Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Valur 28-27 | Fram komið yfir í úrslitaeinvíginu eftir magnaðan leik Andri Már Eggertsson skrifar 20. maí 2022 22:20 Karen Knútsdóttir fór á kostum í liði Fram í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Fram tók forystuna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna. Leikur kvöldsins var ótrúlegur í alla staði en á endanum stóð Fram uppi sem sigurvegari, eins marks munur og staðan í einvíginu orðin 1-0 Fram í vil. Þrátt fyrir mikinn hraða í upphafi var mikill skrekkur í báðum liðum. Það var alveg ljóst að þetta væri fyrsti leikur í úrslitum og þurftu bæði lið tíma til að líða vel á gólfinu. Fram byrjaði með Perlu Ruth Albertsdóttur fyrir framan í vörninni sem virtist koma Val á óvart. Gestirnir frá Hlíðarenda gerðu mikið af tæknifeilum á fyrstu þrettán mínútunum og skoruðu aðeins tvö mörk. Það var hart barist í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Eftir að Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók leikhlé fækkaði Valur tæknifeilunum og fór að spila betur. Fram var leiðandi í fyrri hálfleik en komst aldrei meira en tveimur mörkum yfir. Gestirnir jöfnuðu leikinn þegar skammt var eftir 11-11. Perla Ruth Albertsdóttir skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks eftir leikhlé Stefáns Arnarssonar, sem teiknaði nákvæmlega upp markið eins og hann vildi hafa það. Fram var marki yfir í hálfleik og byrjaði með boltann í seinni hálfleik Seinni hálfleikur var frábær skemmtun og skrúfuðu liðin upp í hraðanum á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Eftir mikið borðtennis komst Fram tveimur mörkum yfir en það tók Val ekki langan tíma að jafna. Það voru miklar tilfinningar í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Það var unun að fylgjast með Lovísu Thompson og Karen Knútsdóttur skiptast á mörkum og var þetta orðið einvígi þeirra á milli. Lovísa skoraði 8 mörk og Karen skoraði 9 mörk. Þegar þrjár mínútur voru eftir var staðan jöfn 26-26. Heimakonur læstu síðan markinu og refsuðu með tveimur mörkum og þá var öll von úti fyrir Valskonur. Leikurinn endaði 28-27 Fram í vil. Fram fagnaði eftir leikVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Fram? Það munaði aðeins einu marki og var það lokakafli Fram sem gerði útslagið á báðum endum vallarins. Þegar rúmlega fjörutíu og fimm mínútur voru liðnar af leiknum komst Fram í fyrsta og eina skiptið yfir og er óhætt að segja að sigur Fram hafi verið verðskuldaður. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir fór á kostum og skoraði níu mörk ásamt því að gefa átta stoðsendingar. Sara Sif Helgadóttir, markmaður Vals, hélt Val inni í leiknum á köflum með góðri markvörslu. Sara varði 17 skot. Hvað gekk illa? Það var mikill skjálfti í báðum liðum til að byrja með enda ekki um venjulegan deildarleik að ræða heldur fyrsta leik í lokaúrslitum. Valur fór illa með þó nokkrar sóknir sem endaði annað hvort með töpuðum bolta eða lélegu skoti. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst á mánudaginn í Origo-höllinni klukkan 19:30. Kristrún: Mikilvægt að vinna heimaleikina Kristrún fagnaði sigrinum eftir leikVísir/Hulda Margrét Kristrún Steinþórsdóttir, leikmaður Fram, var afar glöð með sigur kvöldsins. „Það var mjög ljúft að vinna þennan leik og það verður afar mikilvægt í þessu einvígi að vinna heimaleikina,“ sagði Kristrún eftir leik. Kristrún var afar ánægð með eins marks sigur í fyrsta leik í lokaúrslitum gegn Val og var hún ánægð með varnarleik liðsins. „Þessi leikur hefði getað dottið báðu megin en það sem stendur upp úr er sigurinn svo einfalt er það.“ „Mér fannst varnarleikur beggja liða góður í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik duttu varnirnar niður báðu megin. Fram var sterkari aðilinn þegar leikurinn var í járnum á lokamínútunum og var Kristrún afar ánægð með Hafdísi Renötudóttir, markmann Fram. „Hafdís varði vel og við náðum góðum varnarleik á lokamínútunum ásamt því að keyra hratt sem við gerðum allan leikinn,“ sagði Kristrún að lokum. Myndir: Stefán Arnarson var líflegur á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Sara Sif Helgadóttir varði 17 skot í kvöldVísir/Hulda Margrét Hildigunnur í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Ólafur Víðir Ólafsson, dómari leiksins.Vísir/Hulda Margrét Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Olís-deild kvenna Fram Valur
Fram tók forystuna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna. Leikur kvöldsins var ótrúlegur í alla staði en á endanum stóð Fram uppi sem sigurvegari, eins marks munur og staðan í einvíginu orðin 1-0 Fram í vil. Þrátt fyrir mikinn hraða í upphafi var mikill skrekkur í báðum liðum. Það var alveg ljóst að þetta væri fyrsti leikur í úrslitum og þurftu bæði lið tíma til að líða vel á gólfinu. Fram byrjaði með Perlu Ruth Albertsdóttur fyrir framan í vörninni sem virtist koma Val á óvart. Gestirnir frá Hlíðarenda gerðu mikið af tæknifeilum á fyrstu þrettán mínútunum og skoruðu aðeins tvö mörk. Það var hart barist í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Eftir að Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók leikhlé fækkaði Valur tæknifeilunum og fór að spila betur. Fram var leiðandi í fyrri hálfleik en komst aldrei meira en tveimur mörkum yfir. Gestirnir jöfnuðu leikinn þegar skammt var eftir 11-11. Perla Ruth Albertsdóttir skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks eftir leikhlé Stefáns Arnarssonar, sem teiknaði nákvæmlega upp markið eins og hann vildi hafa það. Fram var marki yfir í hálfleik og byrjaði með boltann í seinni hálfleik Seinni hálfleikur var frábær skemmtun og skrúfuðu liðin upp í hraðanum á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Eftir mikið borðtennis komst Fram tveimur mörkum yfir en það tók Val ekki langan tíma að jafna. Það voru miklar tilfinningar í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Það var unun að fylgjast með Lovísu Thompson og Karen Knútsdóttur skiptast á mörkum og var þetta orðið einvígi þeirra á milli. Lovísa skoraði 8 mörk og Karen skoraði 9 mörk. Þegar þrjár mínútur voru eftir var staðan jöfn 26-26. Heimakonur læstu síðan markinu og refsuðu með tveimur mörkum og þá var öll von úti fyrir Valskonur. Leikurinn endaði 28-27 Fram í vil. Fram fagnaði eftir leikVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Fram? Það munaði aðeins einu marki og var það lokakafli Fram sem gerði útslagið á báðum endum vallarins. Þegar rúmlega fjörutíu og fimm mínútur voru liðnar af leiknum komst Fram í fyrsta og eina skiptið yfir og er óhætt að segja að sigur Fram hafi verið verðskuldaður. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir fór á kostum og skoraði níu mörk ásamt því að gefa átta stoðsendingar. Sara Sif Helgadóttir, markmaður Vals, hélt Val inni í leiknum á köflum með góðri markvörslu. Sara varði 17 skot. Hvað gekk illa? Það var mikill skjálfti í báðum liðum til að byrja með enda ekki um venjulegan deildarleik að ræða heldur fyrsta leik í lokaúrslitum. Valur fór illa með þó nokkrar sóknir sem endaði annað hvort með töpuðum bolta eða lélegu skoti. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst á mánudaginn í Origo-höllinni klukkan 19:30. Kristrún: Mikilvægt að vinna heimaleikina Kristrún fagnaði sigrinum eftir leikVísir/Hulda Margrét Kristrún Steinþórsdóttir, leikmaður Fram, var afar glöð með sigur kvöldsins. „Það var mjög ljúft að vinna þennan leik og það verður afar mikilvægt í þessu einvígi að vinna heimaleikina,“ sagði Kristrún eftir leik. Kristrún var afar ánægð með eins marks sigur í fyrsta leik í lokaúrslitum gegn Val og var hún ánægð með varnarleik liðsins. „Þessi leikur hefði getað dottið báðu megin en það sem stendur upp úr er sigurinn svo einfalt er það.“ „Mér fannst varnarleikur beggja liða góður í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik duttu varnirnar niður báðu megin. Fram var sterkari aðilinn þegar leikurinn var í járnum á lokamínútunum og var Kristrún afar ánægð með Hafdísi Renötudóttir, markmann Fram. „Hafdís varði vel og við náðum góðum varnarleik á lokamínútunum ásamt því að keyra hratt sem við gerðum allan leikinn,“ sagði Kristrún að lokum. Myndir: Stefán Arnarson var líflegur á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Sara Sif Helgadóttir varði 17 skot í kvöldVísir/Hulda Margrét Hildigunnur í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Ólafur Víðir Ólafsson, dómari leiksins.Vísir/Hulda Margrét Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti