Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. maí 2022 12:25 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, hér með Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins. Stjórmálaprófessor telur Viðreisn vera með fleiri möguleika en aðrir á þátttöku í meirihlutasamstarfi. Vísir/Vilhelm Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. Viðræður í Reykjavík vegna myndun nýs meirihluta í borgarstjórn eru ennþá á því stigi að kallast óformlegar þreifingar flokka á milli. Viðmælendur fréttastofu segja ekkert nýtt að frétta af þeim bænum í dag. Allir flokkar, utan VG, gefa það enn út að stefnan sé að komast í formlegar meirihlutaviðræður. Ýmsir möguleikar eru í stöðunni, eins og farið hefur verið yfir, og Framsóknarflokkurinn með sína fjóra fulltrúa oftar en ekki sagður vera í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta. Þessu er Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, ekki endilega sammála, en hann ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um stöðuna í borginni. „Ég er ekki alveg sammála þessari greiningu sem oft er sett fram að Framsókn sé í svona gríðarlegri mikilli lykilstöðu. Jú, ég veit að það er erfitt að mynda meirihluta án Framsóknar vegna þess að það eru engar líkur á því að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fari saman,“ sagði Baldur. Margt hafi breyst með yfirlýsingu forsvarmanna Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar um að þau ætli að fylgjast að, til að byrja með. „Þau settu Framsókn dálítið út í horn með því. Vegna þess að Framsókn getur ekki, ef hún gengur ekki til viðræðna við þessa flokka og myndar meirihluta, hún getur ekki snúið sér að Sjálfstæðisflokki,“ sagði Baldur og vísað til þess að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu aðeins tíu fulltrúa, ellefu með Flokki fólksins. Tólf fulltrúa þarf til að mynda meirihluta og Sósíalistar hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, og Líf Magneudóttir, oddviti VG. VG mun ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu sem er að hefjast.Vísir/Vilhelm „Þess vegna vil ég segja. Það er frekar Viðreisn sem er í sterkri stöðu, heldur en Framsókn,“ sagði Baldur og vísaði til orða Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, um að Viðreisn útiloki ekki neitt. „Hún getur slitið sig frá, eins og Þórdís Lóa er búin að ýja að hún gæti gert ef þetta gengur ekki upp, og farið þá að tala við Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Flokk fólksins,“ sagði Baldur en hlusta má allt viðtalið við hann hér að ofan. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Dóra bjartsýn á framhaldið nú þegar allir ræða við alla Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. 17. maí 2022 18:54 Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Viðræður í Reykjavík vegna myndun nýs meirihluta í borgarstjórn eru ennþá á því stigi að kallast óformlegar þreifingar flokka á milli. Viðmælendur fréttastofu segja ekkert nýtt að frétta af þeim bænum í dag. Allir flokkar, utan VG, gefa það enn út að stefnan sé að komast í formlegar meirihlutaviðræður. Ýmsir möguleikar eru í stöðunni, eins og farið hefur verið yfir, og Framsóknarflokkurinn með sína fjóra fulltrúa oftar en ekki sagður vera í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta. Þessu er Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, ekki endilega sammála, en hann ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um stöðuna í borginni. „Ég er ekki alveg sammála þessari greiningu sem oft er sett fram að Framsókn sé í svona gríðarlegri mikilli lykilstöðu. Jú, ég veit að það er erfitt að mynda meirihluta án Framsóknar vegna þess að það eru engar líkur á því að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fari saman,“ sagði Baldur. Margt hafi breyst með yfirlýsingu forsvarmanna Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar um að þau ætli að fylgjast að, til að byrja með. „Þau settu Framsókn dálítið út í horn með því. Vegna þess að Framsókn getur ekki, ef hún gengur ekki til viðræðna við þessa flokka og myndar meirihluta, hún getur ekki snúið sér að Sjálfstæðisflokki,“ sagði Baldur og vísað til þess að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu aðeins tíu fulltrúa, ellefu með Flokki fólksins. Tólf fulltrúa þarf til að mynda meirihluta og Sósíalistar hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, og Líf Magneudóttir, oddviti VG. VG mun ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu sem er að hefjast.Vísir/Vilhelm „Þess vegna vil ég segja. Það er frekar Viðreisn sem er í sterkri stöðu, heldur en Framsókn,“ sagði Baldur og vísaði til orða Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, um að Viðreisn útiloki ekki neitt. „Hún getur slitið sig frá, eins og Þórdís Lóa er búin að ýja að hún gæti gert ef þetta gengur ekki upp, og farið þá að tala við Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Flokk fólksins,“ sagði Baldur en hlusta má allt viðtalið við hann hér að ofan.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Dóra bjartsýn á framhaldið nú þegar allir ræða við alla Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. 17. maí 2022 18:54 Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Dóra bjartsýn á framhaldið nú þegar allir ræða við alla Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. 17. maí 2022 18:54
Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17