Umfjöllun og viðtöl: KA - Stjarnan 0-2 | Stjarnan fyrst til að leggja Akureyringa Ester Ósk Árnadóttir skrifar 21. maí 2022 19:45 Stjarnan vann góðan sigur á KA í dag. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan er fyrsta liðið til að vinna KA í Bestu deild karla en liðin mætust á Dalvíkurvelli í dag þar sem Stjarnan vann með tveimur mörkum gegn engu. Leikurinn var liður í 7. umferð deildarinnar en fyrir leikinn var KA í öðru sætinu með 16 stig og Stjarnan í því fjórða með 11 stig. KA liðið byrjaði leikinn af meiri krafti og bjó til ákjósanlegri stöður á fyrstu mínútunum en úr því varð engin alvarleg hætta. Leikurinn komst þó fljótlega í jafnvægi og úr varð ágætis skák á milli liðanna. Gestirnir mættu mjög skipulagðir til leiks, gáfu fá færi á sér og nýttu svo hraðan fram á við þegar svo bar við. Það dróg svo til tíðinda á 22. mínútu þegar Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði frábært mark fyrir gestina. Hann fékk þá boltann frá Óla Val Ómarssyni inn í teig þar sem hann átti þrumuskot í þverslánna niður og inn, staðan orðin 1-0 fyrir gestina. Ísak Andri kom Stjörnunni á bragðið.Vísir/Hulda Margrét Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleik og gestirnir leiddu í hálfleik. Í seinni hálfleik var svipað upp á teningnum. KA menn leituðu á jöfnunarmarki en þó án árangurs, þétt og skipulögð vörn Stjörnumanna kom í veg fyrir að KA næði þó ekki væri nema skoti á markið. Á 70. mínútu bætti Stjarnan við öðru marki sínu en það kom eftir skyndisókn. KA menn flestir komnir fram yfir miðju að leita að jöfnunarmarki og því eftirleikurinn auðveldur fyrir markamaskínuna Emil Atlason sem fékk sendingu inn fyrir inn á vallahelming KA og renndi svo boltanum framhjá Steinþór Már Auðunssyni í marki KA, sjötta mark Emils í sumar. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn en eins og áður segir fundu þeir fá svör við vörn Stjörnumanna. Leikurinn rann svo út í sandinn og fyrsti sigur Stjörnumanna á KA síðan 2018 staðreynd. Stjörnumenn fagna.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan var heilt yfir með betra leikskipulag sem gekk upp, skipulag í raun upp á 10 þar sem allir vissu sitt hlutverk. Frábærir í vörninni og nýttu svo hraðan fram á við. Það hjálpaði líka helling að ná inn þessu fyrsta marki en færin voru af mjög skornum skammti hjá báðum liðum í dag. Hverjar stóðu upp úr? Það komst nákvæmlega ekkert framhjá Óla, Birni, Sindra og Þórarinn í öftustu línu í dag og á sama tíma nýti framlína Stjörnumenn þau færi sem þeir fengu en eins og áður sagði stóð skipulag og vörn Stjörnumanna upp úr í dag, þeir voru oft að neyða KA menn í lélegar sendingar og ótímabær skot. Hvað gekk illa? Sóknarleikur KA var afskaplega stirður og hugmyndarsnauður í dag gegn sprækri vörn Stjörnumanna. KA menn fengu varla færi í leiknum. Hvað gerist næst? Við tekur bikarkeppninni í vikunni hjá liðunum en næstu leikir í deild eru 29. maí. Þá heimsækir KA Íslandsmeistara Víkings R. og Stjarnan fær ÍBV í heimsókn. Arnar Grétarsson: Annað markið gerði okkur lífið leitt Arnar Grétarsson, þjálfari KA.Vísir/Hulda Margrét „Það er aldrei gaman að tapa. Mér fannst við byrja leikinn nokkuð vel, komum okkur í margar góðar stöður en á síðasta þriðjungi erum við bara alls ekki góðir. Við erum að taka margar skrítnar ákvarðanartökur og erum að tapa boltanum illa. Þeir skora svo stórkostlegt mark upp úr engu og það er það sem skilur að á milli liðanna í hálfleiknum,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA eftir 2-0 á móti Stjörnunni á Dalvík í dag. „Mér fannst við vera sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en það er þetta mark sem skilur liðin að í hálfleik. Við ætluðum okkur svo sannarlega að koma út í seinni hálfleik og kvitta fyrir þetta mark og ná í þessi þrjú stig en þetta annað mark gerir okkur svo lífið leitt.“ KA reyndi hvað þeir gátu að jafna metin í seinni hálfleik. „Í seinni hálfleik komust við trekk í trekk, einn á móti einum á hliðunum en sjaldnast komst boltinn inn í teig. Ég man varla eftir því að við höfum skapað færi í seinni hálfleik og ef þú skapar ekki færi þá vinnur þú ekki fótboltaleiki. Munurinn á liðunum í dag er að þeir skora og geta þá fallið til baka og vörðust vel, svo eru þeir með fljóta menn fram á við þannig þeir eru alltaf hættulegir.“ Arnar var ekki sáttur við frammistöðu sinna leikmanna í dag. „Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að fara yfir og sjá hvað við getum lagað fyrir næsta leik. Ef við hefðum sýnt betri frammistöðu í dag hefðum við alveg geta tekið þrjú stig en þú þarft að vera með góða frammistöðu og hún var ekki góð í dag og þá sérstaklega á síðasta þriðjung.“ Framundan er bikarleikur næsta miðvikudag. „Við þurfum bara að vera klárir í bikarleikinn á miðvikudaginn og við viljum vera áfram í þeirri keppni. Svo förum við í Víkina og það verður alvöru leikur eins og allir þessir leikir og við ætlum að reyna að rétta okkar hlut þar.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KA Stjarnan
Stjarnan er fyrsta liðið til að vinna KA í Bestu deild karla en liðin mætust á Dalvíkurvelli í dag þar sem Stjarnan vann með tveimur mörkum gegn engu. Leikurinn var liður í 7. umferð deildarinnar en fyrir leikinn var KA í öðru sætinu með 16 stig og Stjarnan í því fjórða með 11 stig. KA liðið byrjaði leikinn af meiri krafti og bjó til ákjósanlegri stöður á fyrstu mínútunum en úr því varð engin alvarleg hætta. Leikurinn komst þó fljótlega í jafnvægi og úr varð ágætis skák á milli liðanna. Gestirnir mættu mjög skipulagðir til leiks, gáfu fá færi á sér og nýttu svo hraðan fram á við þegar svo bar við. Það dróg svo til tíðinda á 22. mínútu þegar Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði frábært mark fyrir gestina. Hann fékk þá boltann frá Óla Val Ómarssyni inn í teig þar sem hann átti þrumuskot í þverslánna niður og inn, staðan orðin 1-0 fyrir gestina. Ísak Andri kom Stjörnunni á bragðið.Vísir/Hulda Margrét Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleik og gestirnir leiddu í hálfleik. Í seinni hálfleik var svipað upp á teningnum. KA menn leituðu á jöfnunarmarki en þó án árangurs, þétt og skipulögð vörn Stjörnumanna kom í veg fyrir að KA næði þó ekki væri nema skoti á markið. Á 70. mínútu bætti Stjarnan við öðru marki sínu en það kom eftir skyndisókn. KA menn flestir komnir fram yfir miðju að leita að jöfnunarmarki og því eftirleikurinn auðveldur fyrir markamaskínuna Emil Atlason sem fékk sendingu inn fyrir inn á vallahelming KA og renndi svo boltanum framhjá Steinþór Már Auðunssyni í marki KA, sjötta mark Emils í sumar. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn en eins og áður segir fundu þeir fá svör við vörn Stjörnumanna. Leikurinn rann svo út í sandinn og fyrsti sigur Stjörnumanna á KA síðan 2018 staðreynd. Stjörnumenn fagna.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan var heilt yfir með betra leikskipulag sem gekk upp, skipulag í raun upp á 10 þar sem allir vissu sitt hlutverk. Frábærir í vörninni og nýttu svo hraðan fram á við. Það hjálpaði líka helling að ná inn þessu fyrsta marki en færin voru af mjög skornum skammti hjá báðum liðum í dag. Hverjar stóðu upp úr? Það komst nákvæmlega ekkert framhjá Óla, Birni, Sindra og Þórarinn í öftustu línu í dag og á sama tíma nýti framlína Stjörnumenn þau færi sem þeir fengu en eins og áður sagði stóð skipulag og vörn Stjörnumanna upp úr í dag, þeir voru oft að neyða KA menn í lélegar sendingar og ótímabær skot. Hvað gekk illa? Sóknarleikur KA var afskaplega stirður og hugmyndarsnauður í dag gegn sprækri vörn Stjörnumanna. KA menn fengu varla færi í leiknum. Hvað gerist næst? Við tekur bikarkeppninni í vikunni hjá liðunum en næstu leikir í deild eru 29. maí. Þá heimsækir KA Íslandsmeistara Víkings R. og Stjarnan fær ÍBV í heimsókn. Arnar Grétarsson: Annað markið gerði okkur lífið leitt Arnar Grétarsson, þjálfari KA.Vísir/Hulda Margrét „Það er aldrei gaman að tapa. Mér fannst við byrja leikinn nokkuð vel, komum okkur í margar góðar stöður en á síðasta þriðjungi erum við bara alls ekki góðir. Við erum að taka margar skrítnar ákvarðanartökur og erum að tapa boltanum illa. Þeir skora svo stórkostlegt mark upp úr engu og það er það sem skilur að á milli liðanna í hálfleiknum,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA eftir 2-0 á móti Stjörnunni á Dalvík í dag. „Mér fannst við vera sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en það er þetta mark sem skilur liðin að í hálfleik. Við ætluðum okkur svo sannarlega að koma út í seinni hálfleik og kvitta fyrir þetta mark og ná í þessi þrjú stig en þetta annað mark gerir okkur svo lífið leitt.“ KA reyndi hvað þeir gátu að jafna metin í seinni hálfleik. „Í seinni hálfleik komust við trekk í trekk, einn á móti einum á hliðunum en sjaldnast komst boltinn inn í teig. Ég man varla eftir því að við höfum skapað færi í seinni hálfleik og ef þú skapar ekki færi þá vinnur þú ekki fótboltaleiki. Munurinn á liðunum í dag er að þeir skora og geta þá fallið til baka og vörðust vel, svo eru þeir með fljóta menn fram á við þannig þeir eru alltaf hættulegir.“ Arnar var ekki sáttur við frammistöðu sinna leikmanna í dag. „Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að fara yfir og sjá hvað við getum lagað fyrir næsta leik. Ef við hefðum sýnt betri frammistöðu í dag hefðum við alveg geta tekið þrjú stig en þú þarft að vera með góða frammistöðu og hún var ekki góð í dag og þá sérstaklega á síðasta þriðjung.“ Framundan er bikarleikur næsta miðvikudag. „Við þurfum bara að vera klárir í bikarleikinn á miðvikudaginn og við viljum vera áfram í þeirri keppni. Svo förum við í Víkina og það verður alvöru leikur eins og allir þessir leikir og við ætlum að reyna að rétta okkar hlut þar.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti