Segir fulla ástæðu til mótmæla þó hlutabréf Íslandsbanka hafi lækkað Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2022 13:21 Eins og vænta mátti gefur Gunnar Smári ekki mikið fyrir útleggingar Hermanns, segir hann valkvæðan mann útúrsnúinga. vísir/vilhelm Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hæðist að mótmælendum vegna bankasölunnar og segir að nú hafi gróðinn þurrkast út. Gunnar Smári Egilsson, einn forsprakki mótmælanna segir þetta fráleitan útúrsnúing. Hermann er fyrrverandi forstjóri N1, hann hefur í gegnum tíðina verið einarður stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og talar einatt úr þeirri áttinni. Hinn mikli gróði hefur þurrkast út „Nú finnur maður til með mótmælendum sem mæta á Austurvöll til að skammast yfir sölunni á Íslandsbanka,“ skrifar Hermann hæðnislega á Facebook-síðu sína: „Nú hefur gengið lækkað það mikið að allur gróðinn hefur þurrkast út og allt útlit fyrir salan hafi verið Ríkissjóði afar hagfelld og að Bankasýslan hafi metið tímasetninguna frábærlega,“ segir Hermann og bætir því svo við, írónískur, að það sé samt engin ástæða til að hætta að mæta á Austurvöll. Einn þeirra sem hefur staðið að mótmælum á Austurvelli, alla laugardaga, vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka er Gunnar Smári Egilsson. Vísir bar orð Hermanns undir hann og spurði hvort forsendurnar vegna mótmælanna væru þá þar með ekki brostnar? Besti hamborgarasölumaður í heimi Gunnar Smári hélt ekki: „Hermann er valkvæður maður. Hann telur rangt að tala um ávinning kaupenda ef verð hækkar en vill ræða ávinning seljanda ef verðið lækkar. En málið hefur hins vegar aldrei snúist um verðþróun hlutabréfa heldur um afsláttinn sem Bjarni og bankasýslan veitti dagana sem bréfin voru seld. Það er eini mælikvarðinn. Og hann sýnir að Bjarni og bankasýslan gáfu eignir almennings vinum sínum og vandamönnum,“ segir Gunnar Smári. Og leggur málið upp með eftirfarandi hætti: „Dæmi Hermanns er dæmigerður útúrsnúningur. Umorða mætti það svo: Hermann vinnur hjá hamborgarbúllu Siggu og selur hamborgara sem kosta þúsund kall. Pabbi Hermanns kemur á búlluna og Hermann selur honum hamborgara á 500 krónur. Sigga skammar Hermann fyrir að gefa eigur sínar. Þá missir pabbinn hamborgarann i gólfið og stígur á hann. Og Hermann segir: Sjáðu, hvað ég er snjall að hafa selt þessa klessu á 500 krónur. Ég er besti hamborgarasali í heimi.“ Salan á Íslandsbanka Kauphöllin Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Hermann er fyrrverandi forstjóri N1, hann hefur í gegnum tíðina verið einarður stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og talar einatt úr þeirri áttinni. Hinn mikli gróði hefur þurrkast út „Nú finnur maður til með mótmælendum sem mæta á Austurvöll til að skammast yfir sölunni á Íslandsbanka,“ skrifar Hermann hæðnislega á Facebook-síðu sína: „Nú hefur gengið lækkað það mikið að allur gróðinn hefur þurrkast út og allt útlit fyrir salan hafi verið Ríkissjóði afar hagfelld og að Bankasýslan hafi metið tímasetninguna frábærlega,“ segir Hermann og bætir því svo við, írónískur, að það sé samt engin ástæða til að hætta að mæta á Austurvöll. Einn þeirra sem hefur staðið að mótmælum á Austurvelli, alla laugardaga, vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka er Gunnar Smári Egilsson. Vísir bar orð Hermanns undir hann og spurði hvort forsendurnar vegna mótmælanna væru þá þar með ekki brostnar? Besti hamborgarasölumaður í heimi Gunnar Smári hélt ekki: „Hermann er valkvæður maður. Hann telur rangt að tala um ávinning kaupenda ef verð hækkar en vill ræða ávinning seljanda ef verðið lækkar. En málið hefur hins vegar aldrei snúist um verðþróun hlutabréfa heldur um afsláttinn sem Bjarni og bankasýslan veitti dagana sem bréfin voru seld. Það er eini mælikvarðinn. Og hann sýnir að Bjarni og bankasýslan gáfu eignir almennings vinum sínum og vandamönnum,“ segir Gunnar Smári. Og leggur málið upp með eftirfarandi hætti: „Dæmi Hermanns er dæmigerður útúrsnúningur. Umorða mætti það svo: Hermann vinnur hjá hamborgarbúllu Siggu og selur hamborgara sem kosta þúsund kall. Pabbi Hermanns kemur á búlluna og Hermann selur honum hamborgara á 500 krónur. Sigga skammar Hermann fyrir að gefa eigur sínar. Þá missir pabbinn hamborgarann i gólfið og stígur á hann. Og Hermann segir: Sjáðu, hvað ég er snjall að hafa selt þessa klessu á 500 krónur. Ég er besti hamborgarasali í heimi.“
Salan á Íslandsbanka Kauphöllin Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira