Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2022 13:04 Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Flokkur fólksins geta ekki myndað meirihluta í borgarstjórn án Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur borgarfulltrúa Viðreisnar. Foto: Vilhelm Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda. Möguleikar á myndun meirihluta í borgarstjórn eru ekki margir í augnablikinu þar sem níu borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa myndað bandalag, Píratar útilokað samstarf við sex fulltrúa Sjálfstæðisflokksins eins og Sósíalistar með sína tvo fulltrúa sem að auki hafa útilokað samstarf við Viðreisn. Þá hefur eini borgarfulltrúi Vinstri grænna ákveðið að taka ekki þátt í myndun nýs meirihluta. Ljóst er í þessari stöðu að nýr meirihluti verður ekki myndaður án þátttöku fjögurra borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Á meðan afstaða flokka er óbreytt er því ljóst að flokkurinn hlýtur að taka upp viðræður við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar þótt flokkurinn geti raunar myndað meirihluta án hennar með Samfylkingu og Pírötum. Samkomulag um hvor þessarra manna verði borgarstjóri getur ráðið miklu um hvaða meirihluti verði myndaður í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu er mikill þrýstingur á Einar Þorsteinsson innan Framsóknarflokksins um að greinilegt verði á nýjum meirihluta að breytingar hafi átt sér stað í borgarstjórn og hann fái þar af leiðandi borgarstjórastólinn. Þá er þrýst á Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur borgarfulltrúa Viðreisnar úr mörgum áttum að að segja sig frá bandalaginu við Samfylkinguna og Pírata og ganga til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Það breytir hins vegar ekki kröfu fólks innan Framsóknar á að Einar fái borgarstjórastólinn. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins beinlínis skorar á Þórdísi Lóu að slíta bandalaginu við Samfylkinguna og Pírata. Kolbrún Baldursdóttir telur að málefnum Flokks fólksins yrði vel borgið í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Viðreisn.Vísir/Vilhelm „Algerlega. Ég held að hún ætti virkilega að skoða þennan möguleika. Held að þetta gæti orðið mjög skemmtilegt og einmitt ekki nein sérstök átök. Við munum auðvitað öll þurfa að fá okkar málum framgengt. Maður sé ekki að upplifa sig að vera að svíkja sinn kjósendahóp. En síðan er eins og gengur málamiðlanir,“ segir Kolbrún En meirihluti Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar yrði ekki myndaður án Flokks fólksins. Kolbrún segir að alger samstaða ætti hins vegar að geta náðst um stór mál eins og Sundabraut sem Flokkur fólksins vilji að ráðist verði í strax. Aðaláhersla Flokks fólksins sé á velferðarmálunum, taka utan um viðkvæma hópa og útrýma biðlistum. Og þú heldur að þú getir náð þeim málum fram í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn? „Já, það er náttúrlega mjög margt sem skarast. Eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað mikið fyrir leikskólamálum og þessu samtali við borgarbúa. Og Framsókn hefur talað mikið fyrir barnafjölskyldum. Að vilja gera mikið fyrir börn og barnafjölskyldur. Þannig að ég hef séð mikla skörun í þessum málum á milli þessara flokka,“ segir Kolbrún Baldursdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Óvæntrar samsetningar gæti verið að vænta Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að dregið geti til óvæntra tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík á næstu dögum. Fleiri en ein stjórn komi til greina fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins hefur nú rætt við alla oddvita hinna flokkanna. 18. maí 2022 19:58 Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. 18. maí 2022 18:22 Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Möguleikar á myndun meirihluta í borgarstjórn eru ekki margir í augnablikinu þar sem níu borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa myndað bandalag, Píratar útilokað samstarf við sex fulltrúa Sjálfstæðisflokksins eins og Sósíalistar með sína tvo fulltrúa sem að auki hafa útilokað samstarf við Viðreisn. Þá hefur eini borgarfulltrúi Vinstri grænna ákveðið að taka ekki þátt í myndun nýs meirihluta. Ljóst er í þessari stöðu að nýr meirihluti verður ekki myndaður án þátttöku fjögurra borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Á meðan afstaða flokka er óbreytt er því ljóst að flokkurinn hlýtur að taka upp viðræður við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar þótt flokkurinn geti raunar myndað meirihluta án hennar með Samfylkingu og Pírötum. Samkomulag um hvor þessarra manna verði borgarstjóri getur ráðið miklu um hvaða meirihluti verði myndaður í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu er mikill þrýstingur á Einar Þorsteinsson innan Framsóknarflokksins um að greinilegt verði á nýjum meirihluta að breytingar hafi átt sér stað í borgarstjórn og hann fái þar af leiðandi borgarstjórastólinn. Þá er þrýst á Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur borgarfulltrúa Viðreisnar úr mörgum áttum að að segja sig frá bandalaginu við Samfylkinguna og Pírata og ganga til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Það breytir hins vegar ekki kröfu fólks innan Framsóknar á að Einar fái borgarstjórastólinn. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins beinlínis skorar á Þórdísi Lóu að slíta bandalaginu við Samfylkinguna og Pírata. Kolbrún Baldursdóttir telur að málefnum Flokks fólksins yrði vel borgið í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Viðreisn.Vísir/Vilhelm „Algerlega. Ég held að hún ætti virkilega að skoða þennan möguleika. Held að þetta gæti orðið mjög skemmtilegt og einmitt ekki nein sérstök átök. Við munum auðvitað öll þurfa að fá okkar málum framgengt. Maður sé ekki að upplifa sig að vera að svíkja sinn kjósendahóp. En síðan er eins og gengur málamiðlanir,“ segir Kolbrún En meirihluti Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar yrði ekki myndaður án Flokks fólksins. Kolbrún segir að alger samstaða ætti hins vegar að geta náðst um stór mál eins og Sundabraut sem Flokkur fólksins vilji að ráðist verði í strax. Aðaláhersla Flokks fólksins sé á velferðarmálunum, taka utan um viðkvæma hópa og útrýma biðlistum. Og þú heldur að þú getir náð þeim málum fram í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn? „Já, það er náttúrlega mjög margt sem skarast. Eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað mikið fyrir leikskólamálum og þessu samtali við borgarbúa. Og Framsókn hefur talað mikið fyrir barnafjölskyldum. Að vilja gera mikið fyrir börn og barnafjölskyldur. Þannig að ég hef séð mikla skörun í þessum málum á milli þessara flokka,“ segir Kolbrún Baldursdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Óvæntrar samsetningar gæti verið að vænta Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að dregið geti til óvæntra tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík á næstu dögum. Fleiri en ein stjórn komi til greina fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins hefur nú rætt við alla oddvita hinna flokkanna. 18. maí 2022 19:58 Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. 18. maí 2022 18:22 Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Óvæntrar samsetningar gæti verið að vænta Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að dregið geti til óvæntra tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík á næstu dögum. Fleiri en ein stjórn komi til greina fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins hefur nú rætt við alla oddvita hinna flokkanna. 18. maí 2022 19:58
Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. 18. maí 2022 18:22
Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25