Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Við erum hjartað í boltanum

Nú styttist óðum í Evrópumót karla í handbolta og enn á ný sendum við íslenskt landslið til leiks á stærsta sviðinu. Það er ekki sjálfgefið, en það er orðinn hluti af sterkri og ómissandi hefð.

Skoðun
Fréttamynd

Skilur stress þjóðarinnar betur

Ómar Ingi Magnússon segist hafa öðlast nýja virðingu fyrir íslensku handboltaáhugafólki er hann neyddist til að horfa á HM í janúar í fyrra. Hann mætir tvíefldur til leiks í ár.

Handbolti
Fréttamynd

Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári

Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði flest mörk, átti flestar stoðsendingar og skoraði mörkin sem að innsigluðu nauman útisigur Sävehof gegn Aranäs, 26-24, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Ó­trú­leg ó­heppni Slóvena

Undirbúningur Slóveníu fyrir EM í handbolta hefur verið hreinasta martröð og ólíklegt er að annað lið hafi gengið í gegnum annað eins í undirbúningi fyrir stórmót.

Handbolti
Fréttamynd

Hefur átt mikil­væg sam­töl við Snorra Stein

Innan við tvær vikur eru til stefnu þar til Ís­land hefur leik á Evrópumóti karla í hand­bolta. Skyttan Teitur Örn Einars­son er klár í slaginn en í lands­liðs­hópnum er ætlast til þess að hann leysi stöðu horna­manns og er hann hvergi banginn þegar kemur að því.

Handbolti
Fréttamynd

Haukur klár í stærra hlut­verk

„Stemningin er bara mjög góð eins og hún er alltaf á þessum tímapunkti að fara að byrja þetta og við erum bara spenntir að koma okkur út og spila fyrstu æfingaleikina, klára þennan undirbúning og gera það vel,“ segir Haukur Þrastarson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í handbolta í Safamýrinni í gær.

Sport
Fréttamynd

Strákarnir eigi að stefna á verð­laun

Kristján Örn Kristjánsson er á leið til Danmerkur til að fá leyst úr kviðsliti á komandi dögum á meðan félagar hans í karlalandsliðinu í handbolta fara á EM. Donni segir að íslenska liðið eigi að stefna hátt.

Handbolti
Fréttamynd

Erfitt að fara fram úr rúminu

Kristján Örn Kristjánsson heltist um helgina úr lestinni fyrir komandi Evrópumót í handbolta vegna meiðsla. Hann segir Ísland eiga að stefna hátt á mótinu.

Handbolti
Fréttamynd

Giftu sig á gaml­árs­dag

Landsliðsmaðurinn og handboltamaður ársins 2025, Gísli Þorgeir Kristjánsson, gerði síðasta dag ársins 2025 einstaklega eftirminnilegan.

Handbolti