Fasteignasalar fúlir út í doktorsnema vegna tals um feita söluþóknun Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2022 11:31 Eftir að Haukur Viðar setti fram útreikninga sína um rausnarlegar söluþóknanir hafa fasteignasalar sett sig í samband við hann og tjáð honum að þetta sé nú ekki alveg svona mikið sem þeir eru að taka til sín. Haukur Viðar er til hægri á þessari samsettu mynd. vísir/getty Fasteignaverð er í hæstu hæðum. Afleidd áhrif eru þau að söluþóknun fasteignasala, sem er prósentutala, hefur þar með rokið upp úr öllu valdi. Fasteignasalar margir vilja þó ekki kannast við að þeir séu að maka krókinn. Haukur Viðar Alfreðsson doktorsnemi í hagfræði hefur vakið máls á þessari stöðu í grein sem hann birti á Vísi auk þess sem hann var í viðtali á Bylgjunni um þetta sama mál. Í grein sinni talar Haukur Viðar um sjálftöku fasteignasala í formi söluþóknana. Hann leggur fram dæmi sem sýnir að fasteignasalar taki að meðaltali rúmlega eina og hálfa milljón fyrir að selja eign í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í einkasölu. „Fyrstu kaupendur sem leggja út 10% af kaupverði þyrftu að safna sér rúmlega sex milljónum til að kaupa meðal fjölbýlis íbúð í höfuðborginni, en fasteignasalinn hirðir í raun strax einn fjórða af því í eigin vasa! Mánaða eða ára sparnaður fyrir nokkra klukkustunda vinnu fasteignasala.“ Misvísandi upplýsingar um söluþóknun Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum segir í svari við fyrirspurn Vísis að reglulega komi á þeirra borð mál sem tengjast rausnarlegri söluþóknun. Að sögn Breka er gjaldskrá fasteignasala 2 til 2,5 prósent. En það ríki samningafrelsi og oftast sé hægt að semja um 1 til 1,5 prósent. „Það vita því miður allt of fáir af því.“ Haukur Viðar segir í samtali við Vísi að nokkrir fasteignasalar hafi haft við sig samband, ósáttir við það að hann sé að vekja máls á þessu, þóknanirnar sem þeir eru að þiggja séu alls ekki svona háar. „Já, nokkrir fasteignasalar haft samband við mig og eru ekki sáttir. Verið að segja að þetta sé ekki raunveruleikinn. Þeir vilja meina í sínum dæmum að þeir séu að taka lægra en þá bendi ég einfaldlega á að þetta sé verðskráin sem þeir sjálfir setja á netið. Ég get ekki borið ábyrgð á því ef þeir eru að setja fram misvísandi upplýsingar um eigin rekstur á internetið.“ Segjast ekki taka nema eitt prósent Haukur Viðar vinnur nú að framhaldsgrein sem birtist innan tíðar á Vísi og tekur mið af þessum útleggingum. „Þar fer ég yfir stöðuna miðað við ef söluþóknanir eru lægri en gjaldskrá gefur til kynna og set yfir í form tímakaups miðað við mismargar vinnustundir að baki sölunnar.“ Að sögn Hauks Viðars er talsvert mikið bil á milli þeirra sem segja hann fara með rangt mál og svo annarra sem taka undir með mér. „Þeir sem segja mig fara með rangt mál eru að tala um að 1prósent söluþóknun sé ýmist bara standardinn eða þá að það sé botninn,“ segir Haukur Viðar og það fari bara eftir því hver talar. En svo eru aðrir sem segja að 1 prósent sé aldrei svo mikið sem inni í myndinni. „Raunin sé kannski 1,3 prósent án vsk, og enn aðrir á því að 1,4 prósent væru alveg sérstök kostakjör og eðlileg sala með þá talsvert hærri söluþóknun en það.“ Segjast vinna fyrir kaupinu sínu Haukur Viðar hefur í sínum dæmum nefnt að vinnan við að selja fasteign sé nákvæmlega sú sama 2015 og 2022, munurinn sé hins vegar sá að söluþóknun til fasteignasala hefur margfaldast. Eins og flestum er kunnugt er fasteignaverð nú í hæstu hæðum.vísir/vilhelm „Þeir hörðustu að tala um upp í 30 klukkustundir sem fari í eina sölu án bakvinnslu og heildin þá kannski komin í nærri heilli vinnuviku, meðan aðrir eru að tala um einn dag með öllu og spyrja hvort að inní 30 tímatölunni sé þá byggingartíminn líka,“ segir Haukur Viðar og vitnar í nýleg samtöl sín við ósátta fasteignasala sem vilja meina að þeir séu ekki að græða á tá og fingri. „En það er alveg ljóst að þeir sem eru í bransanum og ætla sér að vera þar eru með svartsýnni spá og þeir sem eru að hugsa sér til hreyfings, eða eru hættir eru talsvert nær minni greiningu.“ Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Haukur Viðar Alfreðsson doktorsnemi í hagfræði hefur vakið máls á þessari stöðu í grein sem hann birti á Vísi auk þess sem hann var í viðtali á Bylgjunni um þetta sama mál. Í grein sinni talar Haukur Viðar um sjálftöku fasteignasala í formi söluþóknana. Hann leggur fram dæmi sem sýnir að fasteignasalar taki að meðaltali rúmlega eina og hálfa milljón fyrir að selja eign í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í einkasölu. „Fyrstu kaupendur sem leggja út 10% af kaupverði þyrftu að safna sér rúmlega sex milljónum til að kaupa meðal fjölbýlis íbúð í höfuðborginni, en fasteignasalinn hirðir í raun strax einn fjórða af því í eigin vasa! Mánaða eða ára sparnaður fyrir nokkra klukkustunda vinnu fasteignasala.“ Misvísandi upplýsingar um söluþóknun Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum segir í svari við fyrirspurn Vísis að reglulega komi á þeirra borð mál sem tengjast rausnarlegri söluþóknun. Að sögn Breka er gjaldskrá fasteignasala 2 til 2,5 prósent. En það ríki samningafrelsi og oftast sé hægt að semja um 1 til 1,5 prósent. „Það vita því miður allt of fáir af því.“ Haukur Viðar segir í samtali við Vísi að nokkrir fasteignasalar hafi haft við sig samband, ósáttir við það að hann sé að vekja máls á þessu, þóknanirnar sem þeir eru að þiggja séu alls ekki svona háar. „Já, nokkrir fasteignasalar haft samband við mig og eru ekki sáttir. Verið að segja að þetta sé ekki raunveruleikinn. Þeir vilja meina í sínum dæmum að þeir séu að taka lægra en þá bendi ég einfaldlega á að þetta sé verðskráin sem þeir sjálfir setja á netið. Ég get ekki borið ábyrgð á því ef þeir eru að setja fram misvísandi upplýsingar um eigin rekstur á internetið.“ Segjast ekki taka nema eitt prósent Haukur Viðar vinnur nú að framhaldsgrein sem birtist innan tíðar á Vísi og tekur mið af þessum útleggingum. „Þar fer ég yfir stöðuna miðað við ef söluþóknanir eru lægri en gjaldskrá gefur til kynna og set yfir í form tímakaups miðað við mismargar vinnustundir að baki sölunnar.“ Að sögn Hauks Viðars er talsvert mikið bil á milli þeirra sem segja hann fara með rangt mál og svo annarra sem taka undir með mér. „Þeir sem segja mig fara með rangt mál eru að tala um að 1prósent söluþóknun sé ýmist bara standardinn eða þá að það sé botninn,“ segir Haukur Viðar og það fari bara eftir því hver talar. En svo eru aðrir sem segja að 1 prósent sé aldrei svo mikið sem inni í myndinni. „Raunin sé kannski 1,3 prósent án vsk, og enn aðrir á því að 1,4 prósent væru alveg sérstök kostakjör og eðlileg sala með þá talsvert hærri söluþóknun en það.“ Segjast vinna fyrir kaupinu sínu Haukur Viðar hefur í sínum dæmum nefnt að vinnan við að selja fasteign sé nákvæmlega sú sama 2015 og 2022, munurinn sé hins vegar sá að söluþóknun til fasteignasala hefur margfaldast. Eins og flestum er kunnugt er fasteignaverð nú í hæstu hæðum.vísir/vilhelm „Þeir hörðustu að tala um upp í 30 klukkustundir sem fari í eina sölu án bakvinnslu og heildin þá kannski komin í nærri heilli vinnuviku, meðan aðrir eru að tala um einn dag með öllu og spyrja hvort að inní 30 tímatölunni sé þá byggingartíminn líka,“ segir Haukur Viðar og vitnar í nýleg samtöl sín við ósátta fasteignasala sem vilja meina að þeir séu ekki að græða á tá og fingri. „En það er alveg ljóst að þeir sem eru í bransanum og ætla sér að vera þar eru með svartsýnni spá og þeir sem eru að hugsa sér til hreyfings, eða eru hættir eru talsvert nær minni greiningu.“
Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira