikjum í röð á móti Grindvíkingum þegar kom að oddaleiknum í Vesturbænum. Grindvíkingar voru reyndar 10-6 yfir í upphafi leiks en KR-liðið vann síðustu fimmtán mínútur fyrri hálfleiksins 43-8 og leit ekki til baka eftir það. Á endanum munaði heilum 39 stigum á liðunum sem er stærsti sigurinn í oddaleik frá upphafi. Grindvíkingum gekk mun betur í oddaleiknum 2013 þegar þeir höfðu tryggt sér annan leik með sigri í fjórða leiknum í Garðabæ þegar Stjörnumenn gátu tryggt sér titilinn á heimavelli. Grindvíkingar voru með frumkvæðið stærsta hluta leiksins en Garðbæingar urðu fyrir áfalli þegar bandaríski leikmaður liðsins, Jarrid Frye, meiddist í öðrum leikhluta. Stjörnumenn gáfust þó ekki upp, tókst að vinna upp fjórtán stiga forskot heimamanna og komast yfir um miðjan fjórða leikhlutann. Grindavíkurliðið með Aaron Broussard í fararbroddi tókst hins vegar að komast aftur yfir og tryggja sér titilinn. Oddaleikurinn í Keflavík vorið 2010 varð aldrei spennandi þökk sér einni svakalegustu skotsýningu sem hefur sést í upphafi leiks. Snæfellingar unnu fyrstu sjö mínútur leiksins 32-11 og voru komnir 26 stigum yfir í hálfleik, 56-30. Eftir það var aldrei spurning um það að Snæfellingar voru þarna að fara að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Ári fyrr hafði þó farið einn svakalegasti oddaleikur sögunnar þegar KR vann Grindavík með einu stigi, 84-83. Grindvíkingar höfðu fengið tækifæri til að vinna titilinn á heimavelli í fjórða leiknum en KR tryggði sér þar oddaleik. Grindavík fékk líka síðustu sóknina í oddaleiknum en Helgi Jónas Guðfinnsson hætti við að skjóta og sóknin rann út í sandinn. Úrslitaleikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.15. Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Valur og Tindastóll leika í kvöld hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en bæði lið hafa unnið tvo leiki í einvíginu til þessa. Þrír oddaleikir á undanförum tólf árum hafa ekki verið þeir spennuleikir sem úrslitaeinvígið á undan hafði boðið upp. Oddaleikir um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta: 1985: Njarðvík 67-61 Haukar 1988: Njarðvík 91-92 (66-66, 79-79) Haukar 1989: Keflavík 89-72 KR 1991: Njarðvík 84-75 Keflavík 1992: Keflavík 77-68 Valur 1994: Grindavík 67-68 Njarðvík 1999: Keflavík 88-82 Njarðvík 2009: KR 84-83 Grindavík 2010: Keflavík 69-105 Snæfell 2013: Grindavík 79-74 Stjarnan 2017: KR 95-56 Grindavík 2019: KR 98-70 ÍR 2022: Valur ??-?? Tindastóll Við erum þar að tala um þegar KR-ingar unnu ÍR-inga með 28 stigum 2019 eða þegar KR-ingar unnu Grindvíkinga með 39 stigum árið 2017. Árið 2010 þá mættu Snæfellingar síðan í Keflavík og yfirspiluðu heimamenn í 36 stiga sigri. Við viljum auðvitað sjá leiki eins og þann árið 2009 þegar KR vann Grindavík með aðeins einu stigi eða þegar Grindvíkingar unnu Stjörnuna með fimm stigum fjórum árum síðar. Grindvíkingar töpuðu líka með einu stigi á heimavelli á móti Njarðvík árið 1994 í mögnuðum baráttuleik. Þá lifir oddaleikurinn frá 1988 enn í manna minnum en Haukarnir urðu þá Íslandsmeistarar eftir tvíframlengdan oddaleik í Ljónagryfjunni. Fyrsti oddaleikurinn um titilinn var árið 1985 þegar Njarðvík vann Hauka í sama húsi. En aftur af þessum oddaleikjum á síðustu árum. Síðasti hreini úrslitaleikur um titilinn fór fram í Vesturbænum vorið 2019. ÍR-ingum hafði þá mistekist að tryggja sér titilinn í fjórða leiknum á heimavelli en höfðu unnið tvo fyrstu leiki úrslitaeinvígsins í Frostaskjóli. ÍR-liðið varð hins vegar fyrir miklu áfalli þegar bandaríski leikmaðurinn Kevin Capers meiddist og gat ekki spilað þennan oddaleik. ÍR-ingar máttu ekki við því ekki frekar en að vera að mæta liðinu sem hafði unnið fimm Íslandsmeistaratitla í röð. KR-ingar voru reyndar bara tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 22-20, en stungu endanlega af með því að skora tíu fyrstu stigin í öðrum leikhluta. Forystan jókst jafnt og þétt og endaði í 28 stigum, 98-70. Aðeins tveimur árum fyrr höfðu KR-ingar tapað tveimur leikjum í röð á móti Grindvíkingum þegar kom að oddaleiknum í Vesturbænum. Grindvíkingar voru reyndar 10-6 yfir í upphafi leiks en KR-liðið vann síðustu fimmtán mínútur fyrri hálfleiksins 43-8 og leit ekki til baka eftir það. Á endanum munaði heilum 39 stigum á liðunum sem er stærsti sigurinn í oddaleik frá upphafi. Grindvíkingum gekk mun betur í oddaleiknum 2013 þegar þeir höfðu tryggt sér annan leik með sigri í fjórða leiknum í Garðabæ þegar Stjörnumenn gátu tryggt sér titilinn á heimavelli. Grindvíkingar voru með frumkvæðið stærsta hluta leiksins en Garðbæingar urðu fyrir áfalli þegar bandaríski leikmaður liðsins, Jarrid Frye, meiddist í öðrum leikhluta. Stjörnumenn gáfust þó ekki upp, tókst að vinna upp fjórtán stiga forskot heimamanna og komast yfir um miðjan fjórða leikhlutann. Grindavíkurliðið með Aaron Broussard í fararbroddi tókst hins vegar að komast aftur yfir og tryggja sér titilinn. Oddaleikurinn í Keflavík vorið 2010 varð aldrei spennandi þökk sér einni svakalegustu skotsýningu sem hefur sést í upphafi leiks. Snæfellingar unnu fyrstu sjö mínútur leiksins 32-11 og voru komnir 26 stigum yfir í hálfleik, 56-30. Eftir það var aldrei spurning um það að Snæfellingar voru þarna að fara að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Ári fyrr hafði þó farið einn svakalegasti oddaleikur sögunnar þegar KR vann Grindavík með einu stigi, 84-83. Grindvíkingar höfðu fengið tækifæri til að vinna titilinn á heimavelli í fjórða leiknum en KR tryggði sér þar oddaleik. Grindavík fékk líka síðustu sóknina í oddaleiknum en Helgi Jónas Guðfinnsson hætti við að skjóta og sóknin rann út í sandinn. Úrslitaleikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.15.
Oddaleikir um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta: 1985: Njarðvík 67-61 Haukar 1988: Njarðvík 91-92 (66-66, 79-79) Haukar 1989: Keflavík 89-72 KR 1991: Njarðvík 84-75 Keflavík 1992: Keflavík 77-68 Valur 1994: Grindavík 67-68 Njarðvík 1999: Keflavík 88-82 Njarðvík 2009: KR 84-83 Grindavík 2010: Keflavík 69-105 Snæfell 2013: Grindavík 79-74 Stjarnan 2017: KR 95-56 Grindavík 2019: KR 98-70 ÍR 2022: Valur ??-?? Tindastóll
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum