Ánægðar með lífið í Bolungarvík þar sem auglýst var eftir flóttafólki til starfa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. maí 2022 16:31 Eigendur veitingastaðar í Bolungarvík fengu fleiri hundruð umsóknir þegar þeir auglýstu eftir flóttafólki í vinnu. Þeir réðu þrjá úkraínska flóttamenn sem njóta sín vel í friðsælum smábænum. Yulia og kærasta hennar Katarina voru á vaktinni þegar fréttastofa leit við hjá þeim, en þær flúðu frá heimili sínu í Kænugarði um miðjan mars. „Við erum mjög ánægðar með að vera hérna í Bolungarvík því hér höfum við tækifæri til að gera það sem okkur finnst gaman að gera. Katja er kokkur,“ segir Yulia Þeir Oddur Andri Thomasson og Ragnar Sveinbjörnsson keyptu Víkurskála fyrir fjórum árum síðan og tóku til við að gjörbreyta þessari vegasjoppu í skemmtilegt bland af veitingastað og bensínstöð. Þá vantaði starfsfólk fyrir sumarið og þar sem eiginmaður Odds Andra er rússneskumælandi ákváðu þeir að skella inn auglýsingu á Facebook-hóp og auglýsa eftir flóttafólki frá Úkraínu. „Á fyrsta degi voru yfir eitt hundrað skilaboð. Rosalegur áhugi sko. Greinilega mikið af fólki sem hafði áhuga á að koma,“ segir Oddur Andri. Og nú hafa þeir ráðið til sín þrjá flóttamenn frá Úkraínu, sem eru jafnframt þeir einu í Bolungarvík. Þeir segja að það hafi ekki verið auðvelt að finna fólk til vinnu fyrr en þeir auglýsti eftir flóttamönnum og mæla með því að fleiri atvinnurekendur geri slíkt hið sama „Já ég meina og gera góðverk í leiðinni. Þetta fólk náttúrulega þarf vinnu. Það langar að koma og af hverju ekki? Bæði hjálpar okkur og við getum aðstoðað á móti,“ segir Oddur. Þeir Oddur og Ragnar reka Víkurskálann. Vingjarnlegt og opið samfélag Það er mikil breyting að flytja úr stórborgarlífinu í tæplega þúsund manna smábæ á Vestfjörðum á Íslandi. „Við völdum þennan stað af því að hann er mjög friðsæll. Þetta er engin stórborg en fólkið hérna er svo vingjarnlegt og opið fyrir því að hjálpa okkur. Þetta hjálpar okkur virkilega að líða betur,“ segir Yulia. Þær segjast auðvitað sakna fjölskyldna sinna en vera í fínu sambandi við þær. Fjölskylda Katarinu býr þó á hinu stríðshrjáða svæði Donetsk í austurhluta Úkraínu þar sem hefur varla verið nokkur friður síðustu átta árin. „Þetta er alveg hræðilegt en þau eru orðin vön því að heyra í sprengjunum og þau hafa mat. Þannig að þetta er ekki jafn slæmt og í Maríupol. En ég vona að þau haldi áfram að berjast,“ segir Yulia. Húsnæðismálin þröskuldur í flóttamannamálum En það er ekki hlaupið að því að fá húsnæði fyrir þá sem flytja til Bolungarvíkur og það var eins með flóttamennina þrjá í bænum. „Ég gat sem betur fer bjargað þeim með herbergi til að byrja með. Svo er bara verið að leita að húsnæði fyrir þau,“ segir Ragnar. Þær Yulia og Katarina eru þó búnar að finna sér íbúð í dag en enn er verið að leita að húsnæði fyrir þriðja flóttamanninn. En það er beinlínis ekkert húsnæði laust í bænum eins og er. Og þetta hindrar sveitarfélag eins og Bolungarvík í að taka á móti flóttafólki að sögn bæjarstjórans. „Við erum að vinna í fasteignaverkefni og við eigum von á því að það komi 20 nýjar íbúðir á markaðinn um mitt sumar. Og þá eigum við kannski möguleika en akkúrat núna er bara barátta um laust húsnæði,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir stöðu húsnæðismála í bænum ekki bjóða upp á móttöku fleiri flóttamanna sem stendur. Flóttamenn Bolungarvík Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Yulia og kærasta hennar Katarina voru á vaktinni þegar fréttastofa leit við hjá þeim, en þær flúðu frá heimili sínu í Kænugarði um miðjan mars. „Við erum mjög ánægðar með að vera hérna í Bolungarvík því hér höfum við tækifæri til að gera það sem okkur finnst gaman að gera. Katja er kokkur,“ segir Yulia Þeir Oddur Andri Thomasson og Ragnar Sveinbjörnsson keyptu Víkurskála fyrir fjórum árum síðan og tóku til við að gjörbreyta þessari vegasjoppu í skemmtilegt bland af veitingastað og bensínstöð. Þá vantaði starfsfólk fyrir sumarið og þar sem eiginmaður Odds Andra er rússneskumælandi ákváðu þeir að skella inn auglýsingu á Facebook-hóp og auglýsa eftir flóttafólki frá Úkraínu. „Á fyrsta degi voru yfir eitt hundrað skilaboð. Rosalegur áhugi sko. Greinilega mikið af fólki sem hafði áhuga á að koma,“ segir Oddur Andri. Og nú hafa þeir ráðið til sín þrjá flóttamenn frá Úkraínu, sem eru jafnframt þeir einu í Bolungarvík. Þeir segja að það hafi ekki verið auðvelt að finna fólk til vinnu fyrr en þeir auglýsti eftir flóttamönnum og mæla með því að fleiri atvinnurekendur geri slíkt hið sama „Já ég meina og gera góðverk í leiðinni. Þetta fólk náttúrulega þarf vinnu. Það langar að koma og af hverju ekki? Bæði hjálpar okkur og við getum aðstoðað á móti,“ segir Oddur. Þeir Oddur og Ragnar reka Víkurskálann. Vingjarnlegt og opið samfélag Það er mikil breyting að flytja úr stórborgarlífinu í tæplega þúsund manna smábæ á Vestfjörðum á Íslandi. „Við völdum þennan stað af því að hann er mjög friðsæll. Þetta er engin stórborg en fólkið hérna er svo vingjarnlegt og opið fyrir því að hjálpa okkur. Þetta hjálpar okkur virkilega að líða betur,“ segir Yulia. Þær segjast auðvitað sakna fjölskyldna sinna en vera í fínu sambandi við þær. Fjölskylda Katarinu býr þó á hinu stríðshrjáða svæði Donetsk í austurhluta Úkraínu þar sem hefur varla verið nokkur friður síðustu átta árin. „Þetta er alveg hræðilegt en þau eru orðin vön því að heyra í sprengjunum og þau hafa mat. Þannig að þetta er ekki jafn slæmt og í Maríupol. En ég vona að þau haldi áfram að berjast,“ segir Yulia. Húsnæðismálin þröskuldur í flóttamannamálum En það er ekki hlaupið að því að fá húsnæði fyrir þá sem flytja til Bolungarvíkur og það var eins með flóttamennina þrjá í bænum. „Ég gat sem betur fer bjargað þeim með herbergi til að byrja með. Svo er bara verið að leita að húsnæði fyrir þau,“ segir Ragnar. Þær Yulia og Katarina eru þó búnar að finna sér íbúð í dag en enn er verið að leita að húsnæði fyrir þriðja flóttamanninn. En það er beinlínis ekkert húsnæði laust í bænum eins og er. Og þetta hindrar sveitarfélag eins og Bolungarvík í að taka á móti flóttafólki að sögn bæjarstjórans. „Við erum að vinna í fasteignaverkefni og við eigum von á því að það komi 20 nýjar íbúðir á markaðinn um mitt sumar. Og þá eigum við kannski möguleika en akkúrat núna er bara barátta um laust húsnæði,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir stöðu húsnæðismála í bænum ekki bjóða upp á móttöku fleiri flóttamanna sem stendur.
Flóttamenn Bolungarvík Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira