Dæmdur fyrir að stinga mann í bakið og bíta og hóta lögreglumanni lífláti Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2022 07:50 Dómari taldi ekki að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í átján mánaða fangelsi meðal annars fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa stungið mann í bakið með borðhníf og sömuleiðis fyrir að hafa bitið og hótað lögreglumanni lífláti. Dómur féll í málinu fyrr í mánuðinum en var hann birtur í gær. Fullnustu fimmtán mánaða af refsingunni er frestað og mun hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða þeim sem fyrir líkamsárásinni varð 600 þúsund krónur í miskabætur. Í dómnum segir að maðurinn hafi ráðist á annan mann á heimili í október 2020 og stungið hann með borðhníf í bakið með þeim afleiðingum að sá hlaut fimm sentimetra djúpan skurð. Sagði ákærði að um neyðarvörn hafi verið að ræða þar sem hann hafi verið hræddur við þann sem fyrir árásinni varð. Dómari taldi hins vegar að ákærði hafi átt aðra kosti en að grípa til hnífsins í umrætt sinn, meðal þar sem á staðnum hafi verið þriðji maður til hefði getað komið honum til aðstoðar ef þörf var á. Einnig segir að framburður allra beri þess merki að þeir muni ekki atvik skýrt vegna neyslu áfengis og fíkniefna. „Ég brýt á þér puttann“ Annar ákæruliður sneri að því að maðurinn hafi í júlí 2021 bitið lögreglumann í sköflunginn þegar verið var að færa hann í lögreglubíl. Í október sama ár hafi ákærði svo, þegar hann var í fangaklefa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, hótað lögreglumanni lífláti með orðunum: „ég brýt á þér puttann, ég brýt á þér puttann“ og svo tekið um fingur lögreglumannsins og snúið upp á hann. Skömmu síðar hótaði hann svo lögreglumanni því að hann myndi hrækja í andlit hennar og sagt við hana „haltu fokking kjafti pussan þín, ég fokking drep þig, ég finn hvar þú átt heima og ég fokking drep þig og ég er ekki að djóka.“ Réðst á menn í söluturni Enn einn ákæruliðurinn sneri svo að líkamsárás sem maðurinn framkvæmdi í júlí 2020 þar sem hann veittist að tveimur mönnum þar sem þeir sátu við borð í söluturni í Reykjavík, tók annan þeirra kverkataki með annari hendinni og sló hinn í andlitið. Sömuleiðis var hann dæmdur fyrir fíkniefnabrot sem sneri að vörslu á fíkniefnum. Auk fangelsisrefsingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða skipuðum verjanda sínum rúmlega 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun. Þá voru fíkniefni gerð upptæk, sem og borðhnífurinn sem maðurinn notaðist við í árásinni í október 2020. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira
Dómur féll í málinu fyrr í mánuðinum en var hann birtur í gær. Fullnustu fimmtán mánaða af refsingunni er frestað og mun hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða þeim sem fyrir líkamsárásinni varð 600 þúsund krónur í miskabætur. Í dómnum segir að maðurinn hafi ráðist á annan mann á heimili í október 2020 og stungið hann með borðhníf í bakið með þeim afleiðingum að sá hlaut fimm sentimetra djúpan skurð. Sagði ákærði að um neyðarvörn hafi verið að ræða þar sem hann hafi verið hræddur við þann sem fyrir árásinni varð. Dómari taldi hins vegar að ákærði hafi átt aðra kosti en að grípa til hnífsins í umrætt sinn, meðal þar sem á staðnum hafi verið þriðji maður til hefði getað komið honum til aðstoðar ef þörf var á. Einnig segir að framburður allra beri þess merki að þeir muni ekki atvik skýrt vegna neyslu áfengis og fíkniefna. „Ég brýt á þér puttann“ Annar ákæruliður sneri að því að maðurinn hafi í júlí 2021 bitið lögreglumann í sköflunginn þegar verið var að færa hann í lögreglubíl. Í október sama ár hafi ákærði svo, þegar hann var í fangaklefa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, hótað lögreglumanni lífláti með orðunum: „ég brýt á þér puttann, ég brýt á þér puttann“ og svo tekið um fingur lögreglumannsins og snúið upp á hann. Skömmu síðar hótaði hann svo lögreglumanni því að hann myndi hrækja í andlit hennar og sagt við hana „haltu fokking kjafti pussan þín, ég fokking drep þig, ég finn hvar þú átt heima og ég fokking drep þig og ég er ekki að djóka.“ Réðst á menn í söluturni Enn einn ákæruliðurinn sneri svo að líkamsárás sem maðurinn framkvæmdi í júlí 2020 þar sem hann veittist að tveimur mönnum þar sem þeir sátu við borð í söluturni í Reykjavík, tók annan þeirra kverkataki með annari hendinni og sló hinn í andlitið. Sömuleiðis var hann dæmdur fyrir fíkniefnabrot sem sneri að vörslu á fíkniefnum. Auk fangelsisrefsingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða skipuðum verjanda sínum rúmlega 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun. Þá voru fíkniefni gerð upptæk, sem og borðhnífurinn sem maðurinn notaðist við í árásinni í október 2020.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira